Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 6. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Ívar Guðmundsson kominn á fast
2. Bjó til 606 milljarða upp á eigin spýtur
3. Er þessi mynd of dónaleg?
4. Zuckerberg með eina ráðningarreglu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Mottusafnari dagsins, Svavar Sig-
urðarson, hefur á síðustu árum misst
móður sína, móðurbróður og -systur
úr krabbameini. Það má því með
sanni segja að sjúkdómurinn hafi
haft áhrif á fjölskylduna. Svavar
skipti munntóbaksnotkun út fyrir
mottuburð 1. mars og er safnari nr.
1.356. Fylgstu með honum og fleiri
mottusöfnurum á mottumars.is
Motta í stað munntóbaks
Skráningarfrestur
fyrir hina merku
hljómsveitakeppni
Músíktilraunir renn-
ur út á sunnudaginn,
8. mars. Skráning
fer fram á heima-
síðu tilraunanna,
musiktilraunir.is.
Undankvöld Músíktilrauna fara
fram dagana 22.-25. mars kl. 19.30 og
úrslit laugardaginn 28. mars kl. 17. Á
myndinni sést Magnús Thorlacius,
söngvari sigursveitar tilraunanna í
fyrra, Vio.
Skráningu í Músíktil-
raunir lýkur 8. mars
Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára,
hefur verið valin til keppni á hinni
virtu Tribeca-kvikmyndahátíð sem
haldin verður í New York 15.-26.
apríl nk. Fúsi verður í sk. „World
Narrative“-keppni hátíðarinnar. Fúsi
var heimsfrumsýnd á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín í síð-
asta mánuði og
hlaut góðar við-
tökur. Myndin verð-
ur frumsýnd á Ís-
landi 27.
mars nk.
Í keppni á Tribeca-
kvikmyndahátíðinni
Á laugardag og sunnudag Suðvestan og sunnan 10-18 m/s,
hvassast við suðvesturströndina. Él sunnan- og vestantil á landinu,
en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Frost víða 0 til 3 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 15-23 m/s með slyddu eða rign-
ingu á láglendi, en snjókomu á fjöllum. Mest úrkoma sunnantil.
Snýst í sunnan 10-18 eftir hádegi með skúrum eða éljum.
VEÐUR
Haukar kjöldrógu granna
sína í FH á heimavelli síð-
arnefnda liðsins í uppgjöri
grannliðanna í Olís-deild
karla í handknattleik í gær-
kvöldi. Munurinn var 13
mörk í leikslok, 33:20,
Haukum í vil eftir að þeir
skoruðu 11 af
fyrstu 12 mörk-
um leiksins. ÍR
komst upp í annað
sæti deildarinnar með
sigri á HK, 31:28. »4
Haukar kjöldrógu
FH-inga í uppgjöri
Hafdís Sigurðardóttir, Aníta Hinriks-
dóttir, Kolbeinn Höður Gunnarsson
og Trausti Stefánsson keppa öll á
Evrópumótinu í frjálsíþróttum í Prag í
dag. „Að sjálfsögðu er stefnan tekin
á að komast í úrslitin. Maður verður
að setja markið hátt þegar
maður er kominn á svona
stórt mót. Ég
gæti þurft að
setja nýtt Ís-
landsmet til
þess,“ segir
Hafdís. »1
Hafdís telur sig þurfa
að setja Íslandsmet
Haukar eru í þriðja sæti Dominos-
deildar karla í körfuknattleik þegar
tveimur umferðum er ólokið eftir afar
þægilegan sigur á ÍR-ingum í gær-
kvöld. KR-ingar hefndu sín á Stjörn-
unni og sendu Garðbæinga niður í
fimmta sætið eftir æsispennandi
baráttu. Snæfell er í afar erfiðri
stöðu eftir ósigur gegn Tindastóli á
heimavelli. »2-3
Haukar þriðju og KR
kom fram hefndum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Edwin Roald Rögnvaldsson golf-
vallahönnuður hefur undanfarin ár
viðrað þá hugmynd sína hvort ekki sé
rétt að stærð golfvalla fari eftir að-
stæðum á hverjum stað en sé hvorki
bundin við níu eða 18 holur. Í nýliðn-
um mánuði hélt hann í Portúgal er-
indi um efnið á ársfundi Samtaka
golfvallarstjóra í Evrópu og í fyrra-
dag fékk hann stuðningsyfirlýsingu
við hugmyndina frá konunglega golf-
klúbbnum á St. Andrews-golfvell-
inum í Skotlandi (The Royal and
Ancient Golf Club of St. Andrews,
R&A), yfirvaldi golfíþróttarinnar í
heiminum.
Síðan 2008 hefur Edwin reglulega
vakið athygli á málinu. Því til stuðn-
ings bendir hann á að þó vinsældir
golfs hafi aukist á Íslandi undanfarin
ár hafi kylfingum fækkað víða erlend-
is frá aldamótum og flestir séu sam-
mála um að það sé vegna þess að 18
holu leikur taki of langan tíma. Auk
þess vísar hann til þess að kostnaður
við að leggja golfvelli og reka þá hafi
hækkað mikið. Ennfremur sé lands-
þörfin og auðlindaþörfin, eins og til
dæmis vatnsþörfin, ekki í samræmi
við það sem almenningur vilji í því
efni. „Ég opna á það frelsi að golf-
vellir megi til dæmis vera 15, 13 eða
11 holur, eins og þeir voru í 400 ár,“
segir Edwin.
Stuðningur R&A stór áfangi
Margir halda að golfvellir séu 18
holur vegna þess að 18 drykkir séu í
einni viskíflösku en það er ekki skýr-
ingin frekar en aðrar síðari tíma
kenningar. Tilfellið er að 1764 ákvað
R&A að fækka holum vallarins úr 22 í
18 til þess að gera völlinn betri.
Vegna þess hve R&A varð áhrifamik-
ill tóku aðrir klúbbar St. Andrews til
fyrirmyndar og hafa gert það síðan.
Edwin segir að þar sem markaður-
inn segi æ oftar nei við ríkjandi fyr-
irkomulagi sé kominn tími á breyt-
ingar. Í fyrstu hafi fólk hrist höfuðið
þegar það heyrði af hugmyndum
hans, en eftir því sem hann hafi náð
að skýra málið betur hafi skilningur á
því aukist, ekki síst hjá þeim sem fara
með ákvarðanavald í íþróttinni.
„Stuðningsyfirlýsingin frá St. And-
rews er stór áfangi fyrir mig,“ segir
Edwin og bætir við að fyrir vikið
verði vinnan við að afla hugmyndinni
almenns fylgis mun auðveldari en áð-
ur. Erlendis sé mörgum golfvöllum
lokað af fyrrnefndum ástæðum og
íbúar mótmæli vegna þess að þeir ótt-
ast að grænu svæðin hverfi. Með hug-
arfarsbreytingu megi fækka brautum
um til dæmis þrjár til sex, allt eftir
því hvað henti hverju svæði. „Nýja
rýmið má þá nota fyrir almenna úti-
vist og úr verður blönduð leið sem
hentar öllum,“ segir Edwin.
Boðar breytta tíma
Vill frjálst val
um holufjölda á
golfvöllum
Morgunblaðið/RAX
Viðhorf Edwin Roald hélt erindi um nýja hugsun varðandi stærð golfvalla í Portúgal fyrir skömmu.
Fyrir skömmu veitti vefurinn
Green Planet Architects Edwin
Roald viðurkenningu og skipaði
honum á bekk á meðal 25
fremstu golfvallaarkitektastofa
heims á sviði umhverfisverndar
og sjálfbærni. Í hópnum eru
meðal annars stofur heims-
þekktra kylfinga á borð við Jack
Nicklaus, Arnold Palmer og Nick
Faldo.
Edwin segir alltaf gaman að fá
klapp á bakið og það hvetji sig
til frekari góðra verka. „Það er
ánægjulegt að áhrifamenn í
íþróttinni taki eftir því sem ég
geri,“ segir hann. Liður í kynn-
ingunni á breyttu viðhorfi sé að
ræða við helstu styrktarfyrirtæki
stóru atvinnumótaraðanna í
golfi og hvetja þau til þess að
halda mót á 10 til 17 holu velli.
„Með því að fá þessi fyrirtæki í
lið með mér opnast augu al-
mennings enn frekar,“ segir
hann, en nánari útskýringu á
hugmyndum Edwins má sjá á
vefsíðu hans (why18holes.com).
Í hópi með Nicklaus og Palmer
EDWIN MEÐAL UMHVERFISVÆNSTU GOLFVALLAHÖNNUÐA