Morgunblaðið - 14.03.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Til Skagastrandar
Áréttað skal að frystitogarinn Arnar
HU 1 kom á fimmtudag til Skaga-
strandar að lokinni góðri veiðiferð í
Barentshafið. Aflinn í túrnum var
1.200 tonn, mest þorskur. Rang-
hermt var í fréttinni að Arnar hefði
komið til Sauðárkróks.
Ekki á vegum RFF
Ranghermt var í myndatexta á for-
síðu Morgunblaðsins í gær, að tísku-
sýning í Vörðuskóla á fimmtudags-
kvöld hefði verið á vegum Reykjavík
fashion festival (RFF). Rétt er að
sýningin var í tengslum við Hönn-
unarMars, sem nú stendur yfir.
LEIÐRÉTT
Engjateigi 5 • Sími 581 2141
Glæsilegur sparifatnaður
í björtum litum
Stærðir
36–52
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Dömublússur
8.900 kr. Str. M-XXXL
Opið kl.10–16
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
U
M
H
VE
RF
ISV
I‹URKENNIN
G
2014
umhverfis- og
auðlindaráðuneytið Kuðungurinn 2014
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna
verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta
umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2014. Óskað er
eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni.
Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða
verið tilnefnd af öðrum.
Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar
en miðvikudaginn 1. apríl nk. merktar „Kuðungurinn“ á netfangið
postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið,
Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar er að finna á www.uar.is/kudungurinn.
Markmið sjóðsins er að auka almenna
þekkingu á íslenskri náttúru svo að
umgengni okkar og nýting á verðmætum
hennar geti í ríkari mæli einkennst af
virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast
við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru
landsins og efla með því gott hugarfar,
mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við
umhverfið.
Markmiði þessu verði náð með því að
styrkja verkefni sem fást við sköpun og
miðlun þekkingar um náttúruna í víðum
skilningi. Farvegurinn getur verið í gegnum
listir, hvers kyns fræði og vísindi.
Auglýst er eftir umsóknum um
styrki úr Náttúruverndarsjóði Pálma
Jónssonar. Skilafrestur er 15. apríl.
Heildarúthlutun á þessu ári nemur
allt að 25 milljónum króna.
Umsóknareyðublöð og allar nánari
upplýsingar má fá á vefsíðu
sjóðsins:
www.natturuverndarsjodur.is.
Umsóknir sendist sjóðnum í
Pósthólf 10, 550 Sauðárkróki.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
30-45%
AFSLÁTTUR
RÝMUM FYRIR NÝJU
AF ÖLLUM DÝNUM
14. MARS - 6. APRÍL
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur
staðfest ákvörðun Neytendastofu nr.
8/2014 þar sem komist var að þeirri
niðurstöðu að Íslandsbanki hefði
brotið gegn upplýsingaskyldu sinni
samkvæmt lögum um neytendalán.
Með úrskurði sínum staðfesti áfrýj-
unarnefndin þá ákvörðun Neytenda-
stofu að ekki hafi samræmst þágild-
andi lögum um neytendalán að miða
við 0% verðbólgu út lánstímann í upp-
lýsingum til neytenda þegar samn-
ingur var gerður. Í úrskurðinum var
vísað til dóms EFTA-dómstólsins í
máli E-27/13, þar sem komist var að
þeirri niðurstöðu að 0% verðbólguvið-
mið gefi ekki rétta mynd af þeim
kostnaði sem leiðir af verðtryggingu
og þar með heildarlántökukostnaði.
Áfrýjunarnefnd neytendamála hef-
ur ekki heimild til að kveða á um
hvernig fara skuli með endur-
greiðslur samningsins og verða því
aðilar að leysa það sín á milli með
samkomulagi, leita til úrskurðar-
nefndar í viðskiptum við fjármálafyr-
irtæki eða fela dómstólum að leysa
kröfunni.
Ólögmæti 0% verðbólgu-
áætlunar staðfest