Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 12
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Illugi Gunnarsson, menntamála- ráðherra, heimsótti grunnskóla í fæðingarbæ sínum, Siglufirði, nú í vikunni. Um leið þáði hann boð Baltasars Kormáks, sem er einn fjögurra leikstjóra þáttarað- arinnar, um að koma í heimsókn í tökusettið, en á Siglufirði standa nú yfir tökur á Ófærð, viðamestu framhaldsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi fyrir sjónvarp. Hinir leikstjórarnir eru þeir Bald- vin Z., Óskar Axelsson og Börkur Sigþórsson. „Við Baltasar höfðum rætt það að það gæti verið spennandi fyrir mig og koma og heimsækja töku- staði á Siglufirði, þegar færi gæf- ist. Nú gafst það og það var svo sannarlega þessi virði,“ sagði menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið, nýkominn að norð- an. Illugi segir að það hafi verið mjög fróðlegt, skemmtilegt og hreinlega ævintýralegt að sjá allt í „action“ hjá kvikmyndagerðarfólk- inu, og það hversu umfangsmikil starfsemi það er að gera svona þáttaröð og hversu mikill fjöldi starfsmanna kemur að verkefninu. Vaxandi hlutur skapandi greina „Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að hlutur skapandi greina hefur farið vaxandi í okkar efnahagsstarfsemi. Við sjáum það að sú umgjörð sem búin hefur ver- ið kvikmyndagerðinni hér á landi, svo dæmi sé nefnt, þar sem um er að ræða styrki úr Kvikmyndasjóði annars vegar og hins vegar endur- greiðslur á virðisaukaskattinum vegna kvikmyndagerðar, er aug- ljóslega að skila sér mjög vel. Þessi grein hefur verið að eflast mjög hér á landi á undanförnum árum, sem er gleðiefni,“ sagði Ill- ugi. Hann segir að nú sé í undirbún- ingi að endurnýja samkomulag og yfirlýsingu um áframhaldandi styrki til greinarinnar í gegnum Kvikmyndasjóð. Aðspurður hvort styrkirnir verði hækkaðir, sagði menntamálaráðherra: „Við byrjum á því að setjast niður og ræða þetta. Við höfum kallað eftir áætl- unum frá greininni sjálfri og í framhaldinu, einhvern tímann á næstu mánuðum, setjumst við yfir að formgera þetta. Menningarsaga og samtímaspegill  Menntamálaráðherra heimsótti kvikmyndafólk á tökustað Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Á tökustað Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og Baltasar Kormákur. Þetta verkefni hjá Baltasar og önnur slík verkefni færa okkur heim sanninn um það hversu mikil gróska og afl er í þessari grein. Mestu skiptir þó að þarna er verið að búa til menningarsögu þjóð- arinnar. Listamennirnir eru að búa til samtímaspegil, sem kom- andi kynslóðir geta virt fyrir sér. Í mínum augum skiptir það meira máli en krónurnar og aurarnir sem kringum veltuna verða til,“ sagði menntamálaráðherra. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum ekki mikið sjónvarpsfólk en maður vill geta horft á fréttir og veður. Við vissum af úrslitum Gettu betur í sjónvarpinu og krakkana langaði að horfa á þau. Við vitum ekki hverju við misstum af öðru en þeim,“ segir Guðrún Sigurjónsdótt- ir, bóndi á Glitsstöðum í Norðurár- dal í Borgarfirði. Vodafone slökkti fyrirvaralaust á sjónvarpssendinum sem þau voru stillt á. Þau svör feng- ust hjá Ríkisútvarpinu og Vodafone að aðrir sendar næðu til þessa svæð- is en fólk gæti þurft að snúa loftnet- um. Finnst þetta lélegt Tvö heimili eru á Glitsstöðum og hélt fólkið að eitthvað hefði bilað. Maður Guðrúnar hringdi í þjónustu- ver Vodafone til að tilkynna það en þar var honum tjáð að slökkt hefði verið á sendinum af því að svo fáir notuðu hann. Guðrún segir að sá sem svaraði hafi ekki verið tilbúinn að hjálpa þeim en sagt að þau yrðu að tala við menn á æðri stöðum. „Okkur finnst þetta lélegt. Fyrst það eru svona fáir notendur hefði mátt hafa samband við þá og láta vita af breyt- ingunni,“ segir Guðrún. Þegar rætt var við hana lágu eng- ar upplýsingar fyrir um hvort þau gætu náð sjónvarpsmerkinu annars staðar. Þau geta ekki bjargað sér með því að horfa á sjónvarp í tölvu því netsamband er lélegt. Sam- bandið frýs. „Maður gefst fljótlega upp á þungum síðum, eins og Fa- cebook, og reynir að bíða eftir betra sambandi. Það er þó hugsanlegt að það megi laga eitthvað hér innan- húss og erum við að vinna í því,“ seg- ir Guðrún. Fyrirtækin látin vita Samkvæmt upplýsingum Gunn- hildar Ástu Guðmundsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Vodafone, þótti óhætt að slökkva á sendinum við Rjúpnaás í Borgarfirði þar sem aðrir sendar þjónustuðu svæðið og hefðu gert um tíma. Hún segir að RÚV, 365 og Skjár- inn hafi verið upplýst um að slökkt yrði á sendinum. Erfitt geti verið að ná beint til notendanna því þeir geti notað sendana án þess að vera í beinu viðskiptasambandi, með myndlykla frá Vodafone. Hún tekur fram að boðaðar hafi verið breyting- ar þegar tilkynnt var að slökkt yrði á eldra dreifikerfi RÚV. Þó hefði ef til vill verið ástæða til ítrekunar í þessu tilviki. Tók Gunnhildur fram í svari sínu í fyrradag að í flestum tilvikum dygði að láta sjónvörpin leita að merkjum upp á nýtt. Í einstaka tilvikum þyrftu notendur að snúa loftnetum sínum. Hún sagði að Vodafone hefði haft milligöngu um að þjónustuaðili myndi aðstoða fólkið á Glitsstöðum. Guðrún á Glitsstöðum gat þess að sjö greiðendur útvarpsgjalds væru á Glitsstöðum, fimm einstaklingar og tvö einkahlutafélög. Útvarpshúsið Fimm gjaldendur á Glitsstöðum greiða útvarpsgjaldið, fimm einstaklingar og tvö félög. Þeir hafa ekki fengið mikla þjónustu fyrir það. Slökktu fyrir- varalaust á sjón- varpssendinum  Misstu af fréttum og Gettu betur þegar Vodafone slökkti á sendinum Morgunblaðið/Ómar Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Landsvirkjun auglýsir nú um helgina útboð á ráðgjafarþjónustu vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Búrfellsvirkjun. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og rennur frestur til að skila inn til- boðum út hinn 28. apríl næstkom- andi. Um er að ræða útboð á hönnun og gerð útboðsgagna vegna fram- kvæmda við 100 MW stækkun Búr- fellsvirkjunar ásamt lokahönnun og þjónustu á byggingatíma. Í kjölfar stækkunarinnar mun orkugeta afl- stöðvarinnar aukast um allt að 300 GW stundir á ári en í dag er nýting rennslisorku 86% af rennsli Þjórsár við Búrfell. Áætlað er að umfang verkefn- isins sé um 30 mannár eða 50.000 vinnu- stundir. Heild- arstofnkostaður framkvæmdar- innar er áætlaður um 14 milljarðar króna. Þá er áætlað að fram- kvæmdirnar geti hafist fyrri hluta árs 2016 og að stækkuð Búrfells- virkjun geti tekið til starfa árið 2018. Áformað er að staðsetja nýtt stöðv- arhús neðanjarðar í Sámsstaðaklifi og eru öll veitumannvirki ásamt inn- takslóni (Bjarnalóni) fyrir stækkun stöðvarinnar hluti af núverandi afl- stöð. Landsvirkjun undirbýr stækkunina á Búrfelli  Auglýsa útboð á ráðgjafarþjónustu Stækkun Vinna gæti hafist eftir ár. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, innborgun í VR varasjóð, lagabreytingar og ný reglugerð Vinnudeilusjóðs VR. Dagskráin og allar nánari upplýsingar á vr.is. Taktu þátt í baráttunni fyrir réttindum þínum! Miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 á Hilton Nordica

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.