Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 15

Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 15
ingar ekki, og lái þeim hver sem vill, og það vill ríkisstjórnin ekki. Þess vegna væri óheiðarlegt að viðhalda stöðu umsóknarríkis. Afstaðan er skýr: Við viljum ekki ganga í ESB og af því leiðir að við viljum ekki sækjast eftir því að ganga í ESB.“ Átti ekki að fara fyrir nefndina Spurður hvort leggja hefði átt bréfið fyrir utanríkismálanefnd seg- ist Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, ekki telja það. „Nei. Það er skylda ráðherra að eiga samráð við utanríkismálanefnd um meiriháttar ákvarðanir um utan- ríkismál. Bréfið sem utanríkis- ráðherra sendi er hins vegar stað- festing og ítrekun á stefnumörkun sem þegar hefur komið fram og birt- ist í því að engar aðildarviðræður hafa átt sér stað í tvö ár. Þess vegna er ekki hægt að líta svo á að um sé að ræða einhvers konar nýja stefnu- mótun. Öllum pólitískum viðræðum við ESB var hætt tímabundið í jan- úar 2013, ný ríkisstjórn staðfesti þá um vorið að hún hygðist ekki taka þær upp að nýju eins og ekkert hefði í skorist og haustið 2013 voru samn- inganefndir og samningahópar af beggja hálfu formlega leystir upp og þeir sem að þessum málum unnu færðir til annarra starfa. Það er veruleikinn í þessu máli.“ Afstaða Íslands verði skýrari Til hvers þá að gera þetta? „Ég held að utanríkisráðherra hafi svarað því á þann veg að hann hafi í framhaldi af samtölum sínum við fulltrúa Evrópusambandsins á ýmsum vettvangi talið eðlilegt að staða Íslands væri skýrð frá því sem áður var. Það er gert með þessu og í þessu felst meðal annars yfirlýsing um það að ríkisstjórnin telji að Ís- land eigi ekki að vera á lista yfir um- sóknarríki. Þannig að ég geri ráð fyrir að það hafi búið að baki þeirri ákvörðun ríkisstjórnar og ráðherra að senda þetta bréf. Hins vegar er innihald bréfsins og sú samþykkt sem ríkisstjórnin gerði hvað það varðar ekki ný stefnumörkun heldur í beinu og óslitnu framhaldi af þeirri stefnu sem hefur verið fylgt af hálfu þessarar ríkisstjórnar frá því að hún tók við völdum og hefur verið marg- oft rædd í þingi, á vettvangi utan- ríkismálanefndar og annars staðar.“ Er ekki kjarni málsins sá að það kemur ekkert nýtt fram í bréfinu um afstöðu ríkisstjórnarinnar til að- ildar? Það hefur legið fyrir að hún stefnir ekki að aðild? „Það er verið að skýra og skerpa á stöðunni eins og hún er.“ Er þessi hluti erindisins þá ekki tilefnislaus? „Því verður utanríkisáðherra að svara. En ég tel að það sé jákvætt að það sé ekki uppi neinn misskilningur um það hver staða okkar er í þessu sambandi og það er alveg ástæða til þess, finnst mér, að undirstrika að ríkisstjórnin hefur engin áform um að hefja eitthvert viðræðuferli að nýju. Í þessu felst fyrst og fremst staðfesting á þeim raunveruleika að umsóknin frá 2009 hefur verið dautt plagg um langt skeið.“ Hefði falið í sér nýja ályktun Sú ósk kemur fram í bréfinu að Ís- land hafi ekki lengur stöðu umsókn- arríkis. Úr því að ríkisstjórnin vill ekki hafa þá flokkun, hvers vegna er umsóknin ekki afturkölluð? „Það liggur fyrir að sú leið sem hefði falið í sér nýja ályktun Alþing- is, eins og rætt var á síðasta þingi, hefði að mínu mati verið fær. Hún hefði vissulega kostað mikil átök í þinginu og hugsanlega stöðvað þing- störfin með sama hætti og gerðist síðasta vor. Hins vegar held ég að það hafi verið mat ríkisstjórnarinnar að það væri réttara að skýra stöðuna gagnvart Evrópusambandinu án þess að fara í þann leiðangur aftur.“ Telurðu að hægt sé að hefja aðildarviðræðurnar á ný án þess að hefja allt ferlið sem síðasta ríkis- stjórn fór í gegnum? Hefur umsókn- in enn þá virka stöðu? Er út frá henni hægt að hefja viðræður aftur? „Ég held að það sé ekki unnt að svara þeirri spurningu með afdrátt- arlausum hætti nú hvaða kröfur Evrópusambandið gerir gagnvart þeim ríkjum sem banka þar upp á dyrnar. Það liggur ekki ljóst fyrir í tilvikum af þessu tagi, enda höfum við ekki fordæmi fyrir þeirri stöðu sem nú er uppi,“ segir Birgir Ár- mannsson. ESB-umsóknin – nokkrar af helstu dagsetningum 25. apríl 2009 Samfylkingin fær flest atkvæði í þingkosningum, 29,8%, en VG næst flest eða 21,7%. ESB-aðild var helsta kosningamál Samfylkingar en VG var á móti aðild. 2. nóv. 2009 Utanríkisráðherra felur Stefáni Hauki Jóhannessyni sendiherra að vera aðal- samningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum. 16. júlí 2009 Þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að ESB-samþykkt. 27. apríl 2013 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn fá flest atkvæði í þingkos- ningum. Þeir mynda svo ríkisstjórn. 12. mars 2015 Gunnar Bragi afhendir framkvæmdastjórn ESB bréf þar sem þess er óskað að Ísland verði ekki lengur umsóknarríki. 20. júní 2011 Rýnivinnu lýkur. 27. júní 2011 Efnislegar samningaviðræður hefjast. 15. nóv. 2010 Rýnivinna Íslands og ESB hefst. 28. maí 2009 Össur Skarphéðinsson, utan- ríkisráðherra, leggur fram þings- ályktunartillögu á Alþingi um að Ísland sæki um aðild að ESB. 11. nóv. 2009 Fyrsti fundur samninganefnda Íslands. 31. des. 2011 Jón Bjarnason hættir sem sjávarútvegsráðherra. Segir sér hafa verið bolað út vegna andstöðu sinnar við aðild. 13. júní 2013 Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra tilkynnir að aðildarviðræðum verði ekki haldið áfram í tið núverandi ríkisstjórnar. 16. júlí 2014 Jean-Claude Juncker, þá verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, boðar fimm ára hlé á stækkun sambandsins. 25. jan. 2012 Steingrímur J. Sigfússon, nýr sjávarútvegsráðherra, fundar með framkvæmdastjórn ESB í Brussel. Rætt er um áhrif makríldeilunnar á samningaferlið. 24. feb. 2014 Mótmæli á Austurvelli vegna þessarar tillögu. Stjórnmálaaflið Viðreisn fær byr í seglin. 23. júlí 2009 Utanríkisráðherra afhendir Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsókn Íslands um aðild að ESB. 2009 2010 2011 2012 2013 20152014 27. júlí 2010 Ísland hefur formlega aðildarviðræður við Evrópusambandið. 14. jan. 2013 Ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerir hlé á aðildarviðræðum, að kröfu VG sem vill ekki hafa málið opið í kosningabaráttunni. 18. feb. 2014 Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræðurnar birt. 18. feb. 2014 Gunnar Bragi leggur fram tillögu til þingsályktunar um að ESB- umsóknin verði dregin til baka. Reuters Í Brussel Einkennisfáni Evrópusambandsins blaktir við hún fyrir framan höfuðstöðvar sambandsins. Morgunblaðið/Ómar Alþingishúsið Enn er tekist á um ESB-umsóknina á Alþingi. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Total Result á 20% afslætti – á öllum Matrix sölustöðum landsins. Finndu okkur á „Matrix á íslandi“ Kjartan Kjartansson Baldur Arnarson Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Ís- lands, segir að þingsályktunin frá 2009 hafi falið í sér pólitísk fyr- irmæli til þáverandi ríkisstjórnar. Núverandi ríkisstjórn sé ekki laga- lega skuldbundin af henni. Hún segir einnig „fullkomlega óeðlilegt í ljósi þess hversu veiga- mikið þetta mál er og meiriháttar utanríkismál að það hafi ekki verið tilkynnt utanríkismálanefnd, sér- staklega um þessa tilteknu ákvörðun eða bréfaskipti ráðherra við ESB“. Almennt segir hún að fram- kvæmdavaldið fari með forræði á ut- anríkismálum og utanríkisráðherra fari með fyrirsvar Íslands gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðlegum stofn- unum. Þetta sé grundvallarregla í stjórnskipuninni. Einu reglur stjórn- arskrárinnar um afskipti af utanrík- ismálum séu að Alþingi þurfi að veita samþykki sitt fyrir því að utan- ríkisráðherra fullgildi tiltekna al- þjóðasamninga. Fyllilega bær til að koma fram „Í þessu máli er ekki um að ræða neina ákvörðun um aðild að þjóð- réttarskuldbindingum heldur fyrir- svar gagnvart alþjóðastofnun um stöðu samningaviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Utanríkis- ráðherra er fyllilega bær til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart alþjóðastofnun eins og ESB. Það hlýtur að líta á það sem svo að hann hafi þarna umboð. Það er líka ljóst að ríkisstjórnin situr í umboði þingsins. Að því leytinu til hefur utanríkisráðherra formlega heimild,“ segir Björg. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir það al- mennt gilda að ríkisstjórnir hafi sjálfdæmi um hvort þær fari eftir þingsályktunartillögum. Flestar varði minniháttar mál. „Hefðin er sú að ríkisstjórnir hafa getað hundsað þingsályktanir. Mér skilst hins vegar að staða þingsályktana sé formlega svolítið óskýr. Það gildir reyndar um sum stórmál á Íslandi, að menn hafa tekið ákvarðanir með þingsályktun- um,“ segir Ólafur og víkur svo að þingsályktunartillögunni frá 2009 og kröfum stjórnarandstöðu núna. Myndi kalla á nýja ályktun „Varðandi þetta tiltekna bréf þá gengur það hvorki gegn stjórnar- skrá né neinum okkar hefðum, að ríkisstjórnin ákveði að það skuld- bindi hana ekki til að halda áfram viðræðum, þótt þessi þingsályktun hafi verið samþykkt 2009,“ segir Ólafur. „En ef stjórnin vill formlega draga umsóknina til baka kallar það sennilega á nýja þingsályktun.“ Hann bendir á að fulltrúar ESB segi að sambandið líti svo á, að um- sóknin hafi ekki verið dregin til baka. Bréf Gunnars Braga hafi því fyrst og fremst táknræna þýðingu fyrir íslenska stjórnmálaumræðu. Það breyti engu um kjarna málsins. ESB-ályktunin er ekki skuldbindandi Ólafur Þ. Harðarson Björg Thorarensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.