Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Árni Björn Pálsson, sigurvegari
Meistaradeildar í hestaíþróttum á
síðasta ári, hefur tekið forystuna í
keppninni í ár. Sigraði hann í tölt-
keppninni í fyrrakvöld á Skímu frá
Kvistum.
Keppnin í tölti var spennandi.
Stóð hún einkum á milli Árna
Björns og Huldu Gústafsdóttur sem
reið Kiljan frá Holtsmúla 1. Ragnar
Tómasson og Sleipnir frá Árnanesi
unnu sig síðan upp með góðri
frammistöðu á greiða töltinu.
Niðurstaðan varð sú að Árni
Björn og Skíma fengu 8,33 stig og
sigruðu, Hulda og Kiljan urðu í
öðru sæti með einkunnina 8,22 og
Ragnar og Sleipnir fengu bronsið
með 8,17 stig.
Árni Björn leiðir einstaklings-
keppnina, er kominn með 35 stig.
Ísólfur Líndal Þórisson er í öðru
sæti með 30 stig. Næsta mót verður
laugardaginn 28. mars. Það er
skeiðmót, haldið utanhúss.
helgi@mbl.is
Árni Björn
efstur í
deildinni
Sigraði í tölti á
Skímu frá Kvistum
Ljósmynd/Jón Björnsson
Töltmeistari Árni Björn Pálsson
keppir á Skímu frá Kvistum.
Félagið BBF 2014 ehf., sem áður hét
Brim fiskeldi ehf., hefur verið tekið
til gjaldþrotaskipta samkvæmt úr-
skurði Héraðsdóms Reykjavíkur.
Skiptastjóri hefur skorað á alla sem
telja til skulda eða annarra réttinda
á hendur búinu að lýsa kröfum sín-
um innan tveggja mánaða.
Brim fiskeldi ehf. var stofnað á
árinu 2003 utan um þorskeldisrann-
sóknir sem Útgerðarfélag Akureyr-
inga hóf í Eyjafirði í maí 2001. Félag-
ið var meðal stærstu fyrirtækja í að
fanga þorsk til áframeldis og átti
hlut í seiðaeldisstöð Nauteyrar við
Ísafjarðardjúp sem framleiddi
þorskseiði fyrir sjókvíaeldið.
Draumur um þorskeldi
Það tók þátt í fjölda verkefna í
þorskeldi í samvinnu við önnur fyr-
irtæki og stofnanir. Það var með
áform um að þróa stórfellt þorskeldi
og eldi annarra tegunda. Það aflaði
sér starfs- og rekstrarleyfis fyrir
1200 tonna ársframleiðslu á svæðum
í Eyjafirði og rekstrarleyfi fyrir 1000
tonnum í Rauðuvík.
Það þróunarstarf í þorskeldi sem
nokkur fyrirtæki hafa stundað hér
við land hefur ekki leitt til arðbærs
eldis. Einkum hefur verið rekið
áframeldi á smáþorski sem fangaður
hefur verið. Úr því hefur þó dregið
smám saman vegna lítillar arðsemi.
Þegar Brim hætti starfsemi, á árinu
2009, voru 4-5 starfsmenn í stöðinni.
Skiptastjóri hefur boðað til skipta-
fundar 25. maí nk. helgi@mbl.is
Fiskeldi Brims gjaldþrota
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þorskeldi Talsverð drift var í eldi á þorski í nokkur ár.
Þorskeldið gekk ekki upp Starfsemi hætt 2009
Rúta með sautján farþegum fauk
út af þjóðveginum undir Hafnar-
fjalli klukkan 14:20 í gær. Betur
fór en á horfðist og urðu engin
slys á fólki. Rútan var á leið norð-
ur. Bálhvasst var á svæðinu og
ekkert ferðaveður.
Farþegarnir sautján voru stuttu
síðar fluttir á brott en rútan sjálf
var skilin eftir. Björgunarsveitar-
menn ferjuðu fólkið til Borg-
arness. Ákvað Vegagerðin í kjöl-
farið að loka fyrir alla umferð
undir Hafnarfjalli um tíma en
opnað var aftur síðdegis. Önnur
rúta fauk út af veginum rétt við
Akranes, til móts við Höfðasel,
rétt fyrir klukkan tvö í gær. Öku-
maður var einn í rútunni og var
hann fluttur til aðhlynningar á
sjúkrahúsið á Akranesi, að sögn
lögreglu.
Rútur fuku út
af veginum í
rokinu í gær
Harpa Ólafsdóttir, formaður Þorsteinn Víglundsson, varaformaður
Árni Bjarnason Birna Ósk Einarsdóttir
Elínbjörg Magnúsdóttir Hjörtur Gíslason
Konráð Alfreðsson Þórunn Liv Kvaran
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Árni Guðmundsson
Gildi - lífeyrissjóður
Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
lífeyrissjóður
Efnahagsreikningur: 31.12.2014 31.12.2013
Verðbréf með breytilegum tekjum 165.575 130.262
Verðbréf með föstum tekjum 184.275 168.855
Veðskuldabréf 15.771 15.271
Bankainnstæður 4.018 19.157
Kröfur 1.507 1.829
Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 427 329
Skuldir - 234 - 1.380
Hrein eign til greiðslu lífeyris 371.338 334.324
Breytingar á hreinni eign: 2014 2013
Iðgjöld 14.060 13.624
Lífeyrir - 11.336 - 10.211
Framlag ríkisins vegna örorku 1.107 986
Fjárfestingartekjur 33.786 28.256
Fjárfestingargjöld - 230 - 223
Rekstrarkostnaður - 428 - 416
Aðrar tekjur 55 49
Hækkun á hreinni eign á árinu 37.014 32.066
Hrein eign frá fyrra ári 334.324 302.258
Hrein eign til greiðslu lífeyris 371.338 334.323
Kennitölur: 2014 2013
Hrein nafnávöxtun 9,9% 9,1%
Raunávöxtun 8,9% 5,5%
Hrein raunávöxtun 8,8% 5,3%
Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 5,0% 2,9%
Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 2,0% 2,5%
Eign umfram áfallnar skuldbindingar (%) 1,7% - 2,6%
Eign umfram heildarskuldbindingar (%) - 0,9% - 3,5%
Fjöldi sjóðfélaga 28.073 26.772
Fjöldi launagreiðenda 4.369 4.330
Fjöldi lífeyrisþega 18.189 17.110
(Allar fjárhæðir í milljónum króna)
Stjórn sjóðsins:
Samruni Gildis og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga
Afkoma
Séreign
Hrein nafnávöxtun séreignardeildar sjóðsins var þannig: Framtíðarsýn I skilaði 7,4% ávöxtun, Framtíðarsýn
II skilaði 6,5% og Framtíðarsýn III, sem er verðtryggður innlánsreikningur, skilaði 2,5%. Hrein raunávöxtun
var á sama tíma 6,3%, 5,5% og 1,5%. Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild námu samtals 164 milljónum króna
á árinu. Hrein eign séreignardeildar í árslok 2014 var 3.073 m.kr. og hækkaði um 130 m.kr. frá fyrra ári.
Hrein raunávöxtun 8,8%
Starfsemi á árinu 2014
Hrein nafnávöxtun samtryggingadeildar sjóðsins á árinu 2014 var 9,9% sem jafngildir 8,8% hreinni
raunávöxtun. Ávöxtun innlendra hlutabréfa var 15,8% og erlend hlutabréf hækkuðu um 15,0% í krónum.
Erlend hlutabréf sjóðsins samanstanda af skráðum verðbréfum og óskráðum fjárfestingarsjóðum.
Raunávöxtun skuldabréfa var 4,7%. Hrein eign samtryggingadeildar í árslok 2014 var 368,3 milljarðar
króna og hækkaði um 36,9 milljarða frá fyrra ári. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt eru
heildarskuldbindingar sjóðsins 0,9% umfram eignir í árslok 2014.
Eignir sjóðsins skiptast þannig: Innlend ríkistryggð skuldabréf eru 37,4%, erlend hlutabréf 26,8%, innlend
hlutabréf 16,5%, veðskuldabréf 4,3%, önnur skuldabréf 13,2%, innlán 0,9% og erlendir fasteignasjóðir 0,8%.
Ársfundur 2015
Í lok árs 2014 var samþykktur samruni Gildis-lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og tók Gildi við
öllum eignum og skuldbindingum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 1. janúar 2015.
Ársfundur sjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 15. apríl n.k. kl. 17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá
fundarins verður auglýst síðar. Sjóðfélagafundur verður haldinn á Ísafirði 17. apríl.