Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 22
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Samanlagður hagnaður Glitnis og
Kaupþings þrefaldaðist á milli ára,
hann nam 253,4 milljörðum króna á
síðasta ári í samanburði við 79,1
milljarð árið á undan. Eignir slitabú-
anna jukust samtals um 55 milljarða
króna, eignir Glitnis jukust um 34
milljarða króna og Kaupþings um 22
milljarða króna.
Rekstrarkostnaður beggja búanna
var samtals 12,2 milljarðar króna.
Stærstur hluti af rekstrarkostnaði
fór í greiðslur til sérfræðinga og lög-
fræðinga. Samtals námu þær
greiðslur 5,8 milljörðum króna.
Þóknanir til slitastjórna beggja bú-
anna voru 388 milljónir króna sam-
tals. Launakostnaður nam tæplega
1,9 milljörðum króna en í Kaupþingi
störfuðu 50 starfsmenn og í Glitni 23
starfsmenn.
Eignir Glitnis
upp um 24 milljarða
Hagnaður slitabús Glitnis fyrir
skatta nam 164,4 milljörðum króna á
síðasta ári, samanborið við 31,2 millj-
arða á árinu 2013. Eignir búsins juk-
ust um tæpa 34 milljarða króna og
fóru í 960,2 milljarða króna úr 926,3
milljörðum árið á undan. Íslenskar
eignir námu 352,3 milljörðum króna
og erlendar eignir voru 610,4 millj-
arðar króna.
Stjórnunarkostnaður vegna búsins
nam 7,2 milljörðum króna og jókst
um rúmlega 2,2 milljarða á milli ára.
Munar þar mest um virðisaukaskatt
sem búið greiddi í kjölfar úrskurðar
sem yfirskattanefnd kvað upp í
tengslum við erlenda ráðgjafaþjón-
ustu. Skattgreiðsla vegna þess úr-
skurðar nam tæpum 2,5 milljörðum.
Erlend ráðgjafarþjónusta sem
slitastjórnin keypti nam 1,9 milljörð-
um króna en þar er um að ræða lög-
fræðiráðgjöf og aðra þjónustu utan-
aðkomandi sérfræðinga. Slitabúið
keypti ráðgjafarþjónustu hérlendis
fyrir liðlega 1,2 milljarða en þar af
nam lögfræðiþjónusta 388 milljón-
um.
Slitastjórnin, sem skipuð er þeim
Steinunni H. Guðbjartsdóttur og Páli
Eiríkssyni, fékk greiddar 190 millj-
ónir vegna starfsársins 2014 og
hækkaði þóknun slitastjórnar um 6
milljónir milli ára. Starfsfólk slita-
stjórnarinnar fékk samtals greiddar
652 milljónir í laun á árinu en starfs-
mennirnir voru að meðaltali 23 á
liðnu ári. Auk þess keypti Glitnir
þjónustu frá Íslandsbanka fyrir 275
milljónir. Framkvæmdastjóri Glitn-
is, Kristján Óskarsson, fékk 46 millj-
ónir í laun á árinu.
Eignir Kaupþings 800 milljarðar
Kaupþing skilaði 89,2 milljörðum í
hagnað fyrir skatta sem var 86%
hærri en árið á undan. Eignir Kaup-
þings jukust um 21,7 milljarða króna
og námu 799,8 milljörðum króna í
árslok. Heildareignir Kaupþings í er-
lendum myntum eru metnar á 641,8
milljarða króna en eignir í íslenskum
krónum eru metnar á 158 milljarða.
Heildarrekstrarkostnaður Kaup-
þings nam 5 milljörðum króna og
lækkaði um 100 milljónir frá fyrra
ári. Þóknanir til sérfræðinga og lög-
fræðinga er stærsti hluti rekstrar-
kostnaðarins, eða tæplega 2,7 millj-
arðar króna, og hækkaði um 8,7%
milli ára. Þóknanir til slitastjórnar
námu 198 milljónum króna í sam-
anburði við 264 milljónir árið á und-
an en í slitastjórn eru þau Feldís L.
Óskarsdóttir, Jóhannes Rúnar Jó-
hannsson og Theodór S. Sigur-
bergsson. Laun og launatengd gjöld
voru 1,2 milljarðar króna og lækk-
uðu um 6,5% milli ára en starfs-
mönnum fækkaði um 6 og voru í árs-
lok 50.
Eignir Glitnis og Kaupþings
jukust um 55 milljarða
Morgunblaðið/Kristinn
Kröfuhafafundur Slitastjórn Glitnis fékk greiddar 190 milljónir á síðasta ári og slitastjórn Kaupþings fékk 198
milljónir en þá síðarnefndu skipa Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Theodór Sigurbergsson og Feldís L. Óskarsdóttir.
Þóknanir til slitastjórna 388 milljónir Samanlagðar eignir 1.760 milljarðar
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
!"#$
"#
$!
%#
#
$#
#
%%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$$$
!"$
""
##
%"#
#"
%$
"
#$
!
!"#
"
%
%"$#
#"$
$$
#
"#
%
!"#! !
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Greiningardeildir bankanna spá 0,6%-
0,9% hækkun vísitölu neysluverðs í
mars sem samsvarar 1,2% til 1,4% árs-
verðbólgu. Verðbólgan er nú 0,8% en
Hagstofan birtir vísitölumælingu fyrir
mars á föstudaginn kemur.
Arion banki spáir 0,6% hækkun vísi-
tölunnar og Landsbankinn 0,7% hækk-
un. Íslandsbanki spáir vísitölunni upp um
0,9% sem samsvarar 1,4% verðbólgu
undanfarna 12 mánuði. Vegna útsöluloka
mun fatnaður og skór væntanlega hafa
umtalsverð áhrif til hækkunar, auk þess
sem eldsneyti hefur farið hækkandi.
Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum
í matarverði milli mánaða.
Greiningardeildir spá
meiri verðbólgu í mars
● Árið 2013 nam kostnaður ríkissjóðs
vegna allra ferða erlendis rétt um 900
milljónum króna. Innifalið í þeirri fjár-
hæð er kostnaður við flug til og frá
landinu, tengiflug erlendis, auk allra
ferða með lestum, rútum, skipum og
ferjum. Í tilkynningu sem fjármála- og
efnahagsráðuneytið sendi frá sér vegna
þessa kostnaðar segir að í tölunum sé
tekinn saman kostnaður vegna erlendra
samskipta og sá sem tengist því þegar
íslenskir ríkisborgarar þurfi að leita sér
læknisþjónustu erlendis.
Ferðakostnaður ríkisins
900 milljónir á liðnu ári
STUTTAR FRÉTTIR ...
ORF Líftækni, Carbon Recycling
International (CRI) og Kerecis hafa
verið tilnefnd til Íslensku þekking-
arverðlaunanna. Það er Félag við-
skiptafræðinga og hagfræðinga
(FVH) sem stendur fyrir valinu og
að þessu sinni er verðlaunað fyrir
verðmætasköpun með óhefðbund-
inni nýtingu auðlinda.
ORF Líftækni framleiðir meðal
annars húðvörur úr próteini sem
unnið er úr erfðabreyttu byggi auk
þess að nýta byggið til líf- og lækn-
isfræðirannsókna. CRI sem rekur
verksmiðju í Svartsengi nýtir koltví-
sýringsútblástur frá jarðvarmavirkj-
un og breytir honum í endurnýjan-
legt metanól sem blanda má við
bensín til notkunar sem eldsneyti í
samgöngum. Kerecis framleiðir á
Ísafirði og markaðssetur erlendis
lækningavörur til sárameðferða sem
unnar eru úr þorskroði.
Það voru félagsmenn FVH og
dómnefnd skipuð sérfræðingum úr
íslensku viðskiptalífi sem völdu fyr-
irtækin en við valið var haft til hlið-
sjónar hvernig fyrirtækin þrjú hafa í
krafti nýsköpunar fundið og þróað
leiðir til að bæta nýtingu á auðlind-
um landsins með því að búa til nýjar
afurðir úr efnivið sem fellur til við
hefðbundna nýtingu.
Verðlaunin verða afhent á Ís-
lenska þekkingardeginum sem hald-
in verður á Grand hótel 20. mars
næstkomandi samhliða ráðstefnu
þar sem fjallað verður um nýsköpun
í auðlindanýtingu.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, er verndari Íslenska
þekkingardagsins og mun afhenda
verðlaunin.
Bygg ORF Líftækni er tilnefnt til
Íslensku þekkingarverðlaunanna.
Kerecis, ORF og
CRI fá tilnefningu
Óhefðbundin
nýting auðlinda
verðlaunuð
Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur
Mikið úrval af gjafavöru
fyrir dömur og herra
· Töskur
· Hanskar
· Seðlaveski
· Ferðatöskur
· Tölvutöskur
· Belti
· Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Léttar
ferðatöskur
Kortaveski úr leðri
frá kr. 4.800. Nafngylling kr. 1100.
Tru virtu
ál kortahulstur.
Kr. 7200 Kemur í veg fyrir
skönnun á kortaupplýsingum.
Skartgripaskrín-
Lífstíðareign
Sjá ítarlegar
upplýsingar á
www.drangey.is