Morgunblaðið - 14.03.2015, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is
FRÁBÆR
T
VERÐ
Nýjar vörur
frá H-Berg
Túrmerikdrykkur Möndlumjólk
Íslensk framleiðsla
Herzliya. AFP. | Benjamin Netan-
yahu varð fyrir þeim álögum að
hann skyldi vera forsætisráðherra
til eilífðarnóns og gæti ekki losnað
úr þeim nema hann ylli landi sínu
þungum búsifjum og yrði versti leið-
togi sögunnar.
Þetta er leyndardómurinn á bak
við pólitískt langlífi forsætisráð-
herrans eins og honum er lýst í vin-
sælustu skopþáttum í ísraelsku sjón-
varpi í aðdraganda þingkosninga
sem fara fram á þriðjudaginn kem-
ur. Netanyahu reynir þá að halda
völdunum þriðja kjörtímabilið í röð.
Hann er 65 ára, haslaði sér völl í
stjórnmálunum árið 1990 og var
fyrst forsætisráðherra á árunum
1996 til 1999. Haldi hann velli í kosn-
ingunum verður hann þaulsætnasti
forsætisráðherrann í sögu Ísraels á
eftir þeim fyrsta, David Ben Gurion,
sem gegndi embættinu á árunum
1948-1954 og 1955-1963.
Spaugþættirnir Eretz Nehederet,
eða Yndislegt land, hafa verið sýndir
í tæp tólf ár og veitt áhorfendunum
kærkomið tækifæri til að hlæja að
ísraelskum stjórnmálum sem fá oft á
sig drungalegan blæ. Í aðdraganda
kosninganna hefur athyglin einkum
beinst að „Bibi“ Netanyahu. „Því
fylgir mikil ábyrgð að leika forsætis-
ráðherrann,“ segir Mariano Idelman
sem leikur Netanyahu. „Ég þarf að
bera virðingu fyrir honum. Hand-
ritshöfundarnir þurfa það ekki eins
mikið.“
Forsætisráðherrann er þó ekki
eini stjórnmálamaðurinn sem hafður
er að skotspæni í skopþáttunum.
„Þeir eru allir skotspænir okkar.
Hvort sem þeir eru vinstrimenn eða
hægrimenn eirum við engum
þeirra,“ segir leikkona Shani Cohen,
sem leikur Tzipi Livni, en hún er ein
af forystumönnum Síonista-
sambandsins, bandalags miðju- og
vinstrimanna.
Þegar þættirnir eru teknir upp í
Tel Aviv safnast hundruð manna
saman fyrir utan myndverið til að
taka myndir af sér með leikurunum.
Eyal Kitsin, umsjónarmaður og
kynnir þáttanna, segir að vinsældir
þeirra megi fyrst og fremst rekja til
þess að þeir líkist raunveruleik-
anum. Kitsin er í hlutverki spyrils
sem er alvarlegur í bragði, ólíkt
„stjórnmálamönnunum“ sem svara
með farsakenndum hætti. „Við erum
tekin mjög alvarlega, fólk horfir á
þættina eins og þeir væru frétta-
þættir,“ segir hann.
Herma eftir leikurunum
Framleiðendur Eretz Nehederet
segja að nær 30% Ísraela hafi horft á
fyrsta þáttinn í nýjustu þáttaröðinni,
miklu fleiri en á venjulega sjón-
varpsþætti um stjórnmál. Skopþætt-
irnir eru orðnir svo vinsælir að
stjórnmálaforingjarnir eru farnir að
birta sjónvarpsauglýsingar þar sem
þeir herma eftir þeim sem leika þá.
Aðalframleiðandi þáttanna, Muli
Segev, segir að sér lítist vel á sjálfs-
háð stjórnmálaforingjanna en
kveðst ekki hafa áhyggjur af sam-
keppninni. „Við höfum engar
áhyggjur, við erum enn betri en
þeir,“ segir Segev. „Í fyrsta lagi er-
um við fyndnari. Samt megum við
ekki gleyma því að hlutverk þeirra
er fyrst og fremst að stjórna land-
inu. Ólíkt okkur hafa þeir ekki gegnt
hlutverki sínu síðustu árin.“
Ekkert er heilagt í myndverinu og
í sviðsmyndinni er meðal annars
eftirlíking af múrnum sem aðskilur
Ísrael og Vesturbakkann, varnar-
flaugar úr plasti og skopmynd af
smyglgöngum á Gaza. „Við lítum á
Ísrael sem bólu sem reynir að lifa
rólegu lífi í róstusömum heimshluta
með því að fela sig fyrir Palestínu-
mönnum á bak við múr og fyrir Ha-
mas undir Járnhvelfingu,“ segir
Segev. „Þetta er það sem okkar
yndislega land snýst um.“
Allir hafðir að skotspæni í skopinu
Engum stjórnmálaforingja eirt og ekkert er heilagt í vinsælum skopþáttum í Ísrael í aðdraganda
þingkosninga Sumir skotspónanna brugðu á það ráð að hæðast að sjálfum sér í kosningabaráttunni
AFP
Yndislegt land Leikarar sem leika Benjamin Netanyahu forsætisráðherra (t.v.), Naftali Bennett, leiðtoga hægri-
flokksins Heimili gyðinga, palestínsku þingkonuna Hanin Zuabi og Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna.
Síonistasambandið
með forskot
» Síðustu skoðanakannanir
fyrir þingkosningarnar í Ísrael
benda til þess að Síonista-
sambandið fái mest fylgi.
» Í könnun blaðsins Yediot Ah-
aronot er Síonistasambandinu
spáð 26 þingsætum af 120.
Likud-flokknum, undir forystu
Benjamins Netanyahus, er
spáð 22 sætum.
» Síonistasambandið er
bandalag Verkamannaflokks-
ins og miðflokksins Ha Tnuah
sem er undir forystu Tzipi
Livni, fyrrverandi dómsmála-
og utanríkisráðherra.