Morgunblaðið - 14.03.2015, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Áritun Myndbandið við lagið „Unbroken“ í flutningi Maríu Ólafsdóttur var frumsýnt í gær. Af því tilefni var hópurinn sem fer fyrir hönd Íslands í Eurovision kynntur, og veitti einnig áritun.
Golli
Utanríkisráðherrar
Arababandalagsríkj-
anna koma nú saman
til fundar í Kaíró í
Egyptalandi. Heið-
ursgestur fundarins,
Margot Wallström, ut-
anríkisráðherra Sví-
þjóðar, hefur fengið
þau skilaboð að hún
fái ekki að ávarpa
fundinn. Að sögn
Wallström beittu Sádi-Arabar sér
gegn því að fundarmenn fengju að
hlýða á hana. Þegar Wallström
leitaði skýringa á afstöðu Sádi-
Araba fékk hún þau svör að Svíar
hefðu gagnrýnt mannréttindabrot
þeirra. Frú Wallst-
röm kom ekki til hug-
ar að skýringarinnar
væri að leita í því að
hún væri kona.
Líf kýs að líta und-
an
Ekki eru nema
nokkrir dagar síðan
sendiherra Sádi-
Araba á Íslandi lýsti
því yfir að yfirvöld í
Sádi-Arabíu hygðust
veita fjárstuðning til
byggingar mosku fyrir Félag
múslima á Íslandi. Sverrir Agn-
arsson, formaður félagsins, gerði
lítið úr því þótt mannréttindabrot
ættu sér stað í Sádi-Arabíu. Ef
styrknum fylgdu engin skilyrði
myndi félagið taka við honum. Af
þessu tilefni lét Líf Magneudóttir,
formaður mannréttindaráðs, hafa
eftir sér að hún treysti dómgreind
múslima á Íslandi til að fara eftir
lögum og brjóta ekki á mannrétt-
indum fólks. Með þessu hefur Líf
kosið að líta undan. Enda þótt for-
maður Félags múslima á Íslandi
geri lítið úr mannréttindabrotum
Sáda, er augljóst að Reykjavík-
urborg getur ekki gert hið sama.
Með yfirlýsingu sinni gerir Líf lítið
úr andlegri og líkamlegri kúgun
íbúa í Sádi-Arabíu. Spurningin er
ekki hvort múslimum hér á landi
sé treystandi, heldur hvort íslensk-
ir aðilar, þar á meðal trúfélög, eigi
að taka við styrkjum frá ríki sem
er þekkt að mannréttindabrotum.
Fjárstuðningur framar
mannréttindum
Mörgum er í fersku minni þegar
sádiarabíski bloggarinn Raif
Badwani var á síðasta ári dæmdur
í tíu ára fangelsi og til að sæta eitt
þúsund svipuhöggum fyrir að fjalla
á gagnrýninn hátt um íslamstrú.
Hér á landi er refsing fyrir slíkt
brot brottvísun úr mannréttinda-
ráði. Hvað sem því líður þarf þó
enginn að velkjast í vafa um að
Sádi-Arabar veita engan afslátt í
trúmálum.
Afstaða Sádi-Araba til frú Wall-
ström hefur orðið til þess að ýta
við sænskum jafnaðarmönnum.
Margir þeirra krefjast þess nú að
Svíar hætti við að endurnýja
vopnasölusamning sinn við Sáda.
Fjárhagslegir hagsmunir og mann-
réttindi eru lögð á vogarskálarnar.
Hagsmunamat af slíkum toga
flækist hins vegar ekki fyrir Líf
Magneudóttur. Hjá formanni
mannréttindaráðs ræður fjárstuðn-
ingur Sáda meiru en mannrétt-
indin.
Eftir Gústaf
Níelsson »Enda þótt formaður
Félags múslima á
Íslandi geri lítið úr
mannréttindabrotum
Sáda er augljóst að
Reykjavíkurborg getur
ekki gert hið sama.
Gústaf Níelsson
Höfundur er sagnfræðingur.
Formaður mannréttindaráðs lítur undan
12. mars verður ef-
laust lengi minnst í
stjórnmálasögu lands
okkar sem dagsins þeg-
ar ljóst var að þjóðin
hefði með ríkisstjórn-
arsamþykkt verið losuð
úr viðjum aðildarum-
sóknar að Evrópusam-
bandinu. Alltof lengi
hafði það dregist að
stjórnvöld byndu endi á
þann hráskinnaleik sem settur var á
svið í kjölfar hrunsins 2008.
Tveir flokkar með andstæða
stefnu um aðild að Evrópusamband-
inu sammæltust um ríkisstjórn vorið
2009, sem með naumum meirihluta
knúði fram samþykkt á Alþingi um
„að fela ríkisstjórninni að leggja inn
umsókn um aðild Ís-
lands að ESB og að
loknum viðræðum við
sambandið verði hald-
in þjóðaratkvæða-
greiðsla um vænt-
anlegan
aðildarsamning“.
Hvor flokkurinn um
sig, VG og Samfylk-
ingin, áskildi sér rétt
til að hætta þessu ferli
hvenær sem væri.
Í aðdraganda þess-
arar samþykktar
felldu þingmenn sömu flokka í júlí
2009 tillögu á Alþingi um að gengið
skyldi fyrirfram til þjóðaratkvæðis
um hvort sækja ætti um aðild. Um
aðildarferlið sjálft voru hafðar uppi
grófar blekkingar sem komu í ljós
stig af stigi í viðræðuferlinu við
ESB.
Eftir þriggja ára formlegar samn-
ingaviðræður við Evrópusambandið
2010-2012 ákvað fyrrverandi rík-
isstjórn að stöðva frekari aðildar-
viðræður í aðdraganda alþingiskosn-
inganna vorið 2013. Í þeim
kosningum töpuðu báðir stjórn-
arflokkarnir miklu fylgi og við tók
ríkisstjórn flokka sem lýst höfðu fyr-
ir kosningar andstöðu við ESB-
aðild.
Í stjórnarsáttmála núverandi
ríkisstjórnar vorið 2013 var bókað að
hlé yrði gert á aðildarviðræðum og
úttekt gerð á stöðu viðræðna. Ekki
yrði haldið lengra í aðildarviðræðum
nema að undangenginni þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Í febrúar 2014 lagði
utanríkisráðherra fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar fram þingsályktun-
artillögu þar sem ríkisstjórninni er
falið að draga til baka umsókn Ís-
lands um aðild að ESB. Ekki yrði
sótt um aðild á nýjan leik nema að
undangenginni þjóðaratkvæða-
greiðslu um hvort Ísland stefni að
aðild að Evrópusambandinu.
Þessari tillögu var af stjórnarand-
stöðunni mætt á Alþingi með
löngum og sögulegum tilburðum
sem urðu til að stöðva framgang til-
lögunnar þannig að ekki reyndi á
þingviljann í málinu. Þó virtist ljóst
að fyrir tillögunni væri öruggur
meirihluti. Það kemur því einkenni-
lega fyrir sjónir þegar formaður
Samfylkingarinnar gagnrýnir nú að
málið sé ekki til lykta leitt á Alþingi.
Ætla verður að sá meirihluti
landsmanna sem um árabil hefur
lýst sig andvígan aðild að Evrópu-
sambandinu fagni því að endi sé loks
bundinn á þetta öfugsnúna umsókn-
arferli. Sama gildir væntanlega um
þingmenn flokka eins og VG, sem
hefur þrátt fyrir allt sem á undan er
gengið, enn á stefnuskrá sinni að
hag Íslands sé best borgið utan
ESB. Með tilkynningu ríkisstjórn-
arinnar er stigið réttmætt og mik-
ilvægt skref, en síðan er það allra
réttur að reyna að vinna annarri
stefnu fylgi í framtíðinni.
Eftir Hjörleif
Guttormsson »Ætla verður að
meirihluti lands-
manna sem um árabil
hefur lýst sig andvígan
aðild að ESB fagni því
að endi sé loks bundinn
á þetta öfugsnúna ferli.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Ísland skorið niður úr ESB-snörunni