Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 EITTHVAÐ FYRIR ALLA Kirkjulundi 17 / 210 Garðabæ Sími 557 4848 / www.nitro.is Þar sem ævintýrið byrjarZnen F22 QT-32 Fjórgengis 50cc vespa sem nær 25 km. hraða. Ekkert próf, engar tryggingar. Má aka á göngustígum. ZTECH Classic Rafmagnsvespa sem nær 25 km. hraða. Ekkert próf, engar tryggingar. Má aka á göngustígum. Znen Wacky QT-25 Létt bifhjólapróf / bílpróf. Znen Sun QT-11 Létt bifhjólapróf / bílpróf. Kr. 210.000,- Kr. 149.000,- Kr. 220.000,- Kr. 195.000,- Kr. 1.999.000,-Kr. 2.599.000,- CFORCE 600 CF500-2A Kr. 1.459.000,- Kr. 1.249.000,- CFORCE 800 Götuskráð, tveggja manna, fjórhjóladrif, rafmagnsstýri, gasdemparar, armafjörðun, spil, dráttarkúla, sætisbak, innspýting, álfelgur ofl. UFORCE 800 Götuskráður, tveggja manna, fjórhjóladrif, rafmagnsstýri, sturtupallur, spil, dráttarkúla, armafjörðun, bein innspýting, diskabremsur ofl. Tilvalin fermingargjöf! Tilvalin fermingargjöf! Væntanleg 25. mars Væntanleg 25. mars Hjörvar Steinn Grétarssonvann Zhansaya Abd-umalik frá Kasakstan ífjórðu umferð Reykja- víkurskákmótsins á fimmtudags- kvöldið og var með fullt hús vinninga ásamt fimm öðrum fyrir fimmtu um- ferð sem fram fór í gærkvöldi. Hann átti að tefla við Aserann Shakriyar Mamedyarov í toppslag umferðar- innar. Íslensku skákmennirnir hafa margir hverjir staðið sig prýðilega þó enginn eins vel og Jón Viktor Gunn- arsson sem hafði hlotið 3 ½ vinning úr fjórum skákum eftir sigur á Gawain Jones á fimmtudagskvöldið. Hann gerði jafntefli við næststigahæsta keppanda mótsins, Tékkann David Navara, sem mátti berjast fyrir jafn- tefli peði undir í erfiðu hróks- endatafli. Með 3 vinninga af fjórum voru með- al annarra Hannes Hlífar Stefánsson, Einar Hjalti Jensson, Guðmundur Kjartansson, Henrik Danielsen, Einar Valdimarsson og Þröstur Þórhallsson. Athygli vekur einnig frammistaða hins unga Jóns Kristins Þorgeirssonar sem er með 2 ½ vinnning eftir jafntefli við indverska stórmeistarann Sahaj Gro- ver í 4. umferð. Í þeirri umferð var heldur meira jafnræði með kepp- endum en í þeim fyrstu og margar stórskemmtilegar baráttuskákir sáu dagsins ljós. Mikla athygli vakti skák Héðins Steingrímssonar við Aserann Shakriyar Mamedyarov en Mamedya- rov hafði sigur eftir að hafa náð að snúa á Héðin í miðtaflinu. Jón Viktor Gunnarsson dróst á móti Svíanum Nils Grandelius í um- ferð gærdagsins. Það vita flestir að hann á heilmikið inni og gæti hæg- lega nælt sér í áfanga að stórmeis- tatatitli ef svo heldur fram sem horf- ir. Hann fann glæsilega vinningsleið gegn Gawain Jones þegar margir töldu að hann þyrfti að taka jafntefli með þráskák. Gawain Jones – Jón Viktor Gunn- arsson Enskur leikur 1. c4 c5 2. Rf3 g6 3. g3 Rc6 4. Rc3 Bg7 5. Bg2 d6 6. O-O Bf5 7. d3 Dd7 Þetta dálítið frumstæða kerfi sem byggist á framrás h-peðsins hefur Jón Viktor margoft reynt í hraðskák. Hvers vegna ekki að prófa það líka í kappskák? 8. He1 Bh3 9. Bh1 h5 10. Rg5 h4 11. Rd5 hxg3 12. hxg3 Rf6 13. Rf4 Bg4 14. f3 e5! Byrjunartaktík Jóns hefur gengið fullkomlega upp, hann hefur náð að opna h-línuna og getur hrókerað langt. 15. Rd5 Be6 16. e4 Rh5 17. Kf2 Bxd5 18. exd5 Rd4 19. g4 Rf6 20. Bg2 O-O-O 21. Be3 Rh7 22. Rxh7 Hxh7 23. Dd2 f5 24. Hh1 Hdh8 25. Bxd4 cxd4 26. Hxh7 Hxh7 27. Hh1 Hxh1 28. Bxh1 Dd8! Mislitir biskupar eru engin trygg- ing fyrir jafntefli því biskup svarts er miklu virkari en sá hvíti. 29. Kg3 Bf6 30. Dh6! Góður varnarleikur, annars kemst biskupinn til g5. 30. … Da5!? Lítur glæfralega út en Jón Viktor hafði komið auga á hinn snjalla 32. leik. 31. gxf5 De1+ 32. Kh2 e4! Leikur peðinu ofan í þrælvaldaða reitinn! Þessu þema beitti Kasparov betur en aðrir. 33. Df8+ Bd8! 34. fxg6 Dh4+ 35. Kg2 Dg5+ 36. Kf1 Dc1+ 37. Kg2 Dg5+ 38. Kf1 exd3 39. Dxd6 Dc1+ 40. Kg2 Dg5+ 41. Kf1 Það lá ekki alveg ljóst fyrir hvernig svartur ætlaði að tefla þessa stöðu til vinnings. Þannig gengur ekki 41. … d2 vegna 42. De6+ Kb8 43. Ke2! o.s.frv. En Jón fann lausnina. 41. … Dc1+ 42. Kg2 Dd2+ 43. Kh3 Eða 43.Kg1 De3+ og 44. … d2. 43. … Dh6+ 44. Kg2 d2! 45. Dc5+ Kb8 46. Dxd4 Dxg6+ 47. Kh3 Dh7+ 48. Kg2 Dc2! 49. Df4+ Ka8 - og hvítur gafst upp. Hjörvar og Jón Viktor í fararbroddi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Svefn Góður nætursvefn Næring sem allir þurfa á að halda. Rannsóknir sýna að afleiðingar lítils svefns eru meðal annars vinnutap, minni framleiðni, aukin slysatíðni, aukin tíðni geðraskana og ofnotkun lyfja og áfengis, offita, hjartasjúkdómar og fleira sem skerðir lífslíkur okkar veru- lega. Nútímamaðurinn sefur að meðaltali um klukkustund minna nú en hann gerði fyrir hálfri öld. Hugsum um þetta og förum fyrr í háttinn. Svefnpurka. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.