Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 33

Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 ✝ Sigríður Tóm-asdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. júlí 1922. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 25. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Tómas Jónsson, Borg- arfirði, f. 5.9. 1858, d. 1.2. 1923, og Bjargey Hólm- fríður Eyjólfsdóttir, f. í Smiðju- vík í Grunnavíkurhreppi 11. júní 1891, d. 5.5. 1990. Sigríður missti föður sinn þegar hún var á fyrsta ári og ólst upp hjá móð- ur sinni fyrstu árin en fór í fóst- ur 1930 til séra Jónmundar Hall- dórssonar og frú Guðrúnar Jónsdóttur á Stað í Grunnavík í Jökulfjörðum. Systkini Sigríðar samfeðra geir Ásgeirsson, f. 1932, d. 2003, og Elín Svanhildur Hólmfríður Jónsdóttir, sem býr í Garðabæ. Eiginmaður Sigríðar var Jak- ob Guðmundur Hagalínsson, f. 1919, d. 1988, frá Leiru í Grunnavíkurhreppi, þau gengu í hjónaband í Grunnavík- urkirkju 26.12. 1942 og voru þá búsett á Stað í Grunnavík, hann sem vinnumaður hjá séra Jón- mundi fóstra Sigríðar. Árið 1948 festu þau kaup á jörðinni Sútarabúðum í Grunnavík og hófu búskap þar sama ár og bjuggu þar til 1962 eða þar til Grunnavíkin fór í eyði og fluttu þá til Ísafjarðar þar sem þau bjuggu til æviloka. 1952 tóku þau í fóstur systurson Sigríðar, Jón Friðrik Jóhannsson, f. 11.12. 1952, börn hans eru Reynir, f. 1974, Jón Sverrir, f. 1975, Berg- lind, f. 1977, Ingi Þórarinn, f. 1982, Sigríður Brynja, f. 1983, og Jóhann Jakob, f. 1994, Frið- riksbörn. Fóstursonur Jóns Friðriks er Ásgeir Hólm Agn- arsson, f. 1976. Útför Sigríðar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 14. mars 2015, kl. 14. eru Kristfríður Tómasdóttir, f. 1891, d. 1926, Guð- brandur Jón Tóm- asson, f. 1893, d. 1980, Jóhann Tóm- asson, f. 1894, d. 1895, Jóhanna Sig- ríður Tómasdóttir, f. 1896, d. 1917, Gísli Tómasson, f. 1897, d. 1898, Guð- brandína Tóm- asdóttir, f. 1899, d. 1981, Hans Árni Tómasson, f. 1909, d. 1986, Valdemar Guðmundur Tóm- asson, f. 1910, d. 1921, og Rós- mundur Tómasson, f. 1913, d. 1976. Systkini Sigríðar sammæðra eru Dagný Hansen, f. 1917, d. 2003, Guðrún Soffía Hansen, f. 1920, d. 2004, Óskar Svan Gísla- son, f. 1927, d. 2015, Ásdís Ás- geirsdóttir, f. 1930, d. 2001, Ás- Mamma fékk andlát eins og hún hafði óskað sér, að fá að sofna út af án þrauta og var tilbúin að yfirgefa þetta tilveru- stig. Hún hafði oft orð á því und- anfarna mánuði að hún væri tilbúin til brottfarar. Ég var svo heppinn að fá að alast upp hjá þeim hjónum Sig- ríði og Jakob Hagalínssyni á Sút- arabúðum í Grunnavík þar sem þau voru bændur en við fluttum til Ísafjarðar haustið 1962, þá var ég tíu ára gamall. Grunnavíkin fór í eyði því ábúendurnir á sex bæjum höfðu tekið ákvörðun árið áður um að flytja allir í einu. Mig eiginlega dagaði uppi í fóstri hjá þeim hjónum en mamma mín Ásdís Ásgeirsdóttir var hálfsystir fósturmömmu, báðar úr Grunnavík. Mamma veiktist og mér var komið fyrir um tíma í fóstur sem varð svo endanlegt, en ég ólst upp við það að eiga mína blóðforeldra á Ísa- firði og var svo heppinn að systk- ini mín voru mikið í sveitinni heima í Grunnavík. Ég var alltaf stoltur af því að eiga tvenna for- eldra og sex systkini og er ekk- ert sjálfgefið að hafa þau forrétt- indi að eiga þennan fjársjóð af nánum ættingjum. Sigga mamma var mikill kven- skörungur, skapmikil og hrein- skilin en góð inn að beini og mátti ekkert aumt sjá og það nutu margir góðmennsku hennar í gegnum lífið. Þegar ég hugsa til baka yfir farinn veg geri ég mér betur grein fyrir því hvað það voru henni og þeim hjónum þung spor að yfirgefa bæinn sinn Sút- arabúðir í Grunnavík og flytja í kaupstað. Mamma orðaði það stundum svo að hún hafi verið slitin upp með rótum og ég veit að þetta var henni mjög þung- bært og markaði líf hennar alla tíð og hún vann aldrei almenni- lega úr þeim sársauka sem því fylgdi. Mamma var svo heppin að alast upp hjá prestshjónunum á Stað í Grunnavík, þeim séra Jón- mundi Halldórssyni og frú Guð- rúnu, og bar hún þeim alltaf vel söguna og talaði alla tíð hlýlega um þau. En það sat sárt í henni hvernig heimili móður hennar var skipt upp vegna fátæktar og einstæðar mæður á þeim tíma áttu engan möguleika á að halda heimili með börn á framfæri, var systkinunum tvístrað í allar áttir og sum þeirra lentu á misgóðum stöðum hjá misgóðu fólki sem er sorgarsaga eins og með almóður mína t.d. En sá harði heimur sem bless- uð Bjargey amma mín þurfti að lifa við, að missa þrjá eiginmenn á unga aldri, hafði mikil áhrif á líf mömmu og hennar systkina, en eitt er víst að afkomendur þessa góða kjarnafólks eru orðnir margir tugir og maður er betri maður fyrir það eitt að vita upp- runa sinn og vera af þessu kjarn- góða fólki kominn. Undanfarin tvö ár dvaldi mamma á öldrunardeildinni á Sjúkrahúsinu á Ísafirði þar sem henni leið mjög vel hjá einstak- lega góðu starfsfólki sem ég vil þakka góða og fallega umönnun. Mamma var orðin svo sátt við lífið 92 ára gömul, hún föndraði fram á síðasta dag og lauk að mestu við fallegan púða í föndr- inu daginn áður en hún kvaddi þennan heim og hafði á orði þá að hún vonaði að veðrið færi nú að lagast fyrir jarðarförina. Daginn eftir þessi orð sofnaði hún út af í stólnum sínum. Takk fyrir allt mamma mín, minningin lifir um góða konu eins og þig. Jón Friðrik Jóhannsson. Mig langar að skrifa til þín nokkrar línur elsku Sigga mín og minnast þín og þakka fyrir lífið sem ég átti með þér. Það var árið 1982 sem ég kem inn í líf þitt og síðan þá hefur þú alltaf verið mér trú, trygg og góð. Þú tókst mér vel og syni mínum sem þá var sjö ára og hann fór fljótlega að kalla ykkur Kobba ömmu og afa. Það lýsir ykkur báðum best hvað þið voruð góðar manneskjur og börnin hændust að ykkur. Alltaf gátum við talað um allt milli himins og jarðar og treyst hvor annarri. Það var gott að leita til þín með ýmsa hluti þótt við værum ekki alltaf sammála, en það er nú bara eðlilegt. Aldrei urðum við svo ósammála að það yrðu einhver eftirmál, við vorum hreinskilnar og heiðarlegar hvor við aðra og það er það besta. Enda töluðum við oft um það. Þú sagðir svo oft: „Málin leysast ekki nema ræða þau, bara tala, þá kemur það“ og þetta hef ég oft haft og mun hafa að leiðar- ljósi. Núna undanfarin ár hafa ekki verið eins og við hefðum viljað hafa þau. Ég veit að það var þér erfitt en þú manst hvað við ræddum um og er ég þakklát fyrir það og það geymum við hjá okkur elsku tengdamamma. Ég trúi því að nú hittist þið Kobbi aftur og hefjið nýtt líf. Ég bið góðan guð að geyma þig um leið og ég þakka þér allt á þessum 33 árum sem leiðir okkar hafa legið saman. Þín tengdadóttir, Sigurrós Sigurðardóttir. Elsku amma, núna ertu farin frá okkur og komin á betri stað. Það er mikill söknuður hjá mér og undanfarna daga er ég búinn að hugsa mikið til þeirra stunda sem við höfum átt saman og hversu lánsamur ég var að fá að alast að miklu leyti upp hjá þér og afa. Ég hugsa til baka og minnist þeirra stunda sem við áttum þar sem við spiluðum rakka eða tefldum. Í æskuminningum mín- um var alltaf til nægur tími til að spila, spjalla, segja sögur, dansa í eldhúsinu, tefla, lesa og pæla í lífinu og tilverunni og með þessu öllu var til biti og sopi. Mikið var líka alltaf gott að fara til Grunna- víkur á sumrin en þar bjugguð þið afi til sannkallað ævintýra- land fyrir okkur krakkana með stíflum í læknum, berjatínslu og bílaleikjum í barðinu ofan við bæinn að ógleymdri silungsveiði í ánni. Mér finnst það hafa verið mikil forréttindi að fá að búa hjá ykkur afa og kynnast þeim hugs- unarhætti og venjum sem þín kynslóð hafði tileinkað sér og það er búið að reynast mér mikil- vægt veganesti inn í lífið og hef ég leitast við að koma því áfram og lesið með strákunum mínum þær bænir sem þú last með mér og hef ég fundið í þeim styrk og hugarró sem er ómetanlegt í þeim hraða sem nútíminn hellir yfir mann. Ég fluttist frá Ísafirði á tíunda ári en þó að ég færi frá ykkur héldust þau tengsl sem mynduð- ust milli okkar alltaf jafn sterkt og ég gat alltaf leitað til þín ef eitthvað kom upp á eða þegar ég þurfti að létta á mér. Þá varst þú ávallt til staðar hvort heldur með því að hringja til þín eða líta inn þegar ég var fyrir vestan á sumr- in og alltaf voru móttökurnar jafn innilegar með hlýju faðmlagi og orðunum „ertu komin elskan mín?“ Þó að langt væri oft á milli okkar var einstakt að finna stuðninginn sem þú sýndir mér þegar ég fór í skólann út til Eng- lands og mér þótti svo vænt um bréfin sem þú sendir mér út og var mikil tilhlökkun eftir næsta bréfi með myndum frá mínu fal- lega Íslandi sem ég gat sýnt skólafélögunum. Ég hef alltaf haft stuðning og hvatningu frá þér til að læra meira og auka við þekkingu og sækjast eftir menntun sem þú sjálf óskaðir að þú hefðir haft tök á þegar þú varst ung og ég get stoltur sagt að þessi hvatning átti stóran þátt í að ég tók sjávarútvegsfræðina í Háskólanum á Akureyri. Það er ótrúlegt að þú sért far- in og ég finn til eftirsjár og sorg- ar en minningin um einstaka konu sem elskaði skilyrðislaust lifir í strákunum mínum sem heita eftir ykkur afa. Það verður tómlegt að koma til Ísafjarðar og hafa þig ekki til að taka á móti mér og kvarta yfir að ekkert sé til en tekur samt til veislu sem myndi hæfa hvaða stórmenni sem er og borðið svignar undan smurðu brauði, kleinum, jólakökum, vöfflum, snúðum og kökum ásamt heitu ilmandi kaffi sem lagað er með alúð og ekki má gleyma blessaðri nýmjólkinni, já það verður sann- arlega tómlegra að koma vestur hér eftir. Ég hugga mig við að við hittumst aftur á æðra tilvist- arstigi. Hvíl í friði, elsku amma. Þinn, Reynir. Kær vinkona verður kvödd frá Ísafjarðarkirkju í dag. Sigríður eða Sigga fæddist í Reykjavík en hlutskipti hennar var að aðskiljast frá móður sinni fimm ára gömul. Sigga fluttist þá til prestshjónanna á Stað í Grunnavík í Jökulfjörðum; þeirra sr. Jónmundar Halldórs- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Sigga talaði alltaf með virðingu og þakklæti um fósturforeldra sína. Sigga rifjaði upp æsku sína og líf með mér fyrir nokkrum árum. Fyrsta kaupstaðarferð Siggu var með Lillý fóstursystur sinni og jafnöldru til Ísafjarðar þegar þær voru 11 ára gamlar. Þær stöllur nutu ferðarinnar og gátu keypt sér sitthvað smálegt fyrir aura sem þeim voru gefnir sem farareyrir. Önnur skemmtileg minning var óvænt ballferð til Flæðareyr- ar þegar þær voru 16 ára gamlar. Systurnar höfðu verið sendar til að leita að hestum en þá hittu þær ungan mann sem var á leið á Flæðareyri. Þar átti að halda skemmtun með dansleik og mannfagnaði. Þær ákváðu að skella sér fótgangandi með sveit- unga sínum, sem var ríðandi, því þær áttu ekki von á jákvæðu svari ef þær hefðu beðið um það heima á Stað. Sigga og Lillý dönsuðu alla nóttina og voru komnar heim á Stað milli klukk- an sjö og átta næsta dag. Þær voru ekki skammaðar þegar upp komst og nutu þess oft að rifja ferðina upp. Tækifæri til Reykjavíkurdval- ar bauðst Siggu haustið 1939. Vilmundur læknir, sem þá var orðinn landlæknir, var góður vin- ur sr. Jónmundar. Hann hringdi í sr. Jónmund og falaðist eftir vinnukonu. Sigga var til í að flytja tímabundið suður til Vil- mundar og Kristínar konu hans til að hjálpa þeim á stóru heimili. Gestkvæmt var á heimilinu og minntist Sigga á fastagestina Halldór Laxnes og Þórberg Þórðarson sem henni fannst und- arlegur í háttum. Ung kynnist Sigga mannsefni sínu, honum Jakobi Hagalíns- syni. Jakob var sonur hjónanna Rannveigar Guðmundsdóttur og Hagalíns Jakobssonar, sem þá bjuggu í Sætúni í Grunnavík. Var Jakob bróðir Margrétar tengda- móður minnar. Sigga og Kobbi hófu búskap í Sætúni en keyptu Sútarabúðir árið 1948 og bjuggu þar uns þau fluttu til Ísafjarðar árið 1962, er Grunnavík fór í eyði. Þau eign- uðust ekki börn en komu að upp- eldi margra barna, enda löðuðust börn að þeim. Jón Friðrik Jó- hannsson, systurson Siggu, taka þau að sér og ala hann upp sem sinn eigin son. Á sumrin komu til dvalar á heimili þeirra mörg börn mislangt að komin. Lýsing á Siggu eins og hún kom mér fyrir sjónir var þokki hennar og glaðlyndi. Hún var hreinlynd kona og lá ekki á skoð- unum sínum. Hún hafði ríka rétt- lætiskennd og varði alltaf mál- stað minnimáttar. Hún gladdist af hinu smáa og fagra og varð- veitti barnið í sjálfri sér. Stundirnar með Siggu eru mér afar kærar og geymi ég þær í huga mér um ókomna tíð. Sigga var trúuð kona og nú veit ég að hún er komin heim til Drottins. Þar gengur hún með Kobba sér við hlið á blómaekrum eilífðarlandsins. Mér og minni fjölskyldu er þakklæti efst í huga að hafa haft hana með okkur öll þessi ár. Drottin blessi minningu Sig- ríðar Tómasdóttur. Helga Friðriksdóttir. Sigríður Tómasdóttir ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Okkar ástkæra, ÞORGERÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, lést föstudaginn 6. mars. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi mánudaginn 16. mars kl. 13. . Stefán Friðbjarnarson, Ellen Árnadóttir, Gunnar Svavarsson, Lára Sveinsdóttir, Sigmundur Stefánsson, Elísabet Kristinsdóttir, Kjartan Stefánsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður Stefánsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, OLGA MÖRK, lengi til heimilis að Laufskógum 11, Hveragerði, síðar Hirtshals í Danmörku, lést mánudaginn 9. mars á heimili sínu í Hirtshals. Bálför verður gerð í Hirtshals. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarkort Hveragerðiskirkju. . Herdís Sigurðardóttir, Óli Mörk Valsson, Jette Valsson, Eiríkur Mörk Valsson, Jóna Sigþórsdóttir, Pálína A. Valsdóttir, Eirný Valsdóttir, Sigmundur Grétarsson, Auður H. Valsdóttir, Ralph Biggs og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Núpum í Ölfusi, er látin. . Þórhildur Sæmundsdótttir, Jón Gunnar Sæmundsson, Smári Sæmundsson, Guðríður Gísladóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR LELLA EIRÍKSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Boðaþingi 22, Kópavogi, lést miðvikudaginn 11. mars. Jarðarför auglýst síðar. . Sigrún Kaya Eyfjörð, Unnar Már Magnússon, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson, Jórunn Ólafsdóttir, Þorsteinn Eyfjörð Benediktss., Guðjón Þór Jónsson, Maria Csizmás, Auður Ösp Jónsdóttir, Gunnþór Jens, Heiða Ármannsdóttir, Halldór Frank, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.