Morgunblaðið - 14.03.2015, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
✝ Magnús Krist-ján Magnússon
var fæddur á
Akranesi 16. maí
1985. Hann lést af
slysförum í Noregi
24. febrúar 2015.
Foreldrar hans
eru Magnús Magn-
ússon, f. 13.11.
1944, og Inger
Oddfríður
Traustadóttir, f.
13.1. 1951. Þau skildu. Börn
þeirra eru: 1. Steinunn Ingi-
björg, f. 1970, gift Páli Vigni
Þorbergssyni, f. 1969. Börn
þeirra eru: Sesselja Gróa, f.
1992, unnusti hennar Ásmund-
ur Þrastarson, f. 1991. Andrea
Kristín, f. 1996, og Vignir
Steinn, f. 2001. 2. Þorvarður
Trausti, f. 1972. Samýliskona
hans Sigurlaug Kjartansdóttir,
f. 1986. 3) Eyjólfur, f.1973,
giftur Auði Margréti Ármanns-
mundur Hákon Halldórsson, f.
1981. Börn þeirra eru: Vildís
Ásta, f. 2005, Hera Björg, f.
2009, og Halldór Bjarni, f.
2009. 3. Margrét Bjarnadóttir,
f. 1990, gift David Geymonat,
f. 1982. Sonur þeirra er Jón
Leví, f. 2010. Sambýlismaður
Inger er Magnús Þór Þór-
isson, f. 16.3. 1950.
Magnús Kristján lætur eftir
sig unnustu, Marlen Lillevik,
f. 20.3. 1984. Móðir hennar er
Trude Albrigtsen. Sjúpfaðir
hennar er Roald Balovara.
Magnús Kristján ól mestan
hluta bernsku sinnar á
Hamraendum í Stafholt-
stungum og vildi kenna sig við
þann bæ. Hann lauk
grunnskólaprófi frá grunn-
skólanum á Varmalandi og
stundaði eftir það nám við
Borgarholtsskóla í Reykjavík.
Að skólagöngu lokinni hóf
hann störf hjá Loftorku í
Borgarnesi. Árið 2011 hóf
hann störf hjá Ístaki við jarð-
gangagerð í Noregi og starf-
aði þar til loka.
Útför hans fer fram í Reyk-
holtskirkju í dag, 14. mars
2015, klukkan 13.
dóttur, f. 1972.
Börn þeirra eru:
Ármann Bjarni, f.
2003, Trausti Leif-
ur, f. 2004, og Ing-
er Elísabet, f.
2005. 4. Andrea, f.
1978, gift Stefáni
Teitssyni, f. 1972.
Börn þeirra eru:
Jóhannes Freyr, f.
1999, Baldur Páll,
f. 2004, og Anna
Björk, f. 2011. Seinni kona
Magnúsar er Björg Ólafsdóttir,
f. 13.5. 1959. Barn þeirra er
Sigurlaug, f. 2003. Börn Bjarg-
ar úr fyrra hjónabandi eru: 1.
Ólöf Bjarnadóttir, f. 1982, gift
Sverri Fannari Einarssyni, f.
1983. Börn þeirra eru: Edda
Björg, f. 2003, Margrét Valný,
f. 2006, og Arnór Steinn, f.
2008. 2. Steinunn Þuríður
Bjarnadóttir, f. 1986. Sam-
býlismaður hennar Guð-
Það er svo óendanlega sárt að
sjá á eftir þeim sem maður elskar
svo heitt. Elsku sonur minn og
vinur Magnús Kristján, sem allt
virtist brosa svo vel við. Á einu
augabragði verður slys og hann
allur. Feigum er víst ekki forðað
og hann kallaður til annarra
starfa, þótt við stöndum hér og
hrópum „af hverju“ en fáum eng-
in svör. Fyrsta samvinna okkar
Magnúsar Kristjáns, meðgangan,
var fjörug og kröftug, enda við
m.a. að leika með leikdeild sveit-
arinnar í leikritinu „Aldrei er frið-
ur“ hoppandi upp á borð og niður
aftur. Einhverjir voru farnir að
spá í hvort fæðing yrði í einhverri
sýningunni, en allt gekk vel. Það
má segja að í kringum hann
elskulegan hafi aldrei verið frið-
ur, en í jákvæðum skilningi þó.
Hann var alltaf að „redda“ ein-
hverju. Strax frá upphafi sýndi
hann mikla elju og dugnað við allt
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann var duglegur við að ganga í
spor sér eldri og ekki skemmdi
fyrir ef vélar eða tæki voru ann-
ars vegar. Ég tala nú ekki um
Steina frænda á Svartagili sem
átti flottu gröfuna og allar hinar
vélarnar. Ég trúi að hann verði
einn margra til að taka á móti
syni mínum við hliðið. Það kom
fljótt fram hjá Magnúsi Kristjáni
skarpskyggni og hve ráðagóður
hann gat verið með úrlausnir.
Þetta fylgdi honum til hins síð-
asta ásamt greiðvikni, gleðinni og
jákvæðninni. Hann var mikið
náttúrubarn og sagði oft að hann
skildi ekki hvernig fólk þrifist í
stórborgum. Þó að hann starfaði í
Noregi vissi hann alltaf hvað hver
og einn úr fjölskyldunni aðhafðist
því fjölskyldan skipti hann miklu
máli. Hann var nokkurs konar
„idol“ hjá systkinabörnum. Í
einkalífinu var sonur minn hepp-
inn. Hann átti yndislega unnustu,
hana Marlen, sem hann var svo
lánsamur að finna í Noregi. Þau
eyddu sameiginlegum fríum sín-
um ýmist hér á landi eða í Noregi.
En það var sama hvort hann var í
eða úr vinnu; hann var alltaf eitt-
hvað að aðhafast. Ég er líka búin
að heyra að hann hafi staðið sig
vel hjá Ístaki þar sem hann hefur
unnið síðustu ár og eiga Ístaks-
menn þakkir skilið fyrir allt sem
þeir hafa gert fyrir hann og okk-
ur. Við vitum að enginn er ódauð-
legur en þetta heljarhögg finnst
okkur ótímabært. En það er ljúft
til þess að hugsa að hann skilur
eftir svo mikið af yndislegum
minningum, hnyttnum svörum og
athöfnum. Minningarnar eru
fleiri en tölu verði á komið og oft-
ar en ekki spaugsamar og
skemmtilegar. Nú er friður.
Magnús Kristján hefur lokið leik
sínum á lífsins vegi. Við erum
stolt af honum og hans verkum.
Hans bíða nú önnur verkefni. Ég
bið almættið um styrk okkur öll-
um til handa. Góða ferð elsku
hjartans Magnús Kristján og góða
ferð inn í eilífðina.
Þín elskandi,
mamma.
Elsku hjartans bróðir minn.
Mikil ósköp sem ég sakna þín. Það
er svo fjarstæðukennt að þú sért
farinn. Hugurinn er á stöðugu
reiki að tína til allar þær góðu
minningar sem ég á um þig.
Fyrsta minningin er frá því ég sá
þig fyrst á fæðingardeildinni, eitt-
hvað leist mér ekki nógu vel á þig.
Mér fannst þú líta út eins og geim-
vera, svo ljós yfirlitum að ég
greindi ekki augabrúnir og hálf-
krumpaður allur. Þú varst ekki
lengi að bræða mig og þegar heim
var komið sá ég þig sem heimsins
flottasta litla bróður.
Þú fæddist gömul sál, varst
uppátækjasamur, kátur og ljúfur.
Áhugi á bílum og traktorum
kviknaði mjög snemma og nægði
þér ekki að keyra um á leikfanga-
bílum og traktorum hljóðlaust,
heldur framkallaðir þú vélarhljóð
sem hljómuðu allan liðlangan dag-
inn og enginn úr fjölskyldunni gat
hermt eftir. Ef það voru ekki vél-
arhljóðin sem bárust frá þér var
það söngur, spurningar eða
vangaveltur. Þú varst mikill hugs-
uður, velviljaður og kappsamur.
Sveitamaður í húð og hár og hafðir
alltaf nóg fyrir stafni. Það var fjár-
sjóður fyrir frændsystkini þín að
fá að vera með þér í leik og starfi,
sjá þig slá á létta strengi og fylgj-
ast með þegar púkinn í þér hrekkti
aðra fjölskyldumeðlimi. Þrjóska
og stríðni blunduðu jú sterkt í þér
eins og þú áttir ættir til.
Svo var stefnan tekin á Noreg
þar sem þú varst svo lánsamur að
hitta ástina þína hana Marlen.
Mikið var það yndislegt. Feigum
verður ekki forðað, bróðir kær, og
þó að ég skilji ekki hvers vegna
kall þitt kom svo fljótt þá hugga ég
mig við fjöldann allan af þeim
minningum sem ég á um þig. Ég
geymi þær sem gull, þær lifa.
Farðu í friði, glókollur minn, ég
hlakka til að hitta þig aftur þegar
þar að kemur.
Um daginn dreymdi mig þig og
eftir drauminn raulaði ég stöðugt
lagstúf sem ég leitaði svo uppi og
fann þennan fallega texta við. Mér
fannst sem þú hefðir fært mér
þennan lagstúf í kveðjuskyni, fyrir
það er ég þakklát.
Sumir hverfa fjótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig,
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
Þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf geta huggað mig,
það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir mig um veg.
Og þegar tíminn minn á jörðu hér,
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Þín systir,
Andrea.
Elsku hjartans Magnús Krist-
ján. Með tár í augum og sorg í
hjarta sit ég og skrifa þér hina
hinstu kveðju í okkar nafni. Við
trúum því öll að nú sért þú á góð-
um stað með góðum vinum og ætt-
ingjum sem áður hafa kvatt þessa
jarðvist.
Það verður undarlegt og sárt
að fá ekki lengur að njóta samveru
þinnar því þú varst hvers manns
hugljúfi, ástkær bróðir og mágur,
sannur vinur og frændi barnanna.
Við sjáum þig öll ljóslifandi fyr-
ir okkur, hlæjandi grallarann sem
átti svör við flestu. Við hlökkuðum
öll til að fá þig heim í frí með Mar-
len og börnin biðu spennt eftir því
að fá elsku frænda loksins í heim-
sókn í Hólminn. Það var því þung-
bært að fá fréttirnar daginn fyrir
heimkomuna en eins og þú hefðir
eflaust sjálfur sagt „svona er bara
lífið“.
Við huggum okkur við allar
þær stundir sem við áttum með
þér í hlátrasköllum og hinum
ýmsu uppátækjum í sveitinni og
munum ylja okkur við þær minn-
ingar áfram.
Það má með sanni segja að
sjaldan var lognmolla í kringum
þig og í þinni návist komst enginn
upp með að vera í fýlu. Þú hafðir
einstakt lag á að sjá ljósið í myrkr-
inu og finna jákvæðu hliðarnar á
öllum hlutum. Þú varst vinnusam-
ur og staðfastur, hafðir ríka rétt-
lætiskennd, gekkst beint í hlutina
og vannst þín verk af heilum hug.
Síðasta ferð þín í Hólminn er
okkur öllum í fersku minni. Uppá-
klæddur fallegur ungur maður,
brosandi út að eyrum, talandi ís-
lensku og norsku á víxl, staðráð-
inn í því að kynna ættingjana eins
vel og unnt var fyrir Marlen,
passa að allir skildu örugglega allt
rétt. Þú sýndir óhikað umhyggju
þína fyrir öllum á heimilinu og
barst það með þér að vera heppn-
asti maður í heimi að njóta allrar
þessarar athygli.
Elsku Magnús Kristján, við er-
um þau heppnustu í heimi að hafa
fengið að hafa þig hjá okkur, þótt
við hefðum sannarlega viljað hafa
tímann miklu lengri. Við vitum að
þú verður áfram hjá okkur, vel
geymdur í hjörtum okkar allra.
Elsku bróðir, mágur og frændi,
megir þú hvíla í friði og njóta næð-
is á þeim stað sem þú nú dvelur á.
Steinunn Ingibjörg
Magnúsdóttir og fjölskylda.
Ég verð að fá leyfi til að vera
svolítið væmin minn kæri mágur,
ég veit vel að væmnar kerlingar
voru ekki þitt uppáhald. Þú kem-
ur víst ekki aftur til okkar og þín
er sárt saknað. Sakna þess að
hringja í þig þegar kvöldmaturinn
er til og bjóða þér að koma að
borða með okkur.
Sakna þess að geta ekki sagt
Magnús gerir þetta eða hitt næst
þegar hann kemur heim.
Sakna þess að geta ekki spurt
þig ráða og fengið þitt álit á fram-
kvæmdum hér heima og í bú-
skapnum.
Sakna að geta ekki hringt og
sagt þér fréttir af samyrkjubúinu.
Sakna hversu þolinmóður og
góður þú varst við frændur þína
og frænku, hvað þú kenndir þeim
margt.
Sakna allra stundanna sem við
sátum og spjölluðum um lífið og
tilveruna, þegar farið var á flug í
vangaveltum um hvað ætti að
gera næst.
Sakna kímnigáfu þinnar og
stríðninnar.
Sakna vináttu þinnar.
Þessi erindi úr Kveðju eftir
Bubba hafa sótt á huga minn síð-
ustu vikur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Sakna þín svo óendanlega mik-
ið alla daga.
Þín mágkona,
Auður Margrét
Ármannsdóttir.
Við starfsmenn Ístaks í Narvik
vorum harmi slegnir er okkur
bárust tíðindi af fráfalli Magnús-
ar. Þessi dapurlegu tíðindi bárust
okkur í kjölfar þess að Magnúsar
var saknað á heimfarardegi. Þeg-
ar Magnús skilaði sér ekki í flug
frá Noregi til Íslands áttuðum við
okkur á að ekki var allt sem
skyldi. Um morguninn hinn 25.
febrúar höfðum við heyrt af slysi
um nóttina áður, er maður hafði
orðið fyrir lest í Narvik. Við
tengdum þessa atburði ekki sam-
an, en þegar Magnús hins vegar
skilaði sér ekki í flugið varð
óþægilegrar tilfinningar vart. Eft-
ir að haft hafði verið samband við
lögreglu var þessi óþægilega til-
finning staðfest og ljóst var að
Magnús hafði látist af slysförum.
Mun hann hafa látist samstundis
er hann varð fyrir lest laust eftir
kl. 23 hinn 24. febrúar.
Magnús hóf störf sem vélamað-
ur hjá Ístaki í Noregi árið 2011 og
vann þá fyrst við framkvæmdir í
Skjåholmen við Hammerfest í
Norður-Noregi, þar sem Ístak
vann að gerð jarðganga í Finn-
mörku. Síðar fluttist Magnús
ásamt fleiri félögum sínum til Alta
í Finnmörku þar sem Ístak hóf
framkvæmdir við jarðganga- og
vegagerð og starfaði Magnús þar
uns hann hóf störf í Narvik haust-
ið 2013 til að taka þátt í næsta
stóra verkefni Ístaks. Magnús
sinnti starfi sínu af samviskusemi
og alúð og var ávallt vel liðinn af
samstarfsmönnum sínum. Magn-
ús var rólegur í fasi og fór ekki
alltaf mikinn, en var mjög traust-
ur starfsmaður sem ætíð var
hægt að reiða sig á.
Við störf sín í Noregi hafði
Magnús kynnst stúlku í Alta og
höfðu þau hafið sambúð þar. Þau
áttu lífið fyrir sér þegar Magnús
var kvaddur á brott alltof
snemma í blóma lífins. Við send-
um unnustu hans, foreldrum og
öðrum aðstandendum hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur um
leið og við kveðjum góðan dreng.
Hans verður saknað, blessuð sé
minning hans.
F.h. Ístaks og samstarfsmanna
í Narvik, Noregi,
Brynjar Brjánsson.
Magnús Kristján
Magnússon
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR,
Bræðratungu 8,
Kópavogi,
lést 25. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju 18. mars kl. 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningarsjóð Félags aðstandenda
alzheimersjúklinga, sími 533-1088, alzheimer.is
.
Sigurjón Hrólfsson,
Jón Hrólfur Sigurjónsson, G. Erla Sigurbjarnadóttir,
Hörður Sigurjónsson,
Anna Rósa Sigurjónsdóttir, Jens Ágúst Jóhannesson,
Helga Sigurjónsdóttir, Steinar Sigurðsson,
Heiðar Sigurjónsson, Sólveig Jörgensdóttir,
Sveinn Sigurjónsson, Erla Skaftadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR R. HALLDÓRSSON,
Þverási 27,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum 9. mars.
Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn
20. mars kl. 13.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND félagið.
.
Bryndís Eiríksdóttir,
Sigríður G. Halldórsdóttir, Marteinn S. Sigurðsson,
Kristín H. Halldórsdóttir, Brynjar H. Ingólfsson,
Birna Margrét Halldórsdóttir,
Hjálmar Arnar, Sigurður,
Agnes Dís, Halldór Bjarki og Ingunn María.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
KRISTJANA F. ARNDAL
listmálari,
til heimilis í Hafnarfirði,
lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn
3. mars.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
19. mars kl. 15.
.
Þorgeir Þorgeirsson,
Bergur Þorgeirsson og fjölskylda,
Lilja Þorgeirsdóttir og fjölskylda,
Finnur Þorgeirsson og fjölskylda,
Fjóla Þorgeirsdóttir og fjölskylda.
Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og bróður,
KOLBEINS SIGURJÓNSSONAR,
Birkihlíð 3,
Sauðárkróki,
er lést föstudaginn 20. febrúar.
Guð blessi ykkur öll.
.
Kristín Lúðvíksdóttir,
Atli Freyr Kolbeinsson,
Guðrún Ása Kolbeinsdóttir, Elvar Pálsson,
Fannar Logi Kolbeinsson
og systkini hins látna.
Elskulegur faðir, sonur, fóstursonur og
bróðir,
HELGI BALDUR JÓHANNSSON
frá Geldingaá,
lést á sjúkrahúsi Akraness 8. mars.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 17. mars kl. 14.
.
Hilmar Þór Helgason,
Guðný Helgadóttir, Hafsteinn Hrafn Daníelsson,
Jóhann Þór Baldursson, Ásta Kristjánsdóttir
og systkini.