Morgunblaðið - 14.03.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 14.03.2015, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015 Sigríður Indriðadóttir er mannauðsstjóri hjá Mosfellsbæ og for-seti bæjarstjórnar á Akranesi. „Ég er búin að vinna hjá Mos-fellsbæ í tæp sjö ár og líkar mjög vel. Stærsta verkefnið mitt þessa stundina er að stýra innleiðingu á gæðakerfi á bæjarskrif- stofum Mosfellsbæjar og það er krefjandi og skemmtilegt.“ Sigríður var kosin forseti bæjarstjórnar á Akranesi eftir kosning- arnar síðastliðið vor. „Það er bæði gaman og gefandi að starfa í bæj- arstjórninni. Við erum sex konur og þrír karlar og þetta er víðsýnn hópur og samvinnan góð. Núna erum við að vinna stefnumót- unarvinnu um hlutverk og gildi bæjarins.“ Eiginmaður Sigríðar er Hjörtur Hróðmarson rafeindavirki hjá Símanum. Börn þeirra eru Ingveldur María 21 árs, sem er í söng- námi í Boston og skiptinemi í Valencia á Spáni þennan veturinn. Svo kemur Sigurlaug Rún 18 ára, en hún tekur þátt í Ísland Got Talent á morgun á Stöð 2 ásamt hljómsveit sinni Fimmund, og sú yngsta er Mirra Björt 12 ára, og hún er í Sönglist í Borgarleikhúsinu. „Það er stundum eins og að búa í myndinni Sound of Music heima hjá mér. Ég er svo heppin að fá að vinna við áhugamálin á báðum stöðum, hef áhuga á bæjarmálum og fólki. Svo hef ég gaman af göngum, les töluvert mikið, hlusta tónlist og hef almennt mikinn áhuga á heil- brigðu líferni. Bókin á náttborðinu núna er Hin mörgu andlit lýð- ræðis sem fjallar um íbúalýðræði og valdakerfi sveitarfélaga.“ Sigríður er búin að bjóða vinkonum sínum í hádegismat. „Það verður smá skvísumót hjá okkur í tilefni dagsins.“ Sigríður Indriðadóttir er 43 ára í dag Í Mosfellsbæ „Ég keyri Kjalarnesið með glöðu geði í hvaða veðri sem er því það er frábært að vinna hjá Mosfellsbæ,“ segir Sigríður. Mannauðsstjóri og forseti bæjarstjórnar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Guðbjörg Ámundadóttir, Minna-Núpi, verð- ur 90 ára hinn 15. mars. Hún fagnar áfanganum með fjölskyldu sinni. Árnað heilla 90 ára Kaupmaðurinn Bjarni Haraldsson á Sauðárkróki, betur kunnur sem Bjarni Har., er 85 ára í dag, 14. mars. Hann ætlar að taka daginn rólega og hyggst eyða honum í faðmi fjölskyldunnar. Þeir sem vildu gleðja hann í tilefni dagsins, vinsamlegast látið Sauðárkrókskirkju njóta þess. Árnað heilla 85 ára T víburasysturnar Auður Anna Ingólfsdóttir og Anna Auður Hancherow fæddust í Reykjavík 14. mars 1955 og ólust upp í Vesturbænum. Ægisíðan og fjaran þar var spennandi leiksvæði, einnig háskólasvæðið sem var í uppbygg- ingu og Nauthólsvíkin á sumrin. Vesturbæjarlaugin var mikið sótt og gamli KR-völlurinn og Reykjavík- urtjörnin buðu upp á frábært skauta- svell á veturna og í minningunni var veðrið gott og hægt að skauta langt fram á kvöld. Þær gengu í Melaskóla og Hagaskóla en svo skildi leiðir. Anna í alþjóðaviðskiptum Anna Auður fór í Verzlunarskól- ann, varð stúdent 1979 og fór síðan í viðskiptafræði við HÍ og útskrifaðist 1980. Að námi loknu fór Anna á veg- um AISCEC til Dublin á Írlandi og Auður og Anna Ingólfsdætur – 60 ára Með fjölskyldunni Kirk Hancherow, Arnfríður mamma, Anna Auður, Jóel Reynir, Bryndís Fiona, Auður Anna, Stefán Orri og Jennifer Simaitis, kærasta Stefáns, í brúðkaupi innan fjölskyldunnar fyrir örfáum árum. Tvíburar í ferðamálum og alþjóðaviðskiptum Las Vegas Auður (t.v.) heimsótti Önnu síðastliðinn janúar og þær keyrðu úr 30 stiga frosti frá Calgary í 30 stiga hita þvert yfir Bandaríkin til Las Vegas. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14. Retro ískápar Glæsilegur sýningarsalur Opnun artilbo ð 249.00 0 kr. Verð á ður 27 9.000 kr. Verð fr á 209.90 0 kr. Tvöfaldur gorenje ísskápur 608 lt. No frost skápur með led lýsingu, klakavél, vatni og flýtilúgu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.