Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
Ein umtalaðasta bókafrétt síðustu ára, að í júlí
kæmi út í tveimur milljónum eintaka „ný“ skáld-
saga eftir Harper Lee, höfund einnar þekktustu
bandarísku skáldsögunnar, To Kill a Mock-
ingbird, heldur áfram að hlaða utan á sig. Lee er
orðin 88 ára gömul og dvelst nær heyrnarlaus á
elliheimili í heimabæ sínum í Alabama. Lögfræð-
ingur Lee fann í bankahólfi handritið Go Set a
Watchman, sögu sem Lee skrifaði á undan
„Mockingbird“ og fjallar um sömu karaktera. Lee
var ráðlagt að vinna söguna betur og þá varð
„Mockingbird“ til og gaf hún ekkert út eftir það.
Einhverjir vina Lee töldu fráleitt að hún hefði
gefið samþykki sitt fyrir útgáfunni í sumar, og
sögðu að verið væri að misnota höfundinn í elli
sinni. Alabama-ríki gekk í að rannsaka málið og í
gær var úrskurðað að Lee væri með fullum söns-
um og fær um að taka slíkar ákvarðanir.
Umboðsmaður Harper Lee sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, tók undir
að höfundurinn byggi yfir óskertum andlegum styrk og gleddist yfir því að
önnur skáldsaga hennar kæmi nú loksins út. Hann bætti við að kæran, um að
verið væri að misnota Lee, væri „skammar- og dapurleg“.
Harper Lee veit sínu viti
Höfundurinn Eftir ára-
tuga þögn kemur loks út
saga eftir Lee.
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Með bakið að framtíðinni nefnist
yfirlitssýning á verkum þýska
myndlistarmannsins og Íslandsvin-
arins Jans Voss sem opnuð verður
í Listasafninu á Akureyri í dag kl.
15. Sýningin er merkisviðburður í
íslensku myndlistarlífi því yfirlits-
sýningar á verkum Voss eru sjald-
gæfar og hvað þá sýningar sem
hann stýrir sjálfur, eins og hann
gerir í þessu tilfelli.
Voss fæddist árið 1945 í Þýska-
landi og býr í Amsterdam. Hann
hóf myndlistarferilinn sem mynda-
sagnahöfundur, gerði teiknimynda-
sögur, prentaði þær og gaf út.
Voss stundaði m.a. myndlistarnám
hjá Dieter Roth í Düsseldorf seint
á sjöunda áratugnum og kom fyrst
til Íslands árið 1971 fyrir atbeina
hans. Hann hefur komið margoft
hingað upp frá því og þá m.a. til
fyrirlestra- og sýningahalds.
Auk þess að vinna að myndlist
hefur Voss undanfarin 30 ár rekið
merkilega bókabúð og gallerí í
Amsterdam, Boekie Woekie, sem
selur bókverk myndlistarmanna.
Verslunina stofnaði Voss með hópi
myndlistarmanna og eru þrír úr
þeim hópi enn eigendur hennar,
auk Voss þær Rúna Þorkelsdóttir
og Henriëtte van Egten.
Það elsta frá 1968
Sýningin í Listasafninu á Ak-
ureyri er umfangsmikil, allt safnið
lagt undir og yfir 80 verk til sýnis
af öllum stærðum og gerðum, frá
agnarsmáum yfir í feiknastór, að
sögn Voss. „Það eru þarna verk
sem ég gerði snemma á ferlinum.
Ég er að verða sjötugur bráðum
þannig að þú sérð að ég hef úr
mörgum árum að velja. Elsta verk-
ið er frá 1968, ef ég man rétt,“ seg-
ir Voss. Verkin séu því frá þeim
tíma allt til þessa árs. „Þetta er því
yfirlitssýning í þeim skilningi þótt
hún hafi ekki verið hugsuð þannig
upphaflega, þetta eru verk frá öll-
um ferli mínum.“
Í tilefni sýningarinnar kemur út
á vegum safnsins mikil bók eftir
Jan Voss sem ber titil sýning-
arinnar á ensku, With the Back to
the Future, enda bókin á ensku.
„Þetta er 160 síðna sýningarskrá
þar sem ég lýsi hverju verki,“ seg-
ir Voss og hvetur þá sem vilja
fræðast almennilega um verk hans
að kynna sér hana.
„Hvað er mynd?“
Voss hefur á ferli sínum unnið
verk í ólíka miðla, tví- og þrívíða
þótt málverk séu áberandi þegar
litið er yfir ferilinn. Hann segist þó
ekki vera listmálari í hefðbundnum
skilningi þess orðs. „Málverkið
sem slíkt er ekki umfjöllunarefni
hjá mér en ég nota málverk til að
skapa ákveðnar aðstæður sem
væri annars erfitt að gera,“ út-
skýrir hann.
Í tilkynningu frá safninu segir
um verk Voss að undirliggjandi
þáttur í verkum hans sé spurn-
ingin „hvað er mynd?“. Voss tekur
undir þetta. „Þar sem ég bý til
myndir vakti það áhuga minn í
upphafi ferilsins hvað mynd gæti
verið þannig að það eru nokkuð
mörg verk hérna á sýningunni sem
takast á við þessa spurningu,“ seg-
ir hann.
Spurður út í aðferðir sínar við list-
sköpunina, hvort hann ákveði t.d.
fyrirfram hvers konar verk hann
ætli að gera áður en hann ræðst í
verkið, segir Voss að hann hlusti
einfaldlega á eigin hugsanir og þær
endurspeglist í verkunum. Þá punkti
hann einnig niður hugmyndir sínar
eða hugsanir til að vinna með síðar.
Eitt af verkunum á sýningunni
nefnist „Robot in a Rowboat!“,
gamall og fúinn árabátur sem
pappavélmenni rær. Á myndinni
með viðtalinu sést Voss róa bátnum
á gólfi safnsins, kampakátur og
greinilegt að það er stutt í leikinn
hjá honum í listinni og þá líka orða-
leiki.
Voss er beðinn að segja aðeins
frá þessu verki. „Titill sýning-
arinnar er Með bakið að framtíðinni
og sá sem rær bátnum snýr bakinu
í það sem framundan er,“ segir
Voss. Með þessu sé hann að benda
á að fólk kjósi oft frekar að líta til
fortíðarinnar en framtíðarinnar.
„Framtíðin er ekki endilega það
vænlegasta í lífi manns heldur frek-
ar það sem liðið er. Mér fannst tit-
illinn því viðeigandi og að þetta
væri táknrænn gjörningur fyrir
okkur mannfólkið. Við vitum ekki
hvert við stefnum. Og vesalings
náunginn sem rær bátnum er líka
vélmenni,“ segir Voss. Þetta verk
er gott dæmi um tví- og margræðni
verka hans, eins og sýningargestir
á Akureyri munu fá að kynnast.
Að lokum er Voss spurður hvort
hann telji mikilvægt að leika sér í
listsköpun. „Já, að leika sér er mik-
ilvægt yfirleitt og þá helst að leika
sér skynsamlega,“ svarar hann
kíminn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Róður Jan Voss í verki sínu „Robot in a Rowboat!“. Vélmenni úr pappa mun sitja við árarnar á sýningunni.
„Við vitum ekki
hvert við stefnum“
Jan Voss stýrir sýningu á eigin verkum í Listasafninu á
Akureyri Yfir 80 verk til sýnis sem spanna nær hálfa öld
Fjarlægt Eitt af verkum Voss á sýningunni í Listasafninu á Akureyri. „Þessi
mynd hefur verið fjarlægð af öryggisástæðum,“ stendur málað á því.
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 15. mars kl. 14: Ókeypis leiðsögn um Á veglausu hafi
Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Hönnunarmars:
Íslenskir gullsmiðir-ný verk og skartgripahönnun á frímerkjum
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Á veglausu hafi í Bogasal
Hvar, hver, hvað? í Myndasal
Húsin í bænum á Veggnum
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar
• Til sjávar og sveita,
Gunnlaugur Scheving
• Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga.
• 15/15 – Konur og myndlist,
úr safneigninni.
24. janúar – 26. apríl
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST
13.2.-10.5.2015
A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Einars Garibaldi myndlistarmanns
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
LISTAMAÐUR Á SÖGUSLÓÐUM
Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930. 31.1–22.3.2015.
SUNNUDAGSTÓNLEIKAR 15. mars kl. 15 - Hugvekja í tali og tónum
um menningarleg og tilfinningarleg tengsl Íslands og Danmerkur frá sjónarhóli
fiðluleikara og listamannsdóttur: Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari.
Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
Opið sunnudaga kl. 14-17.
Largo - presto
Tumi Magnússon
Á gráu svæði
David Taylor
Leiðsögn Á gráu svæði
Sunnudag 15. mars kl. 15
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Teikningar og skissur
Helgu Björnsson
tískuhönnuðar
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is