Morgunblaðið - 14.03.2015, Page 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2015
d
KYNNTU ÞÉR ÁSKRIFTARLEIÐIR Í SKJÁHEIMI
SKJÁRINN | WWW.SKJARINN.IS
SÖGULEG
DAGSKRÁ
Nýir og spennandi þættir á hverjum degi.
HISTORY CHANNEL / LAUGARDAGUR
19.30 StorageWars. Texas. Geymslu-
uppboðin í Dallas draga að stóra hópa
safnara og sérvitringa. En þegar Kenny Stowe
dregur upp veskið rekamargir upp stór augu.
Stórforvitnilegur þáttur.
HISTORY CHANNEL / SUNNUDAGUR
21.00 SharkWranglers. Við Algoa-flóa í Suður-
Afríku ganga tröllasögur umógurlegan hákarl –
sannkallaða ókind. Chris Fischer og hansmenn
taka að sér sérkennilegt verkefni semmargir
myndu telja fífldirfsku.
HistoryChannelogH2eruvandaðarsjónvarpsstöðvarsemsameina
fróðleikogskemmtun–aðeins íSkjáHeimi.
H2 / LAUGARDAGUR
20.00WWII. Lost Films. Einstökmynd sem
veitir innsýn í daglegt líf bandarískra hermanna
í Evrópu í seinni heimstyrjöldinni. Sjáðu stríðið
í nýju ljósi – og í lit.
H2 / SUNNUDAGUR
21.40 Stan Lee’s Superhumans. Stan Lee er
lifandi goðsögn og hefur skapað persónur á
borð við Spider-Man, Hulk, X-Men ogmargar
fleiri. Í þessumþætti leitar hann uppi fólk sem
semhefur ofurkrafta í raun og veru.
skjárheimur er fáanlegur bæði hjá vodafone og símanum
ANIREY, alþjóðlegt málþing um
framtíð teiknimyndagerðar og sýnd-
arveruleika, verður haldið í Háskól-
anum í Reykjavík 19. mars nk. Í
framhaldi af því verða dagana 20. og
21. mars haldnar ókeypis vinnu-
smiðjur með fremstu fagmönnum
heims á sviði rauntímakvikunar,
stafrænna leikara, nýrra miðla í
sagnagerð og nýrra viðskiptalíkana í
tæknivæddum sagnaheimi, skv. til-
kynningu. Á ANIREY munu helstu
hugsuðir og frumkvöðlar sviðsins
tala um framtíð og þróun sýndar-
veruleika, kvikunar og stafrænna
leikara. Frummælandi málþingsins
er faðir Light Stage-tækninnar svo-
kölluðu, Paul Debevec, sem starfar
fyrir Institute for Creative Technol-
ogies, Stofnun skapandi tækni, í Los
Angeles. Hún var lykillinn að því að
myndir eins og The Matrix, Avatar,
The Curious Case of Benjamin But-
ton, Gravity og Malificent urðu eins
raunverulegar og raun ber vitni,
segir í tilkynningunni. Einnig mun
danska frumkvöðladúóið Rokoko
sýna gestum hvernig hægt er að
vinna hreyfimyndir á margfalt hag-
kvæmari hátt og styttri tíma en áður
fyrr og auk þess í rauntíma. Rokoko
mun kynna nýjustu útgáfu sína af
„mocap“-búningi sínum sem er að
koma úr framleiðslu og forritum
sem gerir kvikurum kleift að hreyfa
teiknimyndafígúrur í rauntíma án
mikils kostnaðar.
Frekari upplýsingar um ANIREY
má finna á vefsíðu Félags kvik-
myndagerðarmanna, filmmakers.is,
og á henni er einnig hægt að skrá
sig.
Frumkvöðlar sýndarveruleikans á ANIREY
Sjónarspil Stilla úr kvikmyndinni Matrix frá árinu 1999.
Faðir Light Stage-tækninnar talar á málþingi í HR
Kvikmyndavef-
urinn Variety
greinir frá því að
leikstjórinn
Baldvin Z sé
kominn á mála
hjá umboðsstof-
unni Paradigm
sem er með skrif-
stofur í Beverly
Hills, New York,
Monterey, Nashville, Lundúnum og
Austin. Síðasta kvikmynd Baldvins,
Vonarstræti, naut mikilla vinsælda
hér á landi í fyrra, hlaut 12 Eddu-
verðlaun 21. febrúar sl. og var
framlag Íslands til Óskarsverð-
launanna í ár. Af öðrum norrænum
listamönnum sem eru skráðir hjá
Paradigm má nefna leikkonuna
Lenu Olin og sænsk-íslensku leik-
konuna Eddu Magnason.
Baldvin hjá
Paradigm
Baldvin Z
Pólska kvik-
myndin Ida, sem
hlaut Óskars-
verðlaunin í ár
sem besta er-
lenda myndin og
mikinn fjölda
kvikmyndaverð-
launa í fyrra,
verður sýnd á
morgun kl. 16 í
Bíó Paradís
vegna fjölda áskorana.
Myndin gerist á sjöunda áraug
síðustu aldar og segir frá Önnu,
munaðarlausri stúlku sem alist hef-
ur upp í klaustri í Póllandi. Þegar
til stendur að hún gangi formlega
til liðs við nunnurnar biður abbadís-
in hana að hitta frænku sína, síð-
asta eftirlifandi ættingja sinn.
Frænkan segir Önnu frá uppruna
hennar og foreldrum og saman fara
þær í ferðalag sem sviptir hulunni
af leyndarmáli í fjölskyldunni.
Ida sýnd í
Bíó Paradís
Agata Trzebuch-
owska leikur Idu
KK og Magnús Eiríksson halda tón-
leika á Café Rosenberg í kvöld kl.
22. Þeir munu leika lög úr lagasafni
hvor annars auk sameiginlegra
lagasmíða. Á árunum 2003 til 2007
gáfu þeir út þrjár plötur með
þekktum rútubílasöngvum og köll-
uðu þær 22 ferðalög, Fleiri ferða-
lög og Langferðalög.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Spila á Café
Rósenberg
Félagar Magnús Eiríksson og KK.