Húnavaka - 01.05.1977, Page 12
10
HÚNAVAKA
1.
Klateyjarbók er tilkonnimest allra íslenskra skinnbóka frá miðöld-
nm og einna frægust, þótt lengi megi deila um liver sé merkilegust.
Þótt hún sé kennd við Flatey á Breiðafirði, þar sem hún var síðast
hér á landi áður en Brynjólfur biskup Sveinsson gaf hana Friðriki
konungi þriðja, árið 1656, er hún ekki þaðan ættuð lieldur úr
Húnavatnsþingi. Jón Hákonarson í Víðidalstungu, sem fæddur var
1350 og dáinn fyrir 1416, lét presta tvo skrifa þetta mikla handrit,
á níunda tug 14. aldar, og gera það að öllu leyti úr garði. Þeir hétu
Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson og skrifuðu sinn hlutann
hvor, en auk þess myndskreytti Magnús prestur hana alla, og er það
verk hans í alla staði hið merkilegasta og fagurlega af hendi leyst.
Bókin er 225 blöð í stóru broti og rnikið lesmál á hverju þeirra. Hún
er safnrit, sem þannig hefur verið unnið, að fengin hafa verið ýmis
merkileg handrit, meðal annars trúlega frá klaustrinu á Þingeyrum,
og síðan skrifað eftir þeim á bókina. Er þarna saman komið efni úr
KRISTJÁN ÞÓRARINSSON ELDJÁRN er fæddur (j. des. 1916 á Tjörn
í Svarfaðardal í Evjafiröi. Foreldrar lians voru Þórarinn Kristjánsson bóndi
og kennari þar og kona hans Sigrún
Sigurhjartardóttir. Kristján varð stúd-
ent frá Menntaskólanum á Akureyri
1936 og stundaði síðan nám í Kaup-
mannahafnarháskóla 1936—1939. —
Hann varð mag. art. í íslenzkum fræð-
um frá Háskóla íslands 1944. Dr. phil.
frá Háskóla Islands varð hann 1957.
Kristján var stundakennari við M. A.
1939—1941 og 1945—1947 var hann
aðstoðarmaður við Þjóðminjasafn ís-
lands. — 1. des. 1947 var hann skip-
aður þjóðminjavörður og gegndi því
starfi þar til hann var kjörinn forseti
íslands 1968. Dr. Kristján hefur setið
í stjórnum fjölmargra félaga og stofn-
ana og hann hefur skrifað margar bæk-
ur og birt ritgerðir um fornfræðileg
efni. Hann er kvæntur Halldóru Krist-
ínu Ingólfsdóttur frá ísafirði.
Kristjnn Eldjnrn.