Húnavaka - 01.05.1977, Síða 17
HÚNAVAKA
1")
fengu oftast nær að skokka með fundarboðið. Þingboðsaxirnar voru
Iátnar fylgja fundarboðum fyrr á tíð, hvort heldur sem var mann-
talsþingboð eða hreppastefnuboð. Axirnar frá Stóradal munu vafa-
lítið fremur vera hreppstjóraaxir en sýslumannsaxir. Þar á bæ sátu
hreppstjórar löngum, og þarf þó ekki slíkt til, smáhlutir berast hæg-
lega milli bæja. Á bak við fangamark konungsins mótar fyrir hring
(sjá myndina), sem er far eftir lakkið undir innsigli hreppstjór-
ans.
Til eru fleiri þingboðsaxir en þessar tvær. í ársbyrjun árið 1900
voru Þjóðminjasafninu afhentar hvorki meira né minna en sjö þing-
boðsaxir, allar úr Árnesþingi. Sennilega hafa þær einmitt verið af-
hentar söfnum um þetta leyti af því að þá voru þær lyrir skömmu
með öllu aflagðar sem tákn með þingboðum. Enn eru í Þjóðskjala-
safninu tvær þingboðsaxir til viðbótar. Og í Byggðasafninu í Skóg-
um undir Eyjafjöllum er ein slík, frá Austvaðsholti í Landsveit,
eins og enn mun sagt verða. I svipinn man ég ekki eftir fleiri þing-
boðsöxum, en trúlegt er að þær séu fleiri til, annaðhvort í byggða-
söfnum eða í fórum einstakra manna.
En hvað er þá þingboðsöxi? Á nútíðarmáli mætti ef til vill segja
að það sé eins konar fjarskiptatæki. Á öllum öldum hefur verið þörf
fyrir boðsendingar milli manna, og hafa þá orðið til margs kon-
ar venjuhelgaðar aðferðir við að korna þeim áleiðis. Allir kannast
við orðtakið að skera upp herör, það er að láta ör eða örvarlíki
ganga frá manni til manns, eða bæ til bæjar eða byggð til byggðar,
til að kveðja upp herlið til varnar eða sóknar á ófriðartímum. Einnig
hafa þing frá fornu fari verið boðuð með boðkeflum (budstiklier
á Norðurlöndum) eða krossum eða enn öðrum auðþekktum tákn-
um. Af öllu þessu er talsvert mikil saga, og þingboðsaxirnar eiga
heima í Jreirri sögu.
Hér er hvorki tími né tóm til að freista þess að segja sögu þing-
boðsaxa og annarra skyldra boðbera. En svo vill til að fyrir ekki
löngu hefur Þórður Tómasson safnvörður í Skógum skrifað um
Jjingboðsöxina frá Austvaðsholti í tímarit þeirra Skógamanna, Goða-
stein (9. árg. 1970, 2. hefti). Þar sem mér er ekki kunnugt um neitt
staðbetra og fróðlegra um þingboðsaxir en þessa samantekt Þórðar
en hef sjálfur engu verulegu við að bæta, ætla ég að leyfa mér að
taka vænar glefsur frá Þórði traustataki, því að langflest af því sem
hann segir í tilefni af þingboðsöxinni frá Austvaðsholti getur eins