Húnavaka - 01.05.1977, Page 20
18
HÚNAVAkA
eitthvað af því tagi. Bíldur er þvílíkrar merkingar, eins og til dæmis
blóðtökubíldur, getur jafnvel þýtt öxi. Sennilegt virðist að þetta
eyrnamark hafi minnt menn á þingboðsöxi, eða jafnvel eitthvað
öðru vísi lagað boðstákn, og boðbíldur sé gamalt orð þeirrar merk-
ingar. Er þá hér enn eitt dæmi þess að margslungin saga getur búið
á bak við eitt orð.
Þingboðsaxir hafa hætt að þjóna sínu gamla hlutverki nálægt síð-
ustu aldamótum. Flestar liafa þær þá glatast eins og gengur. En þær
sem enn eru til halda áfram að bera boð. Ekki þingboð eða boð um
hreppastefnur, heldur hógvær boð frá fyrri mönnum til vor sem nú
lifum, boð um að gleyma ekki gömlum siðum og menningarháttum
á nýrri tíð, heldur geyma vitneskjuna um þá í trúu minni, með
skilningi og ræktarsemi, boð um að þræðirnir milli kynslóðanna eigi
ekki að slitna þó að straumur tímans liafi sína framrás og stundum
nokkuð harkalega.
VATNASKRÍMSLI
Svo sagðist Ingiríði Pálmadóttur lnisfreyju í Sólheimum Irá, að eitt sinn er
hún var að ganga við kindtir, sæi hún koma upp úr Svínavatni einhverja
skepnu, sem ekki yrði líkt við annað frekar en stóran hrísköst. Hvarf ferlíki
þetta von bráðar í vatnið aftur.
(Fortíð og íyrirburðir)
VATNASKRÍMSLl
Sögn er um mann, sem kom úr veizlu á Tindum og var á leið út að Sauðanesi.
Sá hann skepnu koma upp úr Laxárvatni, sem elti hann. Hræddist hann þá svo,
að hann fleygði í hana böggli, sem liann hélt á í hendinni, og í var veizlukostur
ætlaður börnum hans. Tók hann urn leið svo til fótanna sem mest hann mátti,
en skepnan stanzaði við að snuðra að bögglinum. Skildi svo með þeint.
(Fortíð og fyrirburðir)