Húnavaka - 01.05.1977, Síða 24
22
HÚNAVAKA
Það er engu líkara en land og líf haldist hér í hendur, fallist í
faðma eftir fangbrögð og hundrað ára baráttu.
En þetta er leyndardómur liðinnar aldar, sem alltaf verður svei]>
aður huliðshjálmi, þvi að sagan skráir aðeins verk okkar og við-
burði, en aldrei þá óræðu krafta, sem skcipum skipta.
Við lesum það af spjöldum sögunnar, sem hæst ber, en þar er
sjaldan skráð þrautseig barátta, fórnfús vinna, góðvild og vinarhug-
ur. Þetta rennur eins og Blanda burt út í hafið og týnist tíma og
rúmi.
En aldrei máist allt, þótt kynslóðir komi og fari. Andi byggðar-
innar býr áfram í brjóstunum, svífur yfir vötnunum og vísar eins
og dulinn kraftur veginn fram.
Afmælisbarnið Blönduós hefir átt margar heilladísir, sem allar
hafa lagst á eitt um að fæða það og klæða.
Aldurinn er ekki hár og stærðin ekki stór, en vegur og virðing
kaupstaðarins er mikill.
Það er bezta afmœlisgjöf, sem hcegt er að fd.
Saga Blönduóss verður ekki rakin hér, en ég vil minnast braut-
ryðjendanna og þeirra, sem starfað hafa hér, hylla Blönduós og
Blönduósinga.
Það er greinilegt að aðalhvatinn til myndunar þessa kaupstaðar
var verzlun og viðskipti.
Það voru í rauninni danskir selstöðukaupmenn, sem reistu þetta
þorp enda báru allar fyrstu verzlanirnar dönsk nöfn. En þarna voru
greinilega á ferðinni áræðnir og kappsamir kaupmenn, sem skildu
og skynjuðu frjósemi þeirrar byggðar, sem Húnaþing er.
Það verður vart á annan veg skilið en samkeppni hafi ráðið því,
að verzlunin fluttist frá Borðeyri og Skagaströnd til Blönduóss, sem
öfugt við báða þessa staði, var hafnlaus að kalla.
Kaupmennirnir skildu það, að verzlunin átti veg sinn undir fólk-
inu.
Menn þessir voru án efa um margt frábrugðnir því bændafólki,
sem þeir áttu viðskipti við.
Þeir litu köldum kaupsýsluaugum á störf sín, enda mótaðir af
öðrum hugsunarhætti og verðmætamati, en íslenzkur bóndi á norður-
hjara veraldar.