Húnavaka - 01.05.1977, Page 25
Þessir kaupmenn höfðu djúptæk áhrif á menningu og mannlíf
sýslunnar ogþað mætti líkja þeim við hlið héraðsins út í heimsmenn-
inguna og atburðarás veraldarinnar.
Þeir unnu verk, sem okkur ber að þakka og virða i dag.
Kaupstaðurinn þróaðist og þjónustan við byggðina jókst. Það
sem markaði fyrst og fremst sérstöðu Blönduóss meðal sjávarþorpa á
Islandi, var hafnleysan.
Þó að reynt væri að sækja sjóinn, var það aldrei nema nafnið eitt.
Það var verzlunin, sem gerði Blönduós að miðstöð héraðsins.
Þegar Blöndubrúin var byggð árið 1897 varð kauptúnið sem segull
þeirrar þjónustu, sem sveitirnar þörfnuðust, að kaupstað Austur-
Húnavatnssýslu.
Vegir lágu nú til Blönduóss frá austri og vestri og ofan úr dölum.
Hafnarskilyrði voru bætt, svo að hægt væri að skipa á land þunga-
vöru, þó að við ramman væri að rjá, þar sem hið opna haf var.
Fram á miðja þessa öld þurfti að ferja allt úr skipum, og var það
erfið vinna og áhættusöm, þar sem stundum skullu á veður eins og
hendi væri veifað.
En það var stórhugur, sem ríkti hjá frumbýlingum Blönduóss í
byrjun þessarar aldar, og draumar þeirra rættust.
Kjörin voru oft kröpp, atvinnan stopul, enda urðu Blönduósing-
ar að drýgja kost sinn með ræktun búpenings. Kýr og sauðfé voru
flestum heimilum nauðsyn, ef hafa átti í sig og á.
Fjárhús, fjós og hlaða urðu því hjá hinum óbreytta Blönduósingi
næstum samvaxin baðstofunni eins og til sveita.
Þessi einkenni hins gamla Blönduóss sjáum við enn í dag. Við
sjáum tún, sem teygja sig niður með ánni að vestan, þessa fengsælu
reiti fátæku fólki.
En torfbæir og tún eru ekki lengur einkenni kaupstaðarins heldur
minningin ein.
Tími og tækni hafa með gandreið 20. aldar gjörbreytt Blönduósi.
Hér er ekki lengur frumstæð vöruskiptaverzlun, hestar og kerrur
til flutninga, grútarlampar og kertaljós. Hér er heldur ekki notuð
skófla og haki, orf eða ljár né hrífa. Nú vinna vélarnar þau verk til
gagns og gleði.
Hér ríkir nú velsæld í stað fátæktar. Svo er frumherjum Blöndu-
óss fyrir að þakka.