Húnavaka - 01.05.1977, Qupperneq 26
24
HÚNAVAKA
Við eigum þeim því skuld að gjalda, sem hösluðu sér hér völl í
upphafi þeirrar aldar, sem við nú minnumst.
Þar var og er enginn öðrum meiri en allir eitt.
Þetta fólk lagði grundvöllinn að vexti og viðgangi Blönduóss og
O o o o o o
reisti sér þar með óbrotgjarnan minnisvarða.
A degi sem þessum gleymist þetta ekki.
„Römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til.“
Það finnum við, sem hingað erum komin í dag, borin hér og barn-
fædd.
Það er erfitt að meta gæfuna með mælistiku, en búsetan er áreið-
anlega stór þáttur hamingjunnar.
Flestum mönnum er það eðlilegast að verka og vinna, þar sem
jreir eru í heiminn bornir.
Það sannar strok hestsins, trúfesti farfuglsins, heimþrá mannfólks-
ins.
Það er jrví að mínum dómi mikil gæfa að lifa og deyja á heimaslóð.
Þið Blönduósingar, sem reist hafið þennan glæsilega kaupstað,
senr á stolt sitt í nýtízku verzlun, vaxandi iðnaði, menningarsetrum
skóla og félagsheimilis, glæsilegu sjúkrahúsi, hreinum bæ fagurra
heimila, en umfram allt gróskuríku lífi, þið, Blönduósingar, eruð
gæfufólk.
í dag, á hundrað ára afmæli Blönduóss, er þetta ykkar bær, ykkar
stolt og stoð.
Það er ósk mín ykkur til handa í dag, Blönduósingar, að bærinn
sé og verði ykkar hjartans eign.
Þegar ég lék mér hér á bökkum Blöndu eða hvíldi hér í lautu,
óð grasið og öslaði safaríka mýrina, var ég barn Blönduóss.
0° hvert, sem mig hefir borið um lieiminn, hefir bernskuslóðin
fylgt mér.
Því er einu sinni svo farið, að landið, sem bar okkur, moldin, sem
nærði okkur, er og verður móðir okkar, hluti persónuleikans, mynd
sálarinnar.
Það er þess vegna ekki hægt að týna uppruna sínum eða rífa
lifandi veru upp með rótum svo að heil sé.
Svo stoltur liefi ég orðið af átthögum mínum að eg hefi næstum
gleymt ættlandinu.