Húnavaka - 01.05.1977, Page 27
HÚNAVAKA
25
Éo' hefi verið meiri Húnvetningur en íslendinsfur.
Það er talið að þjóðernisvitundin fari dvínandi og hætt er við
að rótleysi þjóðlífsins eigi eftir að skola burt þeim auði, þeim ættar-
arfi, sem byggðarástin er.
Þegar sveitarígur er ekki lengur til, þegar erjur Blönduósiuga og
Skagstrendinga deyja út, þegar Vatnsdælingur gengur ekki lengur
sem þjóðhöfðingi um götur Blönduóss, þegar l.angdælingar og Ból-
hlíðingar koma ekki lengur þögulir og þungbúnir til kaupstaðar,
þegar Svíndælingar eru ekki lengur glaðir og reifir, en Asamenn
hægir og hljóðlátir, þá er fólkið hér á þessari slóð að týna einkenn-
um sínum, þá er það orðið hluti heildar en ekki einstaklingar, tími
og tækni liafa skolað því á vit hins stóra heims, í milljónadjúpið.
Gegn þvi skulum við sporna.
Á hinum pólitiska vettvangi var Blönduós staður heitra tilfinn-
inga í mínu ungdæmi.
Fólkið hafði ákveðnar skoðanir, sem oft voru fastlega flokks-
ltundnar.
Þegar nálgaðist kosningadaginn hitnaði svo í kolunum að upp úr
logaði.
En þessar erjur voru eins og bál, sem brennur út.
Skynsemin bar einstrengislega sérhyggju og flokkadrátt ofurliði.
Samtakamátturinn varð sterkari sundrunginni.
Því ber kaupstaðurinn órækt vitni í dag.
En öld er ekki nema ögn i timanum.
Hvað framtíðin ber í skauti sínu veit enginn í fallvöltum heimi.
Þegar litið er til þess, að aldar gamall bær er í rauninni aðeins ný-
græðingur í heimsbyggðinni, gefur það auga leið, að hér eiga hlutir
eftir að gerast sem okkur öllum er ofvaxið að spyrja eða spá um.
Yfir hverju landið og byggðin býr er skrifað í stjörnurnar.
Leysist sú orka úr læðingi, sem Blanda býr ein yfir, mun sérhver
hönd á þessum stað hafa mikið verk að vinna.
Það er björt framtið og glœst, ef úr rœtist.
Ég byrjaði mitt tal með því að minna á Blöndu, en hún og Blöndu-
ós eru fyrir mér eitt og hið sama.