Húnavaka - 01.05.1977, Page 28
HÚNAVAKA
2<i
An Blöndu get ég ekki lnigsað mér Blönduós.
Óður minn lil Blöndn er pvi óðnr fílöndnóss.
Þú byltist fram, þú beljar og t'ossar,
ó, Blanda sem áður fyrr.
Þig seiða og töfra sjávarins kossar,
í sál þér er hamingjubyr.
Þú átt svo margt af minnum og vinum,
svo marga hamingju nótt.
Á þínum bökkum, í beljandi ginum,
hef ég barn minn fögnuð sótt.
Þú áttir fyrsta óð minn og drauma,
mína ást og hamingjutal.
Þú töfraðir fram mína tregans strauma,
mitt tál og harmahjal.
Hver þín alda var óskadraumur,
hver ógn mitt vald og sorg.
Hvert þitt gljúfur minn gleðiflaiimur,
mín gæfa og framaborg.
Ó, Blanda, ó Blanda þú sem beljar og fossar,
þitt blóð, þitt töfrandi lín,
þinn niður, þinn óður, þínir ástarkossar,
það allt er hamingja mín.
Ég veit ég mæli fyrir munn allra þeirra, sem unna ættjörð og æsku-
slóð, þegar ég árna Blönduósingum og Blönduósi heilla í dag.
Kjarkinn og kraftinn sækir hver og einn til móðurmoldarinnar,
til feðra og föðurhúsa. í bæinn þar sem hann er borinn og barn-
fæddur.
Þetta eru dýr örlög og óræð.
Um aldarskeið hefir Blönduós borið börn sín við barm sinn.
Megi Blönduós verða börnum sinum góð og gegn móðir cetið sem
áður, um ókomna tið.
Megi fílönduós dafna að virðing og vexti.
\