Húnavaka - 01.05.1977, Page 30
HÚNAVAKA
28
10 börn, misstu fjögur þeirra í bernsku, en sex synir komust til full-
orðinsára. Ég var Jreirra yngstur.
Ægissíða var ríkis- eða kirkjujörð, svo að ekkert fékkst til umbóta.
Faðir minn réðst í að byggja reisulegan bæ á síðari búskaparárum
sínum þar, en það reyndist ofvaxið efnahagnum, svo að foreldrar
mínir urðu að selja mestan hluta bústofns síns upp í skuldirnar og
hrökkluðust þaðan örsnauð árið 1899. Næstu fjögur árin lentu þau
á hrakhólum, bjuggu á lélegum kotum í óhæfum húsakynnum eitt
ár á hverjum stað.
Arið 1903 fluttu þau að Gottorp með okkur yngri drengina og
bjuggu þar í 5 ár. Gottorp var lítið, en þægilegt býli og þar leið okk-
ur að ýmsu leyti vel. Þar var töluverð silungsveiði til búdrýginda og
mikillar ánægju fyrir okkur strákana að sullast við veiðiskapinn. Frá
verunni í Gottorp á ég mínar sælustu æskuminningar. Þar er unaðs-
lega fallegt, landið fullt af sérkennilegum klettaborgum, sem ég hélt
að flestar væru huldufólksbústaðir og heyrðist stundum vera kallað
í mig. Þar er slétt og falleg sandfjara meðfram Hópinu og í þessari
fjöru fór ég fyrst að reyna að skrifa. Pappír var enginn til á heimil-
inu, nema þegar eins árs reikningar frá kaupmönnum voru ekki út-
skrifaðir, fékk Sigþór bróðir minn þá til að teikna á. Hann hefði
cflaust orðið listmálari, ef hann hefði fengið tækifæri til þess og enzt
aldur.
Aldrei liðum við skort í uppvextinum, en oft man ég að okkur
langaði í meiri mat. Við stilltum okkur um að biðja um meira. Við
vissum að móðir okkar lét allt í té sem hún gat og skipti réttlátlega.
Allt komst af með Guðs hjálp, enda veit ég að það hefði verið farið
að harðna á dalnum, jaegar faðir minn hefði farið að leita aðstoðar.
FÉKK KANDÍSMOLA í HJÁSETUNA.
Þegar ég var átta ára kom Þorlákur í Vesturhópshólum til okkar
að Gottorp og vildi fá mig til að sitja yfir kvíaám með 17 ára pilti úr
Reykjavík, sem leiddist einveran. Þorlákur var mikill vinur foreldra
minna og þau vildu gjarnan verða við bón hans. Ég fór því með Þor-
láki vestur og næsta dag byrjaði hjásetan. Ég var með nesti og nýja
skó og Margrét kona Þorláks stakk vænum kandísmola í vasa minn
á hverjum morgni.