Húnavaka - 01.05.1977, Page 31
HÚNAVAKA
29
Ég var eina viku í hjásetunni alveg viðþolslaus af leiðindum. Ég
liafði ekki matarlyst og meira að segja kandísmolarnir söfnuðust
saman í vösum mínum. Þorlákur kom frá Blönduósi á laugardags-
kvöld og var þá dálítið kenndur. Hann gaf mér vasahníf, sem var
góður gripur og sagði að ef ég yrði hjá sér aðra viku skyldi hann gefa
mér orf og ljá. Þó að mig langaði mest til að eignast þessa hluti vildi
ég engu lofa. Ég hafði hugsað mér að strjúka um nóttina. Vonaðist
ég til að Þorlákur svæfi fast, en ég svaf fyrir ofan hann. Til þessa
flótta kom þó ekki, því að faðir minn kom um kvöldið og reiddi mig
heim. Ég held að ég hafi aldrei á ævi minni orðið fegnari.
Þegar ég var fO ára bað Elísabet ekkja Péturs Kristóferssonar á
Stóru-Borg mig að vera hjá sér léttadreng yfir árið. Ég átti að vinna
fyrir mér. Ég var strax fús til þess. Þarna var margt fólk í heimili,
sem ég þekkti vel og aðeins 10 mínútna gangur milli bæjanna. Sömu-
leiðis fannst mér það frami að vera beðinn að vera allt árið án með-
gjafar.
Ég hafði mikið að gera sérstaklega yfir sumarið, en allir voru mér
góðir. Ég rak og sótti kýrnar, eltist við hrossin þegar þurfti að nota
þau og bar mat og kaffi á engjar, sem var löng leið. Margt fólk var á
engjum og oft var ég að sligast undir burðinum, sem voru tvær stórar
fötur, sem ég bar í grind og svo nokkrar mjólkurflöskur í þverbaks-
poka, sem var bundinn yfir axlir mínar.
Varstu látinn lcera eitthvað um veturinn?
Nei, og það þótti mér verst. Foreldrar mínir höfðu aldrei haft efni
á að halda heimiliskennara, en ég hafði lært að lesa og ögn að skrifa
og reikna af eldri bræðrum mínum.
Bræður mínir fóru að heiman jafnskjótt og þeir gátu unnið fyrir
sér og við sem heima vorum lögðum fram okkar litlu krafta. Oft hef
ég hugsað um það, hvort við bræður hefðum orðið hamingjusamari
hefðum við alist upp við auð og allsnægtir, en ég tel það mjög vafa-
samt. Lífsbaráttan var bara allt of hörð fyrir foreldrana og þau urðu
útslitin fyrir aldur fram.
Fjórir af bræðrum mínum brutust af eigin rammleik í að leita sér
menntunar. Þeir tóku allir próf úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri.
Einn þeirra tók lögfræðipróf við Háskólann og annar tók próf við
lýðháskólann í Askov í Danmörku. Guðmundur, sem var elztur, var
stoð og stytta foreldra okkar í ellinni .