Húnavaka - 01.05.1977, Page 33
H ÚNAVAKA
MI
þeir mátu hann mikils og studdu skólann á ýmsan hátt. Auk Ásgeirs
var fastur kennari Stefán Sveinsson. Gunnlaugur Blöndal listmálari
kenndi teikningu eina stund í viku og Jóhann Briem prestur á Mel-
stað kenndi söng tvo tíma í viku. Allt voru þetta ágætir kennarar.
Leikfimi var kennd á hverjum degi og skólastjórinn mæltist til
þess að við strákarnir færum í sjóbað strax að loknum hverjum leik-
fimitíma. Enginn skoraðist undan því. Aðeins einu sinni neitaði
einn að fara í sjóbaðið. Hann var miskunnarlaust dreginn út á tröpp-
ur, klæddur úr jakkanum og hellt yfir hann tveimur vatnsfötum full-
um af sjó. Skólahúsið stóð á kambinum rétt ofan við fjöruna. Eng-
inn okkar var syndur og þá fáu daga, sem við gátum ekki farið í sjó-
inn vegna brims, veltum við okkur í snjónum, enda urðum við
hraustir og þoldum kulda eins og gaddhestar. Oft höfðum vlð marga
áhorfendur, sem héldu að við mundum drepa okkur á þessu tiltæki.
Flestir sem urðu mér samtíða þessa tvo vetur urðu að láta sér nægja
það veganesti, sem skólinn veitti þeim.
I>AÐ VAR SUNGIÐ, DANSAÐ OG SPILAÐ í TVO DAGA.
Hvernig kunnir pú við pig d Hvammstanga?
Mér líkaði mjög vel við Hvammstangabúa og þá Vestur-Hún-
vetninga, sem ég kynntist. Sýslufundir voru haldnir í skólanum og
v.ð nemendurnir höfðum upplestrarfrí á meðan. Ég gat ekki stillt
mig um að hlusta á þegar umræður fóru fram. Mér eru minnisstæðir
þeir Eggerl Levý á Ósum og Hjörtur Líndal á Efra-Núpi. Þeir voru
ærið gustmiklir í ræðustól, báðir hörku ræðumenn, sem voru ekki á
því að láta hlut sinn ef eitthvað bar á milli. Einnig minnist ég þeirra
liiifðinglegu prúðmenna, Friðriks Arnbjörnssonar á Stóra-Ósi og
Jóns Skúlasonar á Söndum.
Síðari veturinn bauð skólasystir mín og frænka, dóttir Karls á
Bjargi, mér að vera á Bjargi um páskana. F.innig voru boðin þrjú
börn Björns Blöndals læknis.
Ég held að ég hafi aldrei verið á jafnmikilli gleðisamkomu. Það
var sungið, spilað og dansað í tvo daga með litlum hvíldum. Söngur-
inn yfirgnæfði þó allt. Þarna voru samankomnir mjög góðir söng-
kraftar, þar sem var Bjargsfólkið og læknissystkinin.