Húnavaka - 01.05.1977, Page 34
32
H ÚNAVAKA
KÓNGSINS LAUSAMAÐUR.
Hvað tók við eftir skólann?
Næstu árin var ég það sem þá var kallað kóngsins lausamaður.
Vann á sumrin við heyskap og skepnuhirðingu á veturna, aðallega á
Brúsastöðum, í Saurbæ og Ási.
Á vorin stundaði ég vegavinnu og var í þrjú vor vegaverkstjóri í
Vatnsdal. Á haustin vann ég í sláturhúsi S.A.H., þar var mikið líf og
fjör. Venjtdega var dansað tvi) kvöld í viku og þrumandi karlakór
önnur kvöld vikunnar. Mötuneyti var í stórum skúr sunnan við
gömlu búðina. Þar voru böllin haldin. Hluti af skúrnum var afþilj-
að herbergi, sem kallað var gimbrastía. Þar bjó kvenfólkið. Karl-
mennirnir bjuggu flestir á loftinu yfir gömlu búðinni.
Vorið 1922 fór sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu þess á leit við
mig að ég færi til Noregs að læra að búa til svokallaðan gráðaost.
Fráfærur tíðkuðust þá í Noregi og osturinn framleiddur úr sauða-
mjólk. Hann þótti góð útflutningsvara. Ég átti að búa í seljurn upp
til fjalla og læra ostagerðina af selstúlkunum, sem sáu um liana. Ég
gat ekki sinnt þessu ævintýri, en í minn stað fór Bjarni Jónsson frá
Undirfelli og lét vel af för sinni. Ekki voru samt teknar upp fráfærur
hér né framleiddur þessi ágæti ostur.
Hvernig voru lifshœttir Vatnsdcelinga á þessum árum?
Mannlífið í Vatnsdal var mjög skemmtilegt. Byggingar og efna-
hagur fólks var yfirleitt í góðu lagi. Þar reis hvert menningarheimil-
ið öðru hærra. Rausn og gestrisni rnátti heita á hverjum bæ. Vatns-
dælingar deildu oft hart um þjóðmál og innansveitarmál, en þó laust
við alla rætni og gátu skemmt sér saman á gleðistundum.
Mikið var um jólaboð á hverjum vetri og var þá oft þröng á þingi.
Fólkið spilaði, söng og dansaði alla nóttina og þótti hæfilegt að koma
heirn til gegninga að rnorgni. Ungmennafélag og lestrarfélag störf-
uðu í sveitinni. Auk þess var glíma töluvert rnikið æfð, farið á skaut-
um og mikið sungið. Á sumrin fór unga fólkið í flokkum á hesturn
um sveitina og stundum í lengri ferðir t. d. fram á heiði eða vestur
í Borgarvirki. Ég hafði mikla skemmtun af þessum ferðum, enda átti
ég tvo ágæta hesta, sem veittu mér margar unaðsstundir.
Samtímis mér ólst upp margt af myndarlegu fólki í Vatnsdalnum.
Sérstaklega voru margar heimasæturnar stórglæsilegar og skemmti-