Húnavaka - 01.05.1977, Blaðsíða 35
HÚNAVAKA
33
legar. Ekki gat farið hjá því að ég yrði snortinn af þessum glæsilegu
meyjum og ekki óhugsandi að ég hefði getað hlotið einhverja þeirra
ef ég hefði lagt mig fram. Ég var þó ekki í neinum giftingarhug. Mér
var ljóst að ég hafði ekkert að bjóða konu, nema að kúldrast í hús-
mennskn eða vinnumennsku og því bezt að slá öllu slíku á frest.
IIPPBOÐIÐ í BÁRUNNI.
Hvernig stóð n þvi að þú snerir þér að verzlunarstörfum?
bað var hreinasta tilviljun. Haustið 1923 seldi ég allar mínar
kindur, um 40 ær, og fór til Reykjavíkur nokkru eftir áramótin. Ég
hélt til hjá Magnúsi bróður mínum, sem þá var ritstjóri Varðar, ný-
stofnaðs blaðs þeirra Jóns Þorlákssonar og Magnúsar Guðmundsson-
ar. Þá var voðalegt atvinnuleysi í Reykjavík og enga vinnu að fá, en
ég vann dálítið við afgreiðslu Varðar, sem var vikublað.
Síðari hluta vetrar var ég á ferð niður í bæ og gekk framhjá Bár-
unni við tjörnina. Mikil mannþröng var við dyrnar, sem voru opn-
aðar nm leið og ég kom þar að. Það var að hefjast uppboð, sem stóð
í eina 10 daga. Mest af því sem selt var tilheyrði stórverzlun, sem
hafði farið á hausinn og ank þess margir vöruslattar, sem Reykja-
víkurborg hafði tekið lögtaki. Þarna kenndi margra grasa, mest var
þó af búsáhöldnm og vefnaðarvöru. Mér sýndist margt fara fyrlr lágt
verð og datt strax í hug að kaupa nokkurn slatta af vörum, fara með
þær til Blönduóss og selja þar á uppboði eða fá leigða kompu og
setja á fót verzlun.
Hermann jónasson síðar ráðherra var þá fulltrúi borgarfógeta og
liélt uppboðið. Ég var svo til peningalaus, en sá að flestir sem buðu
fengu skrifað, það sem þeir keyptu. Ég fór til Hermanns og spurði
hvort ég fengi skrifað, það sem ég keypti, sem gæti orðið töluvert
magn. Hermann spurði mig auðvitað hvaðan ég væri og hvenær ég
gæti borgað. Að þeim upplýsingum fengnum sagði liann að ég gæti
keypt eins og ég vildi.
Þarna keypti ég það sem ég gerði ráð fyrir að geta selt á Blönduósi.
Ég sendi allt dótið norður með skipi, fékk leigða litla búð hjá
Klemenz Þórðarsyni, seldi allar vörurnar ódýrt og losnaði við þær á
7 vikum, nema smáslatta, sem kaupmaður á Hvammstanga keypti.
3