Húnavaka - 01.05.1977, Page 38
H ÚNAVAK A
:S6
Þið hjónin eigið þrjú börn?
Já, elztur er Sæmundur Magnús, sein alla tíð hefir verið heima og
annazt búskapinn á Kleifum og verið okkar stoð og stytta. Hanu er
fæddur 22. maí 1930. Næst er Sigrún fædd 26. marz 1932. Hún er
gift Jóni Erlendssyni íþróttakennara. Þau eiga tvær dætur og einn
son. Þá er Ásdís fædd 29. apríl 1939. Asdís er gift Kristjáni Thorlac-
ius yfirkennara. Þau eiga fjórar dætur. Báðar dæturnar eiga heima í
Reykjavík. Þá ólst upp hjá okkur bróðurdóttir mín Jónína Svein-
björg Björnsdóttir fædd í Húsey í Skagafirði 16. júlí 1922. Hún er
gift Karli Helgasyni íþróttakennara á Akranesi. Þau eiga tvo syni.
STIJMPARNIR VORU VINSÆLASTIR.
Hvenœr flytur þú að Kleifum?
Arið 1930 keypti ég hús Skúla Benjamínssonar, sem nú er kallað
Bjarg, gerði það allt upp og byggði við það. Þar bjó ég til vorsins
1952. Þá fluttum við að Kleifum.
Blönduóshreppur lét mig hafa 10 ha land. Það var þá af fróðum
mönnum, þar á meðal landnámsstjóra, talið nægilegt til þess að stofna
nýbýli að hafa 10 ha land og einhver ítök í beit. Þá væri hægt að hafa
10 kýr og það væri nægilegt til þess að fjölskylda gæti lifað góðu
líti. Síðar fékk ég 5 ha til viðbótar, sem ég het' einnig ræktað.
Fyrst var ég með bæði kýr og fé, en nú síðari árin eingöngu kindur.
Ég komst fljótt að raun um að fjölskylda gat ekki lifað af að hafa
lOkýr.
Svo við vikjum nú að öðru. Með hvaða vörur verzlaðir þú helzt?
Eg byggði verzlun mína fyrst og fremst á því að flytja vörur, sem
ég taldi að mundu verða vinsælar og voru ekki mikið á boðstólum á
Blönduósi. Ég seldi mikið af fatnaði karla og kvenna, reiðhjól og
varaliluti í þau, bíldekk, fjaðrir og ýmsa varahluti í bíla. Margir
komu með bxotnar fjaðrir og sprungin dekk þegar fyrst var farið að
brjótast á bílum milli Reykjavíkur og Akureyrar í kringum 1930.
Vinsælastir af öllu voru þó svokallaðir stumpar. Þetta var vefn-
aðarvara af ýmsu tagi, buxnaefni, léreft, silki, satín o. fl. Efnin voru