Húnavaka - 01.05.1977, Page 47
HÚNAVAKA
hálfan mánuð að gera bygginguna fokhelda og þá flutti ég þessa
heiðursmenn til heimkynna sinna. Síðan komu aðrir smiðir, þeir
Eiríkur Guðlaugsson og Guðmundur Tryggvason. I';i voru engin
trésmíðaverkstæði og því varð að smíða allt heima: Inirðir, glugga
o. s. frv. Eins og gefur að skilja hafðist fólkið við í tjöldum og fjár-
húsum allt sumarið eða þar til við fluttum í nýja húsið en það var
nokkru fyrir göngur um haustið.
Þetta hafa verið erfið ár?
[á og árið 1937 varð ég fyrir því áfalli að allt féð var tekið af ntér
vegna mæðiveiki sem fannst í einni kind. Féð var tekið framgengið,
flutt vestur á Heggstaðanes og svo lógað á Hvammstanga um haust-
ið. Vegna þessarar veiki var settur vörður við Blöndu og var mér nú
boðin vinna við þessa vörslu og var við það í tvö sumur. Kaupið
\ar gott, fyrra sumarið hafði ég 1300 krónur, sem var mikið fé í þá
daga, og þá fyrst sá ég peninga á þessum seigdrepandi kreppuárum.
Þið trúið því varla en peningaleysið var svo mikið að maður átti
varla til aura undir bréf, hvað þá heldur meir.
Hafðir þú refabú i Gautsdal?
A fjórða áratugnum náðu silfurrefir talsverðri útbreiðslu, skinn-
in af þeim voru mjög verðhá fyrstu árin. Mér lék hugur á að eignast
slíka refi en vantaði peninga til þess. Úr því rættist samt þegar ég
var búinn að vera í verðinum. Þá keypti ég tríó, það er að segja tvær
læður og einn ref. Þetta kom sér vel þegar mæðiveikin fór að murka
niður féð, þá var hægt að nota kjötið, sem til féll, til að ala dýrin
og var það mikils virði. Þannig breytti maður þessu í dýra fram-
leiðsluvöru.
Ég keypti dýrin og búrin af Hafsteini á Gunnsteinsstöðum, ekki
man ég verðið. Fyrsta árið hafði ég dýrin á Móbergi — þar var rekið
allstórt refabú — en svo illa tókst til að önnur læðan mín drap alla
hvolpana sex að tölu. Það var mikill skaði. Þá flutti ég refina og
búrin að Gautsdal. Ég hafði aldrei fengist við að hirða svona dýr
en reyndi að þreifa mig áfram eins og við aðrar búgreinar því að ég
hafði aldrei lært neina búfræði. Þessi nýja búgrein heppnaðist vel,
ég fékk alltaf tíu hvolpa. Önnur læðan átti alltaf sex en hin fjóra.
Þetta bú rak ég í átta ár en þá vorti skinnin fallin svo í verði að þetta
gekk ekki lengur og þar með var þessi búgrein úr sögunni.