Húnavaka - 01.05.1977, Page 53
HÚNAVAKA
51
byggt og gat þá hlaupið undir bagga með bygginguna og lánað í
hana, svo mjög var minn fjárhagur breyttur frá því sem áður var.
Ég sat í sóknarnefnd og var meðhjálpari um tírna, einnig fulltrúi
á kaupfélags- og sláturfélagsfundum. Mér fundust fundir svipmeiri
áður fyrr en núna og ræðumönnum heldur vera að fara aftur.
Varstu i kórnurn?
Nei, það var ekki hægt. Gautsdalur er svo afskekktur og ekki hægt
tveim herrum að þjóna. En ég get samt sungið á við hvern annan.
Þú varst við forðagœslu?
Já, líklega í um 20 ár. En vegalengdir voru miklar og ég var
stundum hálfan mánuð við þetta á vorin og varð þá stundum að
fá mann. Þetta gekk svo h'tið því að alltaf var beitt og maður gat
ekki verið við þetta nema kvölds og morgna.
Ég lagði alltaf áherslu á að setja vel á. Ég var alltaf fyrningamaður
og hefði ekki getað hugsað til að verða heylaus. Það er númer eitt að
tryggja skepnurnar vel en nú leika bændur sér að því að setja djarft
á. En heyjabændur og efnabændur fylgjast oft að.
Þú minritist á fundi, þií hefur ekki verið á þingmálafundinum
frœga á Sveinsstöðum?
Jú, það var vorið 1924 rétt fyrir slátt. Hann var haldinn suður í
hólunum, mannmergðin var svo óskapleg. Fólk kom úr báðum sýsl-
um, norðan úr Skagafirði og vestan af Ströndum og allir ríðandi.
Eg var þá bóndi á Vatnsnesi en vílaði ekki fyrir mér að fara norður.
Þá þurfti enga skemmtikrafta — enga trúða — til að koma fólkinu
á fundarstað. Það voru menn og málefni sem fólk sóttist eftir. Þarna
voru Jiiessir skörungar Jónas frá Hriflu, Jón Þorláksson, Tryggvi
Þórhallsson, Þórarinn á Hjaltabakka, Runólfur á Kornsá, Guð-
mundur Ólafsson í Ási og fleiri.
Jónas frá Hriflu heldur fyrstu ræðuna, voðalega skammaræðu um
íhaldsflokkinn og Þórarinn á Hjaltabakka. Þórarinn seldi mönnum
síld og var sagt að hann grajddi eitthvað á því, en Jónas tíndi auð-
vitað allt til. Svo lýkur Jónas sinni ræðu og Þórarinn er næstur og
gengur í ræðustólinn. En hann gat ekki sagt eitt einasta orð. Jón S.
Baldurs var sendur með hraði heim í Skólahús eftir vatni, það er
þó nokkur spölur og Þórarinn stóð allan tímann í stólnum, senni-