Húnavaka - 01.05.1977, Page 54
5 2
H U N A V A K A
lega um 10 mínútur. Hnnn kom ekki upp orði, geðshræringin var
svo mikil. En þegar vatnið kom, þá var ekki að sökum að spyrja.
Hann náði sér á strik og liélt ágæta skammaræðu um Jónas sem lá
þarna á flötinni. „Og það er lýgi“ kallaði Jónas inní. „Og það er
ekki 1 ýgi sagði Þórarinn og þá var hann orðinn liarður, lagsmaður!
Þetta var skemmtilegur fundur, jónas var þrælmagnaður, og um
kvöldið voru karlarnir á fundinum orðnir svo æstir — Joað var nú
eitthvert vín líka — að þeir voru farnir að fljúgast á.
Þú fórst i ba-ndaför til nordurlandanna síðastliðið vor, hveruig
leist pér á búskapinn par?
Já, ég hef tvisvar farið, í lyrra og fyrir sex árum. Mér finnst ákaf-
lega gaman að ferðast en vildi ekki búa sums staðar í Noregi, þetía
eru smákot hangandi utan í ljallshlíðunum. Þetta var skemmtilegt
ferðalag og fjörugt og mikið dansað — ég hef gaman af að dansa
og hef oft stýrt marsi í Húnaveri og eins var mikið dansað í heima-
húsum fyrrum.
I ferðalaginu bað Agnar Guðnason fararstjóri menn að leggja
fram efni til skemmtunar í bílnum. Ég hafði spurningakeppni og
spurði út úr Njálu frægustu bók á íslandi. Það var bara til gamans
og ég spurði upp úr mér. En viltu nú vita hvað, í hófi ferðafélag-
anna í Reykjavík í haust kemur ein frúin til mín og segir: „Nú er
ég búin að lesa Njálu þrisvar sinnum". Það var nokkuð gott hjá
henni. Hún hafði aldrei lesið Njálu áður.
Var ekki EAivoga-Sveinn nágranni pinti?
Við vorum að vísu nágrannar þótt langt væri á milli, því það eru
þrjár jarðir milli Gautsdals og Refsstaða. Síðustu viðskipti okkar eru
mér minnisstæðust. Þannig var að Sveinn kom til mín einn dag og
bað mig að kaupa hey af sér sem hann átti á Litla-Vatnsskarði. Þetta
var síðasta árið sem Sveinn lifði. Ég tók dræmt í Jrað og sagði eins
og var að ég helði nóg hey. Sveinn vildi ekki sætta sig við Jætta svo
að hann gat fengið mig til að fara með sér út að Vatnsskarði til að
líta á heyið. Þegar þangað kom reyndist Jrað eins og Sveinn hafði
sagt gott hey og að vöxtum svona 25—30 hestburðir. Ekki samdist
með okkur Sveini um heyið, mér Jrótti það of dýrt því það var kostn-
aðarauki að koma því heim, engu hægt að koma við nema klakkn-