Húnavaka - 01.05.1977, Page 56
KRISTINN PÁLSSON, Blönduósi:
Árið 1976 var haldin sögusýning í Barnaskóla Blönduóss, dagana
3—7. júlí Þar var til sýnis hvalbyssa (hrefnubyssa), sem nú skal lýst
stuttlega.
Hlaup byssunnar er úr járni um einn metri að lengd og um
tveggja tommu vítt. Skeftið er úr harðviði og endar með handfangi,
sem fer þægilega í hendi. Neðan á skeftinu er rauf og þar í gikkur-
inn, sem er járnfleinn með auga á endanum fyrir spotta, sem kippt
var í þegar hleypt var af.
Ofan á hlaupinu endilöngu er bakki úr koparblendi. Fremst á
honum er sigtið. Bakkinn hefur verið lakkaður svartur, svo að þægi-
legra væri að miða. Byssan hvílir á ás milli tveggja járnpúða og því
auðvelt að beina hlaupinu upp og niður. Niður úr járnpúðunum er
sívalur járnöxull, sem gengið hefur niður í sæti á hvalbak bátsins.
svo að þægilegt hefur verið að snúa henni til hliðar á ýmsa vegu.
Utan um þann öxul er föst járnbaula með tveim augum á. Senni-
lega fyrir skutullínuna.
A byssunni stendur: L. H. Hagen & co. CHRISTANIA. Einnig
er á henni númer 338. Þá má finna á henni vörumerki, sem er
byssa og sverð lögð á ská livort yfir annað. Byssan er skutulbyssa,
þó að enginn finnist nú skutullinn. Hún mun vera af m/b Freyju,
sem eitt sinn var gerð út til hrefnuveiða liéðan frá Blönduósi.
A árunum eftir 1920 voru bátar gerðir út til hrefnuveiða hér fyrir
Norðurlandi frá bæjum við Steingrímsfjörð á Ströndum.
Þar sem þetta var ábatasöm veiði stofnuðu þeir með sér félagsskap
hér á Blönduósi: Pétur Theódórs, kaupfélagsstjóri, Hannes Jóns-
son frá Þórormstungu og Lárus Maríasson skipstjóri frá ísafirði.
Keyptu þeir mótorbátinn Freyju, sem var yfirbyggð trilla 5—6 tonn.
Bátur sá hét upphaflega Adam, var með fjögurra hesta Danvél og