Húnavaka - 01.05.1977, Page 59
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON frá Brandsstöðum:
Slys við Stafnsrétt
A ðfararorð.
Stafnsrétt í Svartárdal hefur löngum verið landsþekkt fyrir margra
hluta sakir og þó fyrst og fremst fyrir stærð og fjárfjölda. En ýmsar
þekktar skilaréttir munu eiga lengri sögu en hún. Hinn ágæti og
margfróði fræðimaður, Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum í Blöndu-
hlíð, hefur gert ágæta grein fyrir upphafi hennar í V. bindi al'
Göngum og réttum (bls. 650). Samkvæmt óyggjandi upplýsingum
lians mun fyrst hafa verið réttað í fullbyggðri rétt þar á Löngueyri,
— en svo hét eyrin að fornu, — haustið 1813. Þá mun hún hafa verið
fullbyggð.
Þá átti öll byggðin milli Blöndu og Vestri-Jökulsár (og Héraðs-
vatna frá sameiningu Jökulsánna til hafs) allt norður að Laxá hjá
Höskuldsstöðum að vestan og Gönguskarðsá að austan, upprekstur
á Eyvindarstaðaheiði og Stafnsrétt. Skilarétt jressa svæðis var Ey-
vindarstaðarétt, sem stóð í Réttarnesinu fyrir sunnan Eyvindarstaði.
Tvær aukaréttir lágu undir Eyvindarstaðarétt: Selsrétt er stóð við
Mælifellsár-Sel austanhallt við Kiðaskarð og Ranarétt, sem stóð í
tungusporði sunnan Svartár, gegnt l.öngueyri. Þegar skilaréttin var
færð frá Eyvindarstöðum að Stafni, var sjálfgefið að leggja Ranarétt
niður. Selsrétt stóð áfram sem aukarétt, uns Mælifellsrétt var byggð,
sumarið 1904. Síðast mun hafa verið réttað í Selsrétt haustið 190.3.
Skipting fjallatolla milli afréttahlutanna var á þá lund að til Stafns
féll 14 hluti en Eyvindarstaða yA hlutar. Breyttist sú skipting ekki,
þótt skilaréttin væri færð. Fylgdu þau skilyrði réttaflutningunum frá
hendi Eyvindarstaðaeiganda Jóns Bjarnasonar hreppstjóra.
Bygging réttarinnar þar á eyrinni mun hafa orðið nokkurt hita-
mál um sinn og færir Gísli Konráðsson nokkur rök fyrir því í Hún-
vetningasögu sinni. Mátti hann gjörla um það vita, því hann bjó
árin 1808 til 1818 á Löngumýri á Vallhólmi. Voru höfuðatriðin um
byggingu réttarinnar staðfest á manntalsþingi að Bólstaðarhlíð 1.