Húnavaka - 01.05.1977, Page 60
HÚNAVAKA
r>8
Greinnrhöfundur, GuOmundur Jósnfatsson, og Björn Egilsson frn Sveins-
stöðum, Skagafirði, lýsa tildrögum að slysinu.
júní 1812. Var málið þá rækilega undirbúið í Skagafirði. Áttu Skag-
firðingar fulltrúa á þinginu í Bólstaðarlilíð, — Magnús Þorsteins-
son, bónda á Álfgeirsvöllum. Varð fnll sætt um það, sem þar var
fest.
Enn í dag munu flestir á einu máli um, að í þessu máli hafi vel
ráðist, þótt saga Stafnsréttar sé ekki skuggalaus fremur en aðrar sög-
ur. Þær munu fáar, sem aldrei dregur fyrir sól.
Grágás segir: „Þar er menn eiga afréttir saman tveir eða fleiri,
þeir skulu reka fé sitt í afrétt er átta vikur eru af sumri og reka í af-
rétt miðjan, og hafa úr rekið afréttinni er fjórar vikur lifa sumars.“
Þótt fáir kunni þessa lagagrein bókstaflega, hefur öll þjóðin haft
síðari hluta hennar svo í heiðri, að þrátt fyrir áratuga eftirgrennslan,
hefi ég enga skilarétt fundið, sem ekki er dagsett á tímabilinu frá
föstudeginum í 22. viku sumars til föstudagsins í 23. vikunni, að
þeim báðuni meðtöldum. Þær hafa m. ö. o. allar verið um garð
gengnar, „er fjórar vikur lifa sumars." Þessi skipan hefur gilt frá
iindverðu lram á þessa öld, víðast allt framyfir hana miðja. Þær
breytingar, sem á þessu hafa orðið, munu flestar eiga rætur á blóð-
völlum héraðanna og er það önnur saga.
X