Húnavaka - 01.05.1977, Síða 61
HÚNAVAKA
59
Þessari reglu hefur verið fylgt dyggilega við Stafnsrétt með sára-
fáum undantekningum. Þar hefur sauðfé verið réttað fimmtudag-
inn í 22. sumarvikunni síðan réttin reis þar, sem hún stendur nú.
Þessi frávik þekkjast nú: Árin 1862 og 1963 dvaldist gangamönnum
við Ströngukvísl vegna stórhríðar, svo að hvorugt árið náðist til rétt-
ar á tilsettum tíma. 1922 var göngum frestað vegna heyanna. Á orði
er nú liaft að færa réttardaginn til vegna blóðvalla í þeim héruðnm,
sem að réttinni standa.
A fimmta tug 19. aldar.
Réttardagar við Stafnsrétt eru sömu lögum háðir og aðrir dagar
á íslandi. Þeir ern misjafnir um veðurfar. Þótt svo sé, er það ekki
þetta mislyndi veðráttunnar, sem lengst geymist í minnum manna
af þeim atvikum, sem þar hafa gerzt þau 163 ár, sem réttað hefur
verið á Löngueyri. Það eru hin hörmulegu slys, sem þar hafa orðið.
Sagnir eru uppi um, að þau hafi gerzt þrisvar og Svartá alltaf mein-
valdurinn.
Elzta sögnin er frá síðari hluta hins fimmta tugar 19. aldar. Tveir
menn sögðu mér frá þessu. En til beggja barst sögnin af atburðin-
um og er óvíst um sögumenn þeirra, þó það liggi mjög í grun
mínum að sögumaður Jónasar Illugasonar hafi verið Guðmundur
fónsson, bóndi á Brún, sem mun hafa verið fæddur á fyrsta tug ald-
arinnar og því á léttu skeiði er slysið varð. Hinn sögumaður minn
var Hannes Bjarnason ömmubróðir þeirra Villingadalsbræðra í
Eyjafirði og þeirra systkina. Um sögumann hans hefi ég engar get-
ur. Báðir sögumenn mínir voru sagnafróðir og langminnugir. Hann-
es rakti þessa sögu mun meir og taldi slysið hafa orðið við yfirrekstur
safnsins úr Lækjarhlíðinni í Vökuhvamminn. Báðum bar þeim sam-
an um að þá hefðu farizt um 40 kindur, — „flest lömb“ sagði Hann-
es. Um það atriði vissi jónas ekkert. Á það er vert að benda, að þá
var drjúgur hluti safnsins fjallalömb og geldfé þ. e. veturgamalt fé
og sauðir. Þrek sauðanna hlýtur að liafa verið svo miklum mun
meira, að við minnstu fyrirstöðu hlutu fjallalömb að lúta í lægra
haldi. Saga Hannesar er því trúleg, að farizt hafi fleira af lömbum.
1877.
Næsta slys, sem sagnir fara af gerðist haustið 1877. Sögumenn
mínir eru þar og tveir: Jónas Ulugason, áður nefndur og löngum