Húnavaka - 01.05.1977, Síða 63
HÚNAVAKA
(il
garður í ána, sera lokaði henni. Losnaði ekki um garðinn fyrr, en
áin hækkaði svo, að hann flaut upp. Spyrnti áin honum fram í einni
kös og bjargaðist þá nokkur hluti þess, sem efstur var og þó margt
lirakið. Jón sagði orðrétt: ,,Ég gleymi aldrei þeirri sjón, er við mér
blasti þegar stíflan sprakk og ég horfði á fjárbreiðuna fljóta fram
hjá mér, þar sem ég stóð á árbakkanum norðan við aðalstrauminn
í ána, eftir að hafa horft á fleiri hundruð troðast undir fyrir augun-
um á mér.“ — Enginn, sem þekkti Jón Espólín, el'ar að honum 'hafi
enztgeymsla þessarar myndar allt til leiðarloka. Töluna gat Jón ekki
tilgreint nánar. Bar ég þessa sögu hans undir Jónas Illugason og
studdi hann hana í öllu, svo og þessa ágizkun um fjöldann. Svo var
og þegar liún var borin undir Guðmund Sigurðsson bónda á Foss-
um um langt skeið og gangnastjóri á Eyvindarstaðaheiði í 44 ár. F.n
honum var sagan viðkvæmt mál, svo að ég spurði hann ekki frekar.
En hann var Jreirra elztur og mun liafa kunnað flestum betur skil
á sögunni.
Ég ræddi og Jressa sögu við Jónas Jónsson, sem um langt skeið
bjó í Finnstungu. Hann staðfesti það, sem hér er sagt um þann
fjölda, sem fórst, án þess að skilgreina það nánar. En hann mun ekki
liafa verið þar viðstaddur, þótt liann væri fluttur inn í Bólstaðar-
hlíðarhrepp.
Jón Espólín sagði mér söguna aðfaranótt þriðjudagsins í 22. viku
sumars 1923. Þá vöktum við saman yfir gangnahestum við Ströngu-
kvísl og bar margt á góma. Hún var svo færð í letur á öndverðum
næsta vetri. Engra eftirmála hefi ég heyrt getið í sambandi við at-
burðinn. Jón lét þess að vísu getið, að mjög hafi dregið til hávaða
að J^essu afstöðnu og legið við, að hendur væru látnar skipta. Þá
voru hreppstjórar Jzeirra hreppa, sem að réttinni stóðu, réttarstjórar.
Það ár munu þessir hafa haft á hendi hreppstjórn:
Fyrir Seyluhrepp: Friðrik Stefánsson, Ytra-Vallholti,
— Lýtingsstaðahrepp: Jóhann P. Pétursson, Brúnastöðum,
— Bólstaðarhlíðarhrepp: Jóhann Fr. Sigvaldason, Mjóadal.
Gengu J^eir milli og stilltu til friðar, jrótt allir fengju þeir orð fyrir
að vera geðríkir og skapdeildarmenn eigi meiri en við hóf. En allir
voru Jreir taldir vitrir menn og dienglundaðir. Jón vissi ekki um,
að til nokkurra bóta kæmi fyrir tjónið, enda var allt slíkt óþekkt þá.
Hann vissi engar tölur um tjón einstakra heimila, en taldi það hafa
orðið allmisjafnt.