Húnavaka - 01.05.1977, Síða 64
(32
H UNAVAKA
1976.
Sú regla hefur gilt við Stafnsrétt, að hefja drátt svo snemma dags,
sem kostur er. Meðan safnið var geymt í Vökuhvammi aðfaranótt
réttardagsins var kostað kapps um, að reka það á eyrina sunnan
réttarinnar, þegar er birta heimilaði. Tókst sá rekstur að jafnaði
greiðlega. Þá gisti venjulega margt manna við réttina, þótt aðbúð
vaeri frumstæð og fátækleg. Þá leituðu og mjög margir náttstaðar
á næstu bæjum. Voru hlöður og peningshús oft furðu þéttsetin, svo
og skemmur og skálar, þar sem það var fyrir hendi, og rýmt þar til
eftir föngum fyrir réttargestum, að því þó ógleymdu, sem raðað
var í baðstofur. Víða var þar gengið úr rúmum fyrir gestum. Er
þessi saga alþekkt frá flestum, — ef ekki öllum — hinum meiri skila-
réttum Islendinga svo langt, sem sagnir ná.
Undantekningarlítið var árla risið á þessum gististöðum og biðu
fáir boða er morgnaði. Mjög mikill hluti þess liðs, er gisti í nágrenni
réttarinnar var því til staðar, þegar reka skyldi á eyrina, enda von-
lítið að hafa fullan hemil á slíkri breiðu, sem réttarsafnið var nema
með miklu liði, enda stóð sjaldan á liðskosti til þessa. Öllum var
ljós sú nauðsyn, að taka daginn svo snemma, sem föng leyfðu.
Sú nauðsyn er enn fyrir hendi við Stafnsrétt, að taka daginn
snemma. Þótt nú sé þar sýnu færra fé en fyrr, er þess að gæta, að þar
eru og færri hendur, sem réttar eru til gagns við réttarstörfin, þótt
réttargestum fari ekki fækkandi nema síður sé. Erindum þeirra allra
er ekki stefnt að önnum réttardags og fjallskila.
Innrekstur í almenning hófst litlu eftir kl. 8 fimmtudaginn 23.
sept. liaustið 1976. Þá voru réttargestir engu eða litlu færri en venja
er við fyrsta innrekstur og tókst hann áfallalaust. Þá bar á góma
hvort ekki mundi rétt að fjölga í almenningnum áður en dráttur
hæfist, en þá var hrópað af réttarvegg, að féð rynni úr réttargerðinu
austanverðu. Var þegar brugðið á rás og runnið í hlið það, sem
myndast hafði. Trúlegt er, að höfuð ástæðan til ófaranna séu tvær
kindur, sem voru austan girðingarinnar og þó við liana. Þegar
ókyrrð komst á safnið í gerðinu, styggðust þær frá girðingunni og
leituðu á brekkuna. Hvort sem það er ástæðan eða ekki, er það
staðreynd, að árásin á girðinguna varð í átt á eftir þeim. Þótt svo
væri liði skipað, að unnt væri að reka í réttina, var að sjálfsögðu liðs
vant, þegar til þess skyldi taka að slíta fjárstrauminn, sem kominn
var á. Þó tókst það von bráðar. En þá réðst safnið á girðinguna á