Húnavaka - 01.05.1977, Page 66
HÚNAVAKA
()4
röðul þann, sem myndar suðurhom hvammsins milli Stafnsklifs-
ins og norðurenda Efrastallsins. En það var einmitt sá hlntinn, sem
í ófæruna stefndi.
Ain klofnar í tvær kvíslar einmitt þar, sem syðri hluti safnsins fór
yfir. Mun hún liafa skipt sér fyrir fáum árum og hefur vesturkvíslin
grafið sér leið norður með brekkunni og skorið far gegnum vall-
gróið nes, sem þar var til skamms tíma. Er þar nú dálítill hólmi, sem
áður var heilt land. Hefnr hún myndað þar stokk og er vesturbakk-
inn ókleifur sundvotu fé á tiltölulega fáum metrum.
Safnið, sem ofan melranann fór, rann þegar í ána. Austnrkvísl
hennar getur engri heilbrigðri kind nnnið minnsta geig. Yfir hana
rann því breiðan viðstöðulaust. Við tók sléttur hólminn og glæddi
hann för fjárins að vesturbakkanum, þar sem vá ein beið, eini jarar-
tálminn, sem til er á leiðinni frá ármótunum sunnan réttarinnar
norður að brúnni hjá Stafni, trúlega a. m. k. 1,5 km. leið. Breiðan
steypti sér þegar í stokkinn og strandaði við vesturbakkann. Festist
fjárstraumurinn þar. F.n breiðan liélt áfram í ána og lilóðst á það,
sem fyrir var og tróð það niður. Þar fór því eins og áður segir í lýs-
ingu Jóns Espólíns. Stokkurinn stíflaðist og komst þar engin hreyf-
ing á fyrr, en svo hækkaði í honum, að kösin bókstaflega flaut af
stað. En þá mun það hafa verið drukknað, sem fórst. Allt gerðist
þetta í svo skjótri svipan, að því fá ekki orð lýst. — Það sem efsí
var, þegar stíflan brast, bjargaðist að einhverju leyti af sundi, þegar
kösin var flotin niður fyrir hinn ókleifa hluta bakkans. Landtök-
unni var borgið snertispöl neðar en l'éð fórst.
Eins og áður segir fórst féð aðeins í hluta árinnar. Nokkrar mæl-
ingar eru til af vatnsmagni hennar. Benda þær eindregið til, að vatns-
magn hennar eftir sameiningu Fossár og Svartár, fari lítið yfir 7
m3/sek. Áin getur tæplega orðið minni en hún var þegar slysið varð,
því úrkomumagn í Húnaþingi í sept. mun ekki hafa orðið meira
en af meðalúrkomu. Það vatnsmagn, sem slysinu olli hefur því
ekki verið meira en eitthvað á fjórða m3/sek. En ætla má að að kös-
in, sem flaut fram við fætur þeirra er á horfðu, líði þeim seint úr
minni.
Lái við slysi.
Sumarið 1903 lá nærri að slys yrði við Stafnsrétt. Á þeirn árum var
safnsins enn gætt sunnan réttarinnar, meðan dregið var. Sú regla