Húnavaka - 01.05.1977, Page 67
HÚNAVAKA
65
Hluti aj fénu, sem fúrst.
gilti þá um gæzlu fjárins, að Bólhlíðingar skyldu sjá um það í Vöku-
hvamminum, þegar það var þangað komið á miðvikudagskvöld, unz
svo lýsti a£ degi á fimmtudagsmorgni, að fært væri að færa það á
eyrina, sem þá gekk undir heitinu Réttareyri. Hið forna heiti henn-
ar var þá glatað. Skyldu Seylhreppingar og Lýtingar gæta þess á
eyrinni. Áttu Lýtingar að standa að sunnan og austan, en Seylhrepp-
ingar norðan og vestan. Það hét „að standa á eyrinni" og þótti
ábyrgðarstarf en ekki eftirsóknarvert, þegar strákar áttu hlut að.
Voru dæmi þess að skagfirzkum strákum var heitið því, að þeir
skyldu fá að fara í réttina gegn því að standa á eyrinni. Þótt heitið
væri ekki sársaukalaust, var þar til svo mikils að vinna, að engum
blandaðist hugur um, hvorn kostinn skyldi taka. En þessu fylgdu
þau fríðindi, að ófermdir strákar áttu ekki að standa þar nema aðra
hvora rétt. Vakti réttarstjórinn, sem þá var Guðmundur Sigurðsson
á Fossuin yfir, að þessi lög væru höfð í heiðri. Þótti hinum yngri
þetta hin mesta réttarbót.
Þetta haust fór ég aðra réttarferð nrína og átti nú að standa á eyr-
inni. Þegar ég kom að réttinni, átti að fara að „bæta á réttina.“ Var
því lokið og ég settur á eyrina með syrpu af lífsreglum, senr mér
áttu að duga. Þessi staða varð tíðindalaus, þótt hún sé mér minnis-