Húnavaka - 01.05.1977, Page 70
BJÖRN BERGMANN:
í fyrrasumar fékkst ég við að skrá örnefni á Stórasandi og þá
urðu lyrir mér nöfn hinna mörgu kvísla, sem þar eiga upptök og
verða að ám norður á heiðum. F.nda þótt nöfn þeirra komi ekki
örnefnum á Stórasandi beinlínis við eftir að þangað er komið, liélt
ég áfram að rekja feril vatnsfallanna allt til sjávar og komst þ;i að
raun um að á heiðunum eru kvíslanöfn ríkjandi, en árnöfn í fjöll-
um og byggðum. Næstum öl 1 nöfnin eru svo forn að enginn þekkir
uppruna þeirra. Hér verður ekki farið út í þá sálma en gerð nokk-
ur grein fyrir vatnsföllum og nöfnum þeirra á vatnasvæðum Hóps
og Húnavatns, en þangað fellur allt vatn, sem til sjávar leitar á
milli vatnasvæða Blöndu og Miðfjarðarár.
Vatnsdalsá og Víðidalsá eru vatnsmestu bergvatnsár, sem til
byggða lalla í Húnavatnssýslu. Efstu upptök þeirra beggja eru á
Stórasandi og þær fá meginhluta þess vatns, sem sprettur upp á því
mikla öræfasvæði. Nokkuð fellur til Miðfjarðarár, en Norðlingafljót,
sem á mjög stórt vatnasvæði á Sandi, fær ekkert vatn þaðan annað
en leysingarvatn því að þar eru engar uppsprettur.
Víðidalsá og Fitjá skipta Víðidalstunguheiði í tvö vatnasvæði.
Efsta upptakavatnsfall Víðidalsár heitir Dauðsmannskvísl, en nafnið
fær áin ekki fyrr en vatn úr fimm kvíslum hefur sameinast. Enn
bætist ánni vatn úr þremur kvíslum og er þó langt til byggða þegar
sú nyrsta fellur í hennar skaut.
Suður af Víðidalsfjalli er mikill vatnaklasi. Þar er m. a. Hólma-
vatn og úr því rennur Oxná, einnig Bergárvatn, sem Bergá rennur
úr, en báðar falla þær í Víðidalsá niðri í byggð. Að vísu eru bæir
sunnan Bergár komnir í eyði og land þeirra lagt undir afréttina, en
þar var byggð fram á síðari áratugi.
Úr Víðidalsfjalli falla fjórar ár niður í Víðidal, en kvíslar fyrir-
finnast þar ekki.