Húnavaka - 01.05.1977, Page 71
II Ú NAVAKA
r>!)
Upptök Fitjár eru á Stórasandi skammt fyrir sunnan Dauðsmanns-
kvísl og þaðan á hún um 50 km leið í fang Víðidalsár. I vorleysing-
um er hún þó lengri, því að dr«>g að lienni liggja (5—7 km austur á
Sand. A heiðinni safnar hún að sér vatni úr fjórum kvíslum og í
byggðunr falla í hana tvær ár. Fitjá fellur í Víðidalsá á milli Víði-
dalstungu og Auðunarstaða.
Norðan Fitjár fellur ekki teljandi vatn í Víðidalsá annað en P'axa-
lækur úr Vesturhópsvatni. Reyðarlækur kemur úr Miðfjarðarvatni
og rennur út í Vesturhópsvatn, en í hann falla Hörghólsá og Grund-
ará, báðar úr Vatnsnesfjalli.
Gljúfurá sprettur upp við suðausturhorn Víðidalsfjalls og fær
allt vatn úr austurhlíðum fjallsins. í hana falla Rófuskarðsá og Svína-
dalsá, báðar úr fjallinu, og auk þess Selkvísl, kennd við Þingeyra-
sel. Mun hún vera eina vatnsfallið í Húnavatnssýslu, sem kemur úr
fjalli og ber þó kvíslarnafn.
Vatnsdalsá safnar að sér vatni af stærra svæði en nokkur önnur á
sýslunnar að Blöndu undantekinni. Lengsta og vatnsmesta upptaka-
vatnsfall hennar er Strangakvísl, sem sprettur upp við austurjaðar
Stórasands. Þar fyrir austan heita Öldur og þaðan koma Miðkvísl
og Fellakvísl. Þessar þrjár kvíslar eiga sameiginlegan ós langt norð-
ur á heiði og eftir það heitir vatnsfallið Vatnsdalsá, en áður en þang-
að er komið hafa þær bætt við sig vatni úr fjórum öðrum kvíslum.
Þar með eru Vatnsdalsárkvíslar orðnar sjö og allar langt fram á heið-
um.
Efstu upptök Alku (Álftaskálarár) eru á norðanverðum Stórasandi.
Hún ber þó ekki nafn sitt alla leið þangað heldur aðeins fram í
Álkulón, en svo heitir allstórt landsvæði norðan við Sand. Um það
renna nokkrar nafnlausar kvíslar og þegar þær eru fallnar saman fær
áin nafn. Álka fellur niður í \ratnsdal hjá Grímstungu og hefur þá
dregið að sér vatn úr fimm nafngreindum kvíslum. F.ngin þeirra
nær niður í byggð.
Friðmundará kenrur úr Friðmundarvatni og fellur í mjög djúpu
klettagili niður í Vatnsdalsá fremst í Vatnsdal. Þar eru skörp skil
á milli heiðar og byggðar.
Vaglakvísl og Hólkotskvísl eiga upptiik fram á hálsum og falla
saman norðan við Kárdalstungu. Þar verða þær að Tunguá, en hún
fellur síðan í Vatnsdalsá. Þessar tvær kvíslar eru þær einu á vatna-
svæði Vatnsdalsár, sem tylla tá niður í byggð.