Húnavaka - 01.05.1977, Page 72
70
H ÚNAVAKA
Gilá og Grjótá falla úr Vatnsdalsfjalli í Vatnsdalsá. Þær eru báðar
vatnslitlar, einkum Grjótá, enda nær hún aÖeins skammt upp fyrir
fjallsbrúnina.
Kornsárvatn er suðaustur af Víðidalsfjalli. Þaðan kemur Kornsá
eða Kornsárkvísl eins og hún heitir á máli allra kunnugra manna uns
hún fellur þvert fram af hálsbrúninni og niður í Vatnsdal hjá bæn-
um Kornsá. Hún fær vatn úr Kleppukvísl, sem á upptök langt fyrir
framan Kornsárvatn, en eftir það má heita að ekkert vatn renni í
ána, enda er vatnasvæði hennar örmjótt.
Vatnsdalsá tapar nafni í Flóðinu og þó raunar fyrr því að hún
rennur þangað í mörgum óshólmakvíslum. Eru sumar þeirra breyti-
legar bæði hvað vatnsmagn og farvegi snertir. Þar eru Hjallalands-
kvísl, Miðkvísl og Hnjúkskvísl, en ekki ná nöfn þeirra langt út fyrir
nágrennið. Hólmarnir stækka stöðugt út í vatnið og þar geta nýlegir
farvegir fyllst og gróið upp.
Norðan við Flóðið og alla leið út í Húnavatn er naumast liægt að
segja að áin liafi fast nafn, nema hvað Hnausakvíslarnafnið hefur
náð festu síðan Hnausabrú \ar ityggð 1919 og þjóðleiðin færðist
þangað. Fyrst er Skriðuvað og gildir það nafn bæði um vaðið sjálft
og nokkurn hluta árinnar. Þá teknr Hnausastrengur við, síðan
Hnausakvísl fyrir Hnausalandi, Kvíslin eða Steinneskvísl fyrir Stein-
neslandi og síðast Kvíslarnar þegar áin skiptist sunnan við Húnavatn
og fellur út í vatnið í þrernur kvíslum, sem nábúarnir nefna Leira-
kvísl, Skakkkvísl og Eyrarsund. Á bak við þessi mörgu nöfn liggur
löng og merkileg saga, sem þó verður ekki rakin hér, en veigamestu
þættir hennar byggjast á Skíðastaðaskriðu og Bjarnastaðaskriðu, sem
umturnuðu bæði landi og vatnsföllum. Skíðastaðaskriða féll 1545,
en hin 1720.
Giljá tekur á rnóti öllu vatni af Sanðadal, en málvenjur um það,
hversu langt fram á dalinn Giljárnafnið nær eru á reiki. Efsti hluti
árinnar kemur úr Gaflstjörn syðst á Svínadalsfjalli og heitir þar
Fremstilækur. Miðlækur og Ystilækur falla niður austurhlíð dals-
ins nokkru norðar og er Jretta svæði nefnt Lækir. Enginn talar um
Giljá svo langt fram á Sauðadal. Brunnárdalur skerst úr Svínadals-
fjalli sunnan Reykjanibbu og eftir honum rennur Brunná í Giljá.
Nokkru sunnar liggur miklu lengri dalur, Mjóidalur, suðaustur í
fjallið og þar er Mjóadalsá. Norðan við Sandfell á Vatnsdalsfjalli
liggur Seljadalur niður í Sauðadal. Þar er Seljá. Við suðausturhorn