Húnavaka - 01.05.1977, Page 73
H ÚNAVAKA
71
fellsins skerst melgil niður í dalinn og ber það tvö nöfn. Vatnsdæl-
ingar nefna það Svartagil og læk, sem úr því rennur Svartagilslæk,
en Asamenn tala um Tröllagil og Tröllá. F.ngar sagnir eru til um
uppruna þessara nafna.
Sauðadalur er allur hálendur. Þar var fjöldi selja, en dalurinn
Iiefur aldrei verið talinn til byggða, enda þótt við og við væri búið
í nokkrunr seljum.
Svínadalsá fellur í Svínavatn. Hún fær vatn úr Selkvísl og Hrafna-
bjargakvísl, sem báðar koma framan af hálsum, en heitir ekki Svína-
dalsá fyrr en þessar kvíslar koma saman hjá Hrafnabjörgum. Norðar
falla í ána Seljá, Hraunsá og Hólsá, allar úr Svínadalsfjalli.
Sléttá kemur framan af hálsum og fellur um Sléttárdal í Svína-
vatn.
Vatnasvæði Svínavatns nær hvergi nema skammt fram á heiðina
því að svæði Blöndu og Vatnsdalsár spenna það greipum.
Laxá fellur úr Svínavatni í Laxárvatn og þaðan í Húnavatn. Er
hún eina vatnsfallið í Húnavatnssýslu, senr heldur nafni sínu eftir
að hafa fallið í gegnum stöðuvatn. Efri hluti hennar, þ. e. a. s. áin
á milli vatnanna, var ekki á alfaraleið, ekki mikil veiðiá og kom
næstum ekkert við sögu annarra manna en bændanna, sem á bökk-
um hennar bjuggu. Það var því fátt um hana talað. í neðri ánni
hefur alltaf verið miklu meiri laxveiði og hún er fyrir löngu orðin
landskunn sem ein af bestu laxveiðiám landsins. Nú er hún oftast
nefnd Laxá á Asunr og mun það nafn vera ættað frá sportveiðimönn-
um, sem þekktu Laxár víðs vegar um land og urðu að skilgreina þær
með aukanöfnum. En þar sem margar Laxár eru í Húnavatnssýslu
komust heimamenn ekki heldur hjá aukanöfnum.
Meðan Höfðakaupstaður var eini verslunarstaðurinn við austan-
verðan Húnaflóa lágu alfaraleiðir yfir Laxá á Asum og Laxá, sem
kemur af Laxárdal, báðar óbrúaðar. Þá voru þær nefndar Fremri-
Laxá og Ytri-Laxá. Er það mjög eðlileg skilgreining, en hún gilti
þó ekki fyrir alla. Ysta Laxáin er í Nesjum og nú oftast við þau
kennd. Hún er minnst og hefur jafnan komið minnst við sögu m. a.
vegna þess að hún var sjaldan á vegi annarra en þeirra, sem bjuggu
yst á Skaga. í Vindhælishreppi var algengt að nefna hana Ytri-Laxá,
en hina Fremri-Laxá. Enn þurfti þó nánari skilgreiningar við um
þessar mörgu samnefndu ár. Þeir, sem bjuggu nærri Laxá á Ásum
nefndu ána á milli vatnanna Eremri-Laxá, en þá neðri Ytri-Laxá