Húnavaka - 01.05.1977, Page 74
72
HÚNAVAKA
eða bara Laxá. Öll þessi nöfn komu eins og af sjálfu sér á meðan
heimamenn einir áttu í hlut, en veiðimenn úr fjarlægum héruð-
um gátu ekki notast við þau, heimamenn ekki heldur, þegar þeir
töluðu við veiðimennina, og nú eru nýju nöfnin orðin ríkjandi.
Á vatnasvæðum Hóps og Húnavatns er ekki nema ein undantekn-
ing frá þeirri reglu að ár, sem eftir dölum falla, séu annað hvort við
þá kenndar eða dalirnir kenndir við árnar. Má þar nefna Vatnsdal
og Vatnsdalsá, Fitjá og Fitjárdal, og ef um litla jrverdali er að ræða
eru Mjóidalur og Mjóadalsá, Brunná og Brunnárdalur glögg dæmi.
Undantekningin varðar Giljá og Sauðadal, því að hvorki er til Gilj-
árdalur né Sauðadalsá.
Mér er ekki kunnugt um að í Húnavatnssýslu sé nema ein á kennd
við stöðuvatn. Það er Langavatnsá á Skagaheiði. Hins vegar eru þrjú
vötn kennd við árnar, sem úr þeim renna. Eru það Laxárvatn, Berg-
árvatn og Kornsárvatn.
A vatnasvæði Vatnsdalsár eru 23 nafngreind stöðuvötn ofan byggða
og afrennsli margra þeirra við þau kennd. Dæmi um það er Mjóa-
vatnslækur á Auðkúluheiði og Svínavatnslækur á Grímstunguheiði.
Þetta er þó fjarri því að vera regla eins og sést á því að Túnalækur
fellur úr Eyjavatni og Faxalækur úr Vesturhópsvatni. Þá rennur
Geddulækur úr Gedduvatni og Friðmundará úr Friðmundarvatni.
Fleiri nafngiftir eru af sama toga spunnar.
Það ligrgur ljóst fyrir að á umræddum vatnasvæðum er ekki neitt
handahóf á því, hvort vatnsfall er nefnt á eða kvísl.
En lengra verður ekki haldið að sinni.
'K-'K
Anno 1677: Hengdur í Húnaþingi Kessi F.iríksson fyrir þjófnað. Vetur harður
víða um sveitir, svo stórfellir varð á hestum og fé. Graslítið, en nýting minni sumr-
inu fyrir. Hrakti fé víða þann vetur. Þá hrakti vel 100 fjár frá Undirfelli í Vatns-
dal suðiir á heiðar og í Borgarfjörð sumt. Fannst margt af því dautt og uppetið
á fjöllunum. Margir menn urðu aldeilis sauðlausir í norðursveitum. Fyrir sunnan
og austan til sjós og lands vetur ei mjög strangur.
S jávarborgaran náll