Húnavaka - 01.05.1977, Page 77
HALLGRÍMUR SVEINN KRISTJÁNSSON:
Vorleitir í Vatnsdal
í fyrri tíð þegar ekki voru girðingar á milli heimalanda og heiða
var ekki hægt að hemja sanðfé heima fram að rúning, það leitaði
svo fast fram á heiðina þegar sunnanblær og gróðurilmur seiddi
það í sumarfrelsið. Af því leiddi að leggja varð í miklar smala-
mennskur langt fram á heiði. \?oru það kallaðar vorleitir. Áður en
farið var í leitirnar héldu bændur ráðstefnu þar sem jafnað var nið-
ur, hverjir fara skyldu. Þeir, sem áttu stór heimalönd, voru þó und-
anþegnir þeirri skyldu að senda menn í vorleit, því að þeir höfðu
nóg á sinni könnu, hjá þeim var alltaf svo margt af ókunnugu fé.
Heimalönd voru smöluð meðan vorleitin stóð yfir og keppst við að
ljúka rúningi á heimafénu áður en heiðasafnið kæmi. Sveitarstjórn
og sveitarsjóður komu ekki við þessa sögu.
Hér verður sagt nokkuð frá vorleitum í austanverðum Vatnsdal.
í leitirnar fór 8—10 manna hópur. Útbúnaður var afar einfaldur.
Allir voru með tvo til reiðar, hnakktösku fyrir aftan sig og í henni
var matarbiti, sauðaklippur og tómur poki. Unglingar sóttust eftir
að komast í þetta ævintýri, því að það var mat á því, hvort þeir værn
færir um að fara í göngur.
Síðla nætur var lagt af stað að heiman og ekki komið niður að
Þórormstungu fyrr en á þriðja dægri, en þangað var lieiðasafnið
rekið. Þar var stór og góð rétt og búið að rétta heimaféð, þegar liitt
kom. Lengst var farið fram hjá Fellum og í Kvíslar. Þar var skipt
liði eins og í göngum og jaðarmenn alltaf látnir vera á undan til að
þjappa fénu sem mest saman. Það reyndist oft erfitt að snúa ánum
við, þær vildu ekki láta trufla sig, og oft kom það fyrir að þær létu
sig ekki fyrr en þær voru orðnar uppgefnar og lögðust. Þá var ekki
um annað að gera en taka ullina af þeim og sleppa þeim í frelsið.
Ullina urðu menn svo að reiða fyrir aftan sig.