Húnavaka - 01.05.1977, Síða 78
Áfram var haldið norður þó að hægt gengi, og oft varð að stansa,
alla leið norður að Friðmundará, en þá var safnið komið saman.
I*ar var áð til að láta fé, hesta og menn jafna sig. Síðan var rekið yl'ir
ána og gekk það oft illa. IJó að áin væri ekki stór var aðstaðan slæm
og olt þvældist margt í sundur. Varð þá að stansa aftur til þess að
koma lagi á reksturinn. Síðan var haldið af stað og rekið norður
Tungumtila. Síðasti áfanginn var oft erfiður, þá var fénaðurinn
orðinn mjög dasaður, ekki síst ef heitt var í veðri. Þetta mjakaðist
þó áfram og allir urðu fegnir þegar komið var nyrst á Múlann og
sá ofan í dalinn, þá hallaði undan fæti og skammt var til leiðarloka.
I Þóromstungu var fé frá bæjum framar í dalnum dregið úr, en hitt
rekið að Marðarnúpi og dregið sundur þar. Alltaf var tekið rausnar-
lega á móti leitarmönnum og ekkert til sparað. Hestabrúkun í Jæss-
um vorleitum var mjög slæm. Það vildu verða margir snúningarnir
og ég hef sjaldan séð slæptari hesta en þá, sem úr leitunum komu.
Það mun hafa verið vorið 1928 að heimtur þóttu ekki góðar en
jrað var vegna ]:>ess að veður liafði verið mjög óhagstætt í vorleitinni.
Þá var farið í nýja leit og nú höfðu menn ekki aðeins með sér venju-
legan útbúnað heldur einnig nokkra reiðingshesta, því að nú átti að
rýja hverja kind þar sem hún fannst. Þá var nú betra að hafa röska
hesta og knáa menn. í leitina fóru Guðjón Hallgrímsson Hvammi,
Hallgrímur S. Kristjánsson Hofi, Guðmundur Magnússon Guðrún-
arstöðum, Pálmi Sigurðsson Auðkúlu og annar maður úr Svínavatns-
hreppi, en nafni hans hef ég gleymt. Þá voru Svínvetningar búnir
að girða heimalönd sín af fyrir mörgum árum og hættir að fara í
vorleitir, en Þröm, sem þá var enn í byggð, var utan girðingarinnar.
Guðmund Meldal, sem þá bjó Jrar, vantaði margar ær í ullu og með
ómörkuðu og Jress vegna fóru Svínvetningar í leitina. Akveðið var
að fara fram að Kúlukvísl og hittast við skálann.
Á framleiðinni var miðheiðin leituð. Þegar kindur fundust lijálp-
uðust venjulega tveir menn að við að ná þeim og þetta gekk allt
vel. Allir höfðu með sér merkispjöld, því að margir voru eigendur
að ullinni. Þegar fram að Kúlukvíslarskála kom var búið að rýja
talsvert margt og auk þess var smalað þangað stórum hóp. Þessu fé
var svo þvælt inn í skálann með miklum erfiðismunum, sumt varð
að taka með hundum, en allt hafðist það á endanum. Þarna voru
margar ær frá Þröm með ómörkuðu. Að þessu loknu var tekið til
við að marka og rýja, síðan að koma ull í poka og binda í bagga.