Húnavaka - 01.05.1977, Síða 79
HÚ NAVAKA
/ /
IJá var tekin löng hvíld. Þegar henni lauk skiptust leiðir. Svínvetn-
ingarnir leituðu norður heiðina austan við það svæði, sem leitað
var fram, en Vatnsdælingar sáu um vesturkantinn. Nokkrar kindur
lundust á heimleiðinni. Arangur leitarinnar var góður og allir komu
ánægðir heim. Þótti betur farið en heima setið.
Vegna þess hve vorleitir voru erfiðar, ekki síst fyrir unglömbin,
datt mönnum eitt sinn sú nýbreytni í hug að setja viirð fyrir framan
heimalöndin, nánar tiltekið frá Friðmundarvatni, um Tjaldhól við
Túnalæk og vestur að Vatnsdalsá. I þennan vörð voru ráðnir Daði
Davíðsson á Gilá og sá, sem þetta ritar. Við vorum þarna einir í
fjóra sólarhringa, en þann fimmta bættist í liópinn Guðjón Hall-
grímsson í Hvammi, síðar á Marðarnúpi, sá þekkti fjallagarpur.
Flestir héldu að þetta yrði eins og gamanleikur, en lítið erfiði, og
við, sem í vörðinn fórum, litum þannig á málið. Hugmyndin var
að reka frá línunni kvölds og morgna og eiga svo náðuga nótt. En
reyndin varð önnur. Féð streymdi fram jafnt á nóttu sem degi. Við
vildum rækja verk okkar vel og vorum mestan hluta sólarhringsins
á ferðinni. Erfiðið var mikið, en þetta tókst sæmilega. Þegar þessir
fimm sólarhringar voru liðnir komu menn úr byggð og smöluðu
ásamt okkur fénu til byggða. Þar með lauk þessu ævintýri og var
ekki lagt í annað slíkt aftur.
Anno 1734: Gekk ógurleg nauta- og hunda faraldur eða pest fyrir vestan Vatns-
skarð, svo margar kýr dóu. Vorið kalt mjög og liart. Peningafellir víða í sveitun-
um. Þann 7. octobris strandaði og brotnaði í stykki af stórviðri kaupskipið í
Spákonufellshöfða, svo danskir af því voru hér um veturinn. Þá varð og úti í
stórhríð frá Giljá farandi klaustursprestur á Þingeyrum, síra Olafur Gissursson.
Höskuldsstaðaannáll.
Anno 1751: Veturinn var hríðasamur og harður. Rak ís að og inn á góu, allur
Húnafjörður uppstappaður. Gengu menn á Skagaströnd á ásinn, drógu hákarl-
inn hrönnum upp um vakir og báru á land á hestum. Vorið kalt. ísinn lá lengi
við. Hvergi að heyrðist hér fyrir norðan fiskifengur um Jónsmessu og síðan fiski-
l'átt og sjaldróið.
Höskuldsstaðaannáll.