Húnavaka - 01.05.1977, Page 80
BJARNI JÓNASSON, Blöndudalshólum:
Litazt um
í Svínavatnsnreppi
FRAMHALD
10. Stefdn Sveinsson, Ytri-Langamýri.
Ullar spanga á Ytri-Langamýri,
starfs með vafsi styðja hús
Stefán, Hafsteinn og Markús.
(spanga ullur: maður, vafs: vafstur).
Stefán Sveinsson er fæddur á Syðri-Langamýri um 1807. Hann var
albróðir Sölva bónda á Syðri-Langamýri, og verður þar gerð grein
fyrir ætt hans. Stefán dvaldi í foreldrahúsum þar til hann kvæntist
tvítugur að aldri bóndadóttur frá Ytri-Langamýri, Ólöfu Halldórs-
dóttur, og hófu þau þá þegar búskap á parti af þeirri jörð.
Tengdaforeldrar Stefáns, hjónin Halldór Jónsson og Solveig
Jónsdóttir og biirn þeirra, koma mjög við sögu Löngumýranna.
Þeirra hjóna og systkina Halldórs verður því getið hér að nokkru.
Við yfirgefum því ungu hjónin á Löngumýri um stund og hefjunr
frásögnina á móður Halldórs, kvenskörungnum Helgu Jónsdóttur.
LEIÐRÉTTINGAR við upphaf jressara þátta í Húnavöku 1976:
1. Þau mistök hafa orðið við vélritun þáttarins um Ingibjörgu á Svínavatni,
að misritast hefir tölutákn íyrir framan nafnið Jónína í 11. línu a. n. á bls.
47. Talan er röng, en fyrir framan nal'nið á að standa bókstafurinn c, þar
sem þetta er c liður 3. töluliðar, eins og efnið ber með sér.
2. Misprentast hefir einn stafur í kvenmannsnafninu Björg (Einarsdóttir) svo
úr verður karlmannsnafnið Björn, sjá 13. línu a. n. á bls. 51. — Höf.