Húnavaka - 01.05.1977, Side 82
NO
HÚNAVAKA
varð Oddsson (dáinn á Syðri-Langamýri 25. febr. 1877) bónda
á Botnastöðum 1834—63. Þorvarður var föðurbróðir þeiiTa
bræðra Björnssona Magnúsar prófasts á Kirkjubæjarklaustri og
Odds prentsmiðjustjóra á Akureyri. Meðal barna Þorvarðar
var Guðrún (d. 4. apríl 1910) síðast ráðskona Arnljóts Guð-
mundssonar bónda á Syðri-Langamýri. Síðasti maður Helgu
var Jónas Björnsson. Þau voru barnlaus. En sonur Jónasar og
Rósu Bjarnadóttur, er síðar átti Þorkel bónda á Skeggsstöðum
Jónsson, var Halldór bóndi í Syðra-Tungukoti (Brúarhlíð)
föðurfaðir Sigvalda Halldórssonar bónda í Stafni.
4. Jón Jónsson, f. um 1767, bóndi í Rugludal og svo í Finnstungu,
faðir Eiríks bónda á Kirkjuskarði og síðast á Stóru-Giljá. Ei-
ríkur átti 6 börn, sem giftust og juku kyn sitt. Það er því orð-
inn mikill ættbálkur og verður ekki rakið hér, en vísað til bók-
ar Magnúsar Björnssonar á Syðra-Hóli „Feðraspor og fjöru-
sprek“, en þar er þetta rækilegka rakið í þættinum „Feður
mínir“.
5. Ólöf Jónsdóttir, f. urn 1768. Hún var seinni kona Erlendar
Runólfssonar bónda í Ytra-Tungukoti (Ártún) 1805—22.
6. Halldór Jónsson (tengdafaðir Stefáns Sveinssonar) ólst upp í
foreldrahúsum. Hann er fæddur á Fossurn í Svartárdal um
1764, flyzt þaðan með foreldrum sínum í bernsku að Ruglu-
dal, og þar elst hann upp í foreldragarði þar til hann kvænist.
Haustið 1791, 8. okt., kvænist Halldór þrítugri konu, Solveigu
Jónsdóttur, fæddri um 1761. Ætt hennar er ókunn. Fæðingar-
staðar er ekki getið við nafn hennar í manntalinu 1816, en Jrað
getur auðvitað eins stafað af vangæzlu og því, að upplýsingar
væru ekki tiltækar, þegar manntalið fór fram. Um það leyti
sem Halldór og Solveig giftast býr á Þröm í Blöndudal Jón
nokkur Árnason. Þegar sú jörð losnar úr ábúð við andlát Jóns
Jressa hefja Jrau ungu hjónin búskap á Þröm vorið 1793. Það
virðist því ekki ólíklegt, að Solveig liafi verið bóndadóttir frá
Þröm og að þau hjón hafi verið þar í húsmennsku frá því þau
giftu sig og þar til þau hefja búskap. Eftir þriggja ára búskap
á Þröm flytja Jrau hjón búferlum að Eldjárnsstöðum 1796 og
þaðan aftur að Ytri-Langamýri 1802. Þá um haustið náði Hall-
dór kaupum á ábúðarjörð sinni, Ytri-Langamýri fyrir 326 rd.
— Halldór lézt 28. febr. 1810 af „langvinnum meinlátum"