Húnavaka - 01.05.1977, Page 83
HÚNAVAKA
81
einungis 45 ára. Ekkjan hélt áfram búskap meðan hún lifði,
en hún lézt 21. marz 1817 55 ára.
Börn þeirra Löngumýrarhjóna, Halldórs og Solveigar, voru
alls fimm: fjórar dætur og einn sonur, myndarfólk og vel gef-
ið. Dæturnar giftust allar. Soh’eig átti Markús Andrésson, Guð-
rún Pétur Skúlason, Helga Sölva Sveinsson á Syðri-Langamýri
og um Ólöfu er áður getið, sem giftist Stefáni Sveinssyni. Son-
urinn hét Jón. Hann fluttist vestur í \h'ðidal. Frá honum er
m. a. kominn Bjarni jónsson úrsmiður á Akureyri. Dæturnar
bjuggu allar á Löngumýrunum og koma því hér síðar við sögu.
Verður nú horfið að því að segja frá þeim hjónum Stefáni
Sveinssyni og Olöfu konu hans.
Ólöf Halldórsdóttir er fædd á Ytri-Langamýri 12. júní 1804. Hún
giftist Stefáni Sveinssyni frá Syðri-Langamýri 17. okt. 1827. Hófu
þau búskap þá um vorið á parti af Ytri-Langamýri. A þeirri jörð
voru á þessum árum alltaf tví- eða þríbýli og stundum húsmennsku-
fólk að auki. Bú Stefáns var því aldrei mikið. Ólöfu konu sína missti
hann 28. marz 1842. Þrem árum síðar, 8. maí 1845 kvæntist liann
seinni konu sinni Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Grund í Svínadal.
Guðrún er fædd á Grund 13. sept 182fi og var dóttir bóndans á
Grund Guðmundar Helgasonar og miðkonu hans Bjargar Olafsdótt-
tir frá Geithömrum Sveinssonar.
Stefán Sveinsson var mikill ómagamaður. Með fyrri konunni átti
hann 8 börn og fi með þeirri síðari. hessi 14 börn eru fædd á 2.3 ár-
um. Það var því ekki að undra þó að erfitt væri um fjárhaginn, þar
sem jarðnæðið var aldrei í samræmi við I jölskyldustærð. Brugðu þau
hjón nú búi vorið 1851 og fluttu í húsmennsku vestur að Kolugili í
Víðidal. Fylgdu þeim þá nokkur barnanna, en sum þeirra eldri
munu hafa verið komin í vistir.
Ég hefi fylgzt með ferli þeirra hjóna í tuttugu ár eftir að þau
hættu búskap. Þau eru allan þann tíma í húsmennsku. Við mann-
talið 1870 eru þau á Kolugili. Þau hafa sarnt ekki dvalizt allan þenn-
an tíma samfellt á sama stað. I \h'ðidal dvelja þau á þrem bæjum:
Kolugili, Stóruhlíð og Lækjamóti, en auk þess eru þau hér í Austur-
sýslunni .3 ár á Holtastöðum (1852—55) og á Geirastöðum í Þingi
í eitt ár (1807—68). Var því dvalartíminn í Víðidal tvisvar slitinn
í sundur.